Mál númer 201301126
- 1. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #758
Í framhaldi af bókun bæjarráðs á 1429. fundi eru hér kynntar viðræður við fyrirtækið Upphaf
Afgreiðsla 1436. fundar bæjarráðs samþykkt á 758. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. apríl 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #758
Í framhaldi af bókun bæjarráðs á 1429. fundi eru hér kynntar viðræður við fyrirtækið Upphaf
- 26. mars 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1436
Í framhaldi af bókun bæjarráðs á 1429. fundi eru hér kynntar viðræður við fyrirtækið Upphaf
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að framlengja framkvæmdatíma samkvæmt lóðarleigusamningi til mars 2022 gegn því að lögð verði fram framkæmdaáætlun auk upplýsinga sem staðfesti fjárhagslegt hæfi til að klára verkefnið. Bæjarráð ítrekar að ekki hefur verið vikið frá kröfum samninga, úthlutunarskilmála né deiliskipulags um ásýnd svæðisins, gerð og hönnun mannvirkja á lóðunum.
- 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Erindi frá Gamma þar sem óskað er eftir framlengingu þeirrar framkvæmdaáætlunar sem er í gildi.
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. janúar 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1429
Erindi frá Gamma þar sem óskað er eftir framlengingu þeirrar framkvæmdaáætlunar sem er í gildi.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við erindisritara. Afgreiðslu málsins frestað þar til þeim viðræðum er lokið.
- 28. júní 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #698
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Samþykkt að vísa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og höfundum deiliskipulagsbreytingarinnar." Lögð fram drög að svörum.
Afgreiðsla 439. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 698. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. júní 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #439
Á 437. fundi skipulagsnefndar 26. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Samþykkt að vísa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og höfundum deiliskipulagsbreytingarinnar." Lögð fram drög að svörum.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd í samræmi við framlögð drög að svörum og annast gildistökuferlið.Jafnframt verði skilgreint í byggingarskilmálum að séstaklega verði lögð áhersla á vandað yfirbragð mannvirkja og lóðar og að aðaluppdrættir verði kynntir sérstaklega fyrir nefndinni áður en byggingaráform verða samþykkt.
- 31. maí 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #696
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 varð gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst, ein athugasemd barst.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir athugasemdir íbúa við auglýsingu um breytingar á deiliskipulagi miðbæjarins, þ.e. breytingar á lóðinni Háholti 17-19 sem er lóðin næst Krónunni.
Í greinargerð færir hann rök fyrir því að svo virðist vera að skammtímasjónarmið um meiri hagnað af framkvæmdinni ráði för, frekar en metnaðarfull viðleitni til að styrkja götumyndina og skapa aðstæður fyrir blómlegt mannlíf í miðbæ Mosfellsbæjar. Ef breytingarnar gangi eftir verði miðbærinn eitt samfellt haf af bílastæðum. Fram kemur að þetta sé nú einu sinni miðbærinn okkar sem ekki ætti að hafa yfirbragð verslunarkjarna í úthverfi, heldur lýsa metnaði, þjóna mannlífinu og vera í samhljómi við yfirlýsta stefnu Mosfellsbæjar um heilsueflandi og grænt umhverfi.
Þessum athugasemdum er Íbúahreyfingin hjartanlega sammála og telur að taka beri tillit til þeirra.
Helstu breytingar á Háholti 17-19
Lóðarstærð fer úr 4487 m2 í 5776 m2
Bílakjallari minnkar úr 3826 m2 í 1795 m2
Bílastæðum í kjallara fækkar úr 134 stk. í 50 stk.
Bílastæðum á lóð fjölgar úr 20 stk. í 70 stk.
Nýtingarhlutfall (Nh) fer úr 1,2 í 1,75Bókun fulltrúa D- og V- lista
Bæjarfulltrúar D- og V-lista benda á að málið er í vinnslu á umhverfissviði og kemur aftur til umræðu í skipulagsnefnd og síðan í bæjarstjórn.Afgreiðsla 437. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 696. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. maí 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #437
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 varð gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst, ein athugasemd barst.
