Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2019

Guð­rún Ýr Eyfjörð, bet­ur þekkt sem GDRN, er upp­al­in í Mos­fells­bæ og hef­ur ver­ið í tónlist frá unga aldri. Hún hóf fiðlu­nám í Tón­list­ar­skóla Mos­fells­bæj­ar fimm ára, flutti sig síð­ar í Suzuki skól­ann og stund­aði nám­ið í ell­efu ár. Eft­ir fiðlu­nám­ið færði hún sig í djass­söng og djasspí­anó í FÍH með­fram námi í mennta­skóla.

Hún gaf fyrst út tónlist árið 2017 og sló í gegn með lag­inu Læt­ur mig sumar­ið 2018. Á Ís­lensku tón­list­ar­verð­laun­un­um 2019 ári hlaut Guð­rún fern verð­laun. Plata Guð­rún­ar Hvað ef var val­in poppp­lata árs­ins, lag­ið Læt­ur mig sem hún syng­ur með Flóna var val­ið popp­lag árs­ins. Að auki var Guð­rún Ýr val­in söng­kona árs­ins í flokki popp-, rokk-, raf- og hip­hopp­tón­list­ar og hlaut verð­laun fyr­ir tón­list­ar­mynd­band árs­ins við lag­ið Læt­ur mig.