Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2005

Sím­on hóf gít­ar­nám við Tón­skóla Sig­ur­sveins D. Krist­ins­son­ar hjá Gunn­ari H. Jóns­syni. Vor­ið 1975 lauk hann fulln­að­ar­prófi frá skól­an­um en þá um haust­ið hóf hann nám við Hochschule für Musik und dar­stell­ende Kunst í Vín­ar­borg hjá prof. Karl Scheit. Það­an lauk hann ein­leik­ara­prófi vor­ið 1980.

Sím­on starf­aði síð­an sem gít­ar­kenn­ari við Tón­list­ar­skól­ann í Luzern í Sviss, en hef­ur síð­ast­lið­in 13 ár kennt á gít­ar við Tón­skóla Sig­ur­sveins D. Krist­ins­son­ar. Hann kenn­ir auk þess kennslu­fræði og kammer­tónlist við sama skóla. Sím­on hef­ur sótt nám­skeið, m. a. til Spán­ar, Ítal­íu, Sviss og Aust­ur­rík­is, þar sem kenn­ar­ar hans hafa m. a. ver­ið J. Tom­as, M. Gangi, A. Bat­i­sta, M, Barru­eco, T, Kor­hon­en, O. Ghighlia og D. Rus­sel.

Sím­on hef­ur einnig sér­hæft sig í Flamenco­tónlist og far­ið sér­stak­ar náms­ferð­ir til Spán­ar í þeim til­gangi. Sím­on hef­ur far­ið í marg­ar tón­leika­ferð­ir bæði hér heima og er­lend­is. Hann fór með­al ann­ars í nokkr­ar tón­leika­ferð­ir ásamt aust­ur­ríska gít­ar­leik­ar­an­um Sieg­fried Kobilza, og síð­ar með sænska gít­ar­leik­ar­an­um Tor­vald Nils­son.

Einnig starf­aði Sím­on í nokk­ur ár með aust­ur­ríska org­ell­eik­ar­an­um Orthulf Prunner en þeir gáfu út plötu með sam­leik gít­ars og org­els og síð­ar geisladisk með gít­ar og kla­vi­kord. Einnig gáfu þeir út mynd­band með leik sín­um. Und­an­far­in ár hef­ur Sím­on starf­að með fiðlu­leik­ar­an­um Hlíf Sig­ur­jóns­dótt­ur auk þess að spila ein­leiks­tón­leika. Sím­on hef­ur kom­ið margsinn­is fram í út­varpi og sjón­varpi og hef­ur stjórn­að út­varps­þátt­um um gít­ar og gít­ar­tónlist.

Hann var kos­inn til for­mennsku fyr­ir hags­mun­sam­tök tón­list­ar­manna, Tón­list­ar­banda­lag Ís­lands, 1990 sem stóð m. a. fyr­ir Ári söngs­ins og í tengsl­um við það var gef­in út söng­bók­in Hvað er svo glatt og geisladisk­ur­inn Góðra vina fund­ur.

Sím­on stofn­aði Kammerkór Mos­fells­bæj­ar árið 2003 og hef­ur ver­ið stjórn­andi hans síð­an.