Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2001

Hljóm­sveit­in Sig­ur Rós var stofn­uð und­ir nafn­inu Victory Rose í des­em­ber 1994. Stofn­end­ur voru þeir Jón Þór Birg­is­son, gít­ar­leik­ari og söngv­ari, og Ág­úst Ævar Gunn­ars­son trommu­leik­ari. Nafn­gift­ina fengu þeir af Sig­ur­rós syst­ur Jóns Þórs, sem fædd­ist skömmu áður en hljóm­sveit­in var stofn­uð. Þeg­ar þeir Jón Þór og Ág­úst Ævar fóru í stúd­íó með sitt fyrsta lag, Fljúgðu, bætt­ist þriðji mað­ur­inn í hóp­inn, Georg Hólm bassa­leik­ari. Haust­ið 1997 kom loks fyrsta plata Sig­ur Rós­ar út hjá Smekk­leysu. Plat­an hét Von og fékk prýð­is við­tök­ur. Fjórði mað­ur­inn, Kjart­an Sveins­son, bætt­ist við hljóm­sveit­ina, mað­ur sem spil­aði á allt mögu­legt, en átti eft­ir að setja svip sinn á sveit­ina sem hljóm­borðs­leik­ari. Strax var far­ið að vinna að næstu plötu, Ágæt­is byrj­un, sem Smekk­leysa gaf út sum­ar­ið 1999, en í milli­tíð­inni var Von end­urút­gef­in mik­ið end­urunn­in og með einu nýju lagi, und­ir nafn­inu Von-brigði.

Ágæt­is byrj­un fékk frá­bæra dóma og Sig­ur Rós fór í tón­leika­ferð um land­ið. Þá var Ág­úst hætt­ur, en Orri Páll Dýra­son tek­inn til við trommuslátt­inn. Smekk­leysa gekkst fyr­ir því að semja við enska út­gáfu­fyr­ir­tæk­ið Fat Cat um út­gáfu á Sig­ur Rós þar í landi og smá­skíf­an Svefn-g-Engl­ar kom út þar í sept­em­ber 1999. Það var strax ljóst að Sig­ur Rós ætti er­indi á ensk­an markað því í vik­unni áður en smá­skíf­an kom út, valdi tón­list­ar­tíma­rit­ið New Musical Express hana sem smá­skífu vik­unn­ar. Það var kom­inn tími til að spila er­lend­is og um haust­ið var hald­ið í tón­leika­ferð til Dan­merk­ur og Englands. Um­sagn­ir er­lendra blaða um leik Sig­ur Rós­ar voru á einn veg – frá­bær hljóm­sveit, og Sig­ur Rós var spáð mik­illi vel­gengni.

Árið 2000 vann Sig­ur Rós tvö lög fyr­ir kvik­mynd Frið­riks Þórs Frið­riks­son­ar, Engla al­heims­ins, írska lag­ið Bíum bíum bambaló og út­varps­stef Jóns Múla Árna­son­ar við dán­ar­fregn­ir og jarð­ar­far­ir. Ári síð­ar voru þrjú lög Ágæt­is byrj­un­ar not­uð í kvik­mynd Ca­meron Crowes, Vanilla Sky.

Hljóm­sveit­in hef­ur hlot­ið fjölda við­ur­kenn­inga vegna tón­list­ar sinn­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00