Samþykkt að vísa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og höfundum deiliskipulagsbreytingarinnar.
- 22. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #691
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Kynning og umræður. Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn tekur undir bókun fulltrúa M-lista í skipulagsnefnd þess efnis að skipulagið sé ekki hæft til auglýsingar. Skipulagið fer í bága við stefnu í aðalskipulagi og álit rýnishóps íbúa. Talað er um að vanda skuli til verka en samt vantar gögn sem tryggt geta að svo verði, s.s. sneiðingar sem sýna afstöðu gagnvart byggðinni sem fyrir er. Leyfa á svalagangahús í trjássi við skilmála og 5 hæða byggingar án þess að gerð sé skrifleg grein fyrir áhrifum hæðarinnar á birtu og staðbundið veðurfar, þ.e. lífsgæði íbúa. Skv. uppdrætti er útlit fyrir að skuggavarp verði mikið. Það verður dimmt og kalt austanmegin við Bjarkarholt og Háholt og óljóst hvaða áhrif hæð húsanna hefur á birtustig í og við framhaldsskólann og íbúðabyggð hinum megin götunnar.
Íbúahreyfingin telur að þar sem umræddar lóðir eru ekki tengdar við umhverfi sitt með skýringargögnum sé deiliskipulagið ekki tilbúið til auglýsingar.Bókun D- og V-lista
Bæjarfulltrúar D- og V-lista fagna tillögu að nýju deiliskipulagi í miðbæ Mosfellsbæjar. Við teljum að hún muni styrkja heildstæða miðbæjarmynd og efla verslun og þjónusta í bæjarfélaginu. Fjölgun íbúða í miðbænum styður við stefnumörkun svæðiskipulags höfuðborgarsvæðisins um Borgarlínu.Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
- 13. mars 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #432
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Kynning og umræður. Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Nefndin felur umhverfisdeild að huga sérstaklega að uppbroti hæðar húsa, grænu yfirborði bílastæða og ofanvatnslausnum á svæðinu.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd telur deiliskipulagsuppdráttinn ekki tilbúinn til auglýsingar. Allt of mörg bílastæði þekja lungann af útisvæðum lóðanna, enn er lagt til að hluti húsanna verði s.k.svalagangshús þrátt fyrir skýr ákvæði um að slíkt sé óheimilt og einhver húsanna eru fimm hæðir sem er of hátt á þessum stað. Leysa þarf ofangreinda þætti áður en deiliskipulagið verður auglýst. - 8. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #690
Á fundinn mættu arkitektarnir Bjarki G. Halldórsson og Ólafur Axelsson fulltrúar VA arkitekta og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær staldri við áður en farið er í deiliskipulagsbreytingar við Bjarkarholt/Háholt og kalli saman rýnihóp íbúa til að móta nýtt skipulag. Fyrirliggjandi tillögur að nýju skipulagi eiga fátt sameiginlegt með því “græna" skipulagi sem unnið var af íbúum fyrir nokkrum árum. Það liggur því í hlutarins eðli að kalla þá aftur að borðinu.Tillagan er felld með átta gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
Afgreiðsla 431. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 690. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
- 27. febrúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #431
Á fundinn mættu arkitektarnir Bjarki G. Halldórsson og Ólafur Axelsson fulltrúar VA arkitekta og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Kynning og umræður. Skipulagsnefnd heimilar umsækjendum að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
- 25. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #687
Á fundinn mættu arkitektarnir Bjarki G. Halldórsson og Ólafur Axelsson fulltrúar VA arkitekta og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir yfir furðu sinni á fyrirliggjandi tillögu framkvæmdaaðila að skipulagi í Bjarkarholti/Háholti í miðbæ Mosfellsbæjar en hún felur í sér að á þessu litla svæði verði 143 bílastæði og yfir 147 íbúðir í fjölbýlishúsum sem verða 4 til 5 hæðir. Tillagan er ekki í samræmi við skipulag miðbæjarins og auglýstar úthlutunarforsendur sveitarfélagsins árið 2015, auk þess að vera í hróplegu ósamræmi við græna miðbæjarskipulagið sem var niðurstaða víðtækrar rýnivinnu meðal íbúa og D- og V-listi sögðust fyrir kosningar ætla að fylgja eftir. Ef skipulagið verður að veruleika er ljóst að undir stjórn meirihluta D- og V-lista eru það hagsmunir framkvæmdaaðila sem öllu ráða, ekki niðurstaða samráðs við íbúa.
Tillagan er auk þess í miklu ósamræmi við það skipulag í miðbæ Reykjavíkur sem vísað er til sem fyrirmynd hönnuða að skipulagi á ofangreindum reit hvað varðar fjölda bílastæða, útlit og hæð húsa. Íbúahreyfingin mótmælir slíkum vinnubrögðum.Bókun bæjarfulltrúa D- og V-lista
Hér er um grundvallarmisskilning að ræða hjá bæjarfulltrúa M-lista. Málið snýst um tillögu að deiliskipulagi fyrir miðbæ Mosfellsbæjar sem er enn til umfjöllunar í skipulagsnefnd og byggð er á samkomulagi sem gert var að tilstuðlan bæjarráðs um úthlutun lóða við Bjarkarholt og Háholt. Þetta samkomulag var gert í kjölfar auglýsingar um úthlutun lóðanna. Í auglýsingunni var tekið fram að möguleiki væri á frekari þéttingu byggðar í miðbænum, enda hafði skipulagsnefnd ályktað áður að skynsamlegt væri að þétta byggð umfram gildandi skipulag á þessu svæði.
Því er sérstaklega vísað á bug að hér ráði hagsmunir framkvæmdaðila líkt og fram kom í bókun fulltrúa M-lista.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir athugasemd við að verið sé að vinna að breytingu á deiliskipulagi án þess að það komi skýrt fram í titli máls.
Fulltrúar í sveitarstjórn gera heldur ekki samkomulag við framkvæmdaaðila sem er ekki í samræmi við skipulag. Til að gera breytingar á skipulagi þarf lögum skv. að hafa samráð við íbúa. Það hefur ekki verið gert í þessu máli.
Sigrún H PálsdóttirAfgreiðsla 428. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 687. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 17. janúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #428
Á fundinn mættu arkitektarnir Bjarki G. Halldórsson og Ólafur Axelsson fulltrúar VA arkitekta og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Kynning og umræður.
- 23. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #683
Á fundinn mættu arkitektarnir Bjarki G Halldórsson og Ólafur Axelsson fulltrúar VA arkitekta og Upphafs fasteignafélags og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingartillögunni.
Afgreiðsla 424. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 683. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #424
Á fundinn mættu arkitektarnir Bjarki G Halldórsson og Ólafur Axelsson fulltrúar VA arkitekta og Upphafs fasteignafélags og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingartillögunni.
Kynning og umræður.
- 17. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
7. júlí 2016 var undirritað samkomulag milli Mosfellsbæjar og Upphafs fasteignafélags um úthlutun og uppbyggingu íbúðarbyggðar við Bjarkarholt/Háholt í Mosfellsbæ. Skv. samkomulaginu munu aðilar vinna í sameiningu að því að breyta gildandi deiliskipulagi miðbæjar Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 417. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 676. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. ágúst 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #417
7. júlí 2016 var undirritað samkomulag milli Mosfellsbæjar og Upphafs fasteignafélags um úthlutun og uppbyggingu íbúðarbyggðar við Bjarkarholt/Háholt í Mosfellsbæ. Skv. samkomulaginu munu aðilar vinna í sameiningu að því að breyta gildandi deiliskipulagi miðbæjar Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfunda skipulagsbreytingarinnar varðandi framhald málsins.
- 6. júlí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #675
Farið yfir stöðu mála vegna úthlutunar á lóðum við Bjarkarholt/Háholt.
Afgreiðsla 1265. fundar bæjarráðs samþykkt á 675. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. júlí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #675
Bæjarstjóri fer fyrir stöðu mála vegna úthlutunar á lóðum við Bjarkarholt/Háholt.
Afgreiðsla 1264. fundar bæjarráðs samþykkt á 675. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. júlí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #675
Farið yfir stöðu mála vegna úthlutunar á lóðum við Bjarkarholt/Háholt.
Afgreiðsla 1264. fundar bæjarráðs samþykkt á 675. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. júlí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #675
Farið yfir stöðu mála vegna úthlutunar á lóðum við Bjarkarholt/Háholt.
- 30. júní 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1265
Farið yfir stöðu mála vegna úthlutunar á lóðum við Bjarkarholt/Háholt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta lóðum við Bjarkarholt 1A-9A og Háholt 23 til Upphafs fasteignafélags slhf. og að heimila bæjarstóra að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðabyggðar á lóðunum.
- 23. júní 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1264
Bæjarstjóri fer fyrir stöðu mála vegna úthlutunar á lóðum við Bjarkarholt/Háholt.
Umræður fóru fram en afgreiðslu frestað til næsta fundar.
- 11. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #671
Tillaga um úthlutun lóða við Bjarkarholt/Háholt. Erindi þessu var frestað á síðasta fundi.
Afgreiðsla 1257. fundar bæjarráðs samþykkt á 671. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #671
Tillaga um úthlutun lóða við Bjarkarholt/Háholt.
Afgreiðsla 1256. fundar bæjarráðs samþykkt á 671. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. maí 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1257
Tillaga um úthlutun lóða við Bjarkarholt/Háholt. Erindi þessu var frestað á síðasta fundi.
Samþykkt með þremur atkævðum að ganga til samninga við Upphaf fasteignafélag slhf. um úthlutun lóða við Bjarkarholt/Háholt.
- 28. apríl 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1256
Tillaga um úthlutun lóða við Bjarkarholt/Háholt.
Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu, mætti á fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Leitað er heimildar bæjarráðs til heimila bæjarstjóra að hefja viðræður við hæfa bjóðendur í lóðir við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
Afgreiðsla 1249. fundar bæjarráðs samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. mars 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1249
Leitað er heimildar bæjarráðs til heimila bæjarstjóra að hefja viðræður við hæfa bjóðendur í lóðir við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að hefja viðræður við hæfa bjóðendur í lóðir við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 um mögulega úthlutun lóðanna.
- 7. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #657
Drög að samkomulagi við Alefli vegna úthlutunar lóða við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 kynnt og lögð fyrir bæjarráð, ásamt úthlutunarskilmálum.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn fresti afgreiðslu á þeirri ákvörðun bæjarráðs að samþykkja samkomulag Mosfellsbæjar og byggingarfyrirtækisins Aleflis um mögulega úthlutun á 5 fjölbýlishúsalóðum við Bjarkarholt 1-9 og Háholti 23. Meginástæðan er sú að úthlutunarskilmálar liggja ekki fyrir. $line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu. $line$$line$Afgreiðsla 1228. fundar bæjarráðs samþykkt á 657. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur fráleitt að fulltrúar D-, S- og V-lista í bæjarstjórn skuli ætla að samþykkja samkomulag við Alefli um mögulega úthlutun 5 fjölbýlishúsalóða í miðbæ Mosfellsbæjar án þess að fyrir liggi sérstakir úthlutunarskilmálar sem tryggja hagsmuni sveitarfélagsins en hlutverk bæjarstjórnar er ekki síst að sjá til þess. Þannig liggur til dæmis ekki fyrir í hvaða lóðaröð uppbyggingin verður. Ef sú staða kemur upp að Háholt 23 sé látið mæta afgangi er sú hætta fyrir hendi að lóðarhafi annað hvort geti ekki eða vilji ekki ljúka verkinu og bærinn sitji áfram uppi með Háholt 23 sem óleyst vandamál. Fyrir utan að úthlutunarskilmála vanti er líka það ójafnræði sem þetta fyrirkomulag um úthlutun felur í sér. Aðrir en Alefli þurfa að reiða fram 110 milljónir strax í upphafi til að fá lóðirnar, á meðan það er óljóst hvað það mun kosta Alefli að koma til móts við kröfur Mosfellsbæjar um uppbyggingu á skipulagsreitnum við Háholt 23. Það að spyrða saman, í hinni fyrirhuguðu úthlutun, hagsmuni bæjarins og einkafyrirtækis er varasamt í sjálfu sér. Það eykur til muna hættuna á ágreiningi og málaferlum og samrýmist hvorki gagnsærri, né góðri stjórnsýslu. Íbúahreyfingin leggur því áherslu á að samin verði lausn sem gerir öllum umsækjendum um lóðirnar jafn hátt undir höfði.$line$$line$Bókun S lista Samfylkingarinnar$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja mikilvægt að hefja uppbyggingu í miðbæ Mosfellsbæjar. Til að uppbygging geti átt sér stað samkvæmt gildandi deiliskipulagi miðbæjar þarf húsið Háholt 23 að víkja og á því þurfti að finna lausn sem ekki væri íþyngjandi fyrir bæjarsjóð. Það hús er í eigu þeirra aðila sem sækjast eftir byggingarrétti á lóðunum við Bjarkarholt 1-9. Markmiðið með að tengja úthlutun Bjarkarholtslóðanna við framtíð hússins að Háholti 23 er að uppbygging miðbæjarins geti hafist í samræmi við deiliskipulag og að koma í veg fyrir að kostnaður við uppkaup hússins lendi áskattgreiðendum í Mosfellsbæ. Einnig erum við sammála því áliti sem fram kemur i minnisblaði lögmanns að sú leið sem hér er valin tryggi jafnræði og gagnsæi sem lög og reglur kveða á um. $line$$line$Bókun D og V lista Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs$line$Til afgreiðslu fyrir þessum bæjarstjórnarfundi liggur tillaga um að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Alefli ehf um að Mosfellsbær geti auglýst lóðir í miðbæ Mosfellsbæjar lausar til umsóknar. Jafnframt að núverandi bygging við Háholt 23 sem er í eigu Aleflis ehf víki eða verði endurbyggð. Þetta samkomulag er grundvallarforsenda þess að hægt sé að gera úthlutunarskilmála fyrir lóðirnar. Því gætir mikils misskilnings í málflutningi íbúahreyfingarinnar. Að öðru leyti taka bæjarfulltrúar V og D-lista undir bókun Samfylkingarinnar í þessu máli.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gefur lítið fyrir útskýringar D-lista um misskilning. Ekki verður séð hvernig bæjarstjórn getur gengið frá samkomulagi við Alefli um mögulega úthlutun án þess að úthlutunarskilmálar liggi fyrir. Ekkert hefur komið fram í máli D-lista sem breytir þeirri staðreynd.
- 24. september 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1228
Drög að samkomulagi við Alefli vegna úthlutunar lóða við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 kynnt og lögð fyrir bæjarráð, ásamt úthlutunarskilmálum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur mjög óeðlilegt að Mosfellsbær tengi saman í útboði lóðir sem eru undir mismunandi eignarhaldi, annar vegar bæjarins og hins vegar aðila sem þegar á eina af lóðunum, þ.e. Háholt 23 og vitað er að vill fá Bjarkarholtslóðirnar til að byggja á.
Sú krafa að væntanlegum bjóðanda í fjölbýlishúsalóðirnar 5 við Bjarkarholt 1-3 og 5-9 verði gert að kaupa