Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2020

Ósk­ar er fædd­ur á Ak­ur­eyri en hef­ur ver­ið bú­sett­ur í Mos­fells­bæ síð­an árið 2003. Hann stund­aði pí­anó- og saxó­fónn­ám við tón­list­ar­skól­ann á Ak­ur­eyri til 1991, lærði við FÍH vet­ur­inn 1991-1992 og lauk blás­ara­kenn­ara­prófi frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1995. Ósk­ar út­skrif­að­ist með masters­gráðu í út­setn­ing­um frá Uni­versity of Miami. Ósk­ar kenndi við tón­list­ar­skóla FÍH frá 1999-2010. Auk pí­anó­leiks og kór­stjórn­ar spil­ar hann á flautu, saxó­fón og klar­in­ett.

Gospel­tónlist er sú teg­und tón­list­ar sem Ósk­ar er þekkt­ast­ur fyr­ir. Hann var stofn­andi og stjórn­andi Gospelkórs Reykja­vík­ur og hef­ur ver­ið tón­list­ar­stjóri Hvíta­sunnu­kirkj­unn­ar í Reykja­vík í tæp 30 ár. Hann hef­ur sett upp fjölda tón­leika, og auk þess gef­ið út sex geisla­plöt­ur og tvo mynddiska með kórn­um í Fíla­delfíu.

Frá ár­inu 2019 hef­ur Ósk­ar starfað sem tón­list­ar­stjóri í Linda­kirkju í Kópa­vogi og stýr­ir þar öfl­ug­um kirkju­kór sem held­ur reglu­lega gospel­tón­leika.

Ósk­ar hef­ur einn­ig kom­ið að tón­list­ar­stjórn­un í leik­húsi og dæg­ur­tónlist. Hann starf­aði við Leik­fé­lag Ak­ur­eyr­ar 1990-1991 og við Borg­ar­leik­hús­ið frá 1991-2001. Þar samdi hann m.a. tónlist við barna­leik­rit­ið Mó­glí, út­setti og stjórn­aði tón­listar­flutn­ingi í Kysstu mig Kata og út­setti tónlist í söng­leikn­um Ann­ie sem sýnd­ur var í Aust­ur­bæ 2006. Ósk­ar hef­ur út­sett og stjórn­að upp­tök­um á geisladisk­um m.a. fyr­ir Pál Rós­inkr­anz, Heru Björk, Ragn­ar Bjarna­son, Garð­ar Cortes, Dísellu Lár­us­dótt­ur, Snör­urn­ar, Stuð­menn og fjöl­marga kóra. Hann hef­ur auk þess unn­ið með tónlist fyr­ir út­varp og sjón­varp.

Árið 2017 út­setti Ósk­ar bakradd­ir fyr­ir lag­ið Paper sem tók þátt í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva fyr­ir Ís­lands hönd. Flytj­andi lags­ins var Svala Björg­vins­dótt­ir og fór Ósk­ar ásamt bakradda­söngvur­um til Kiev í Úkraínu.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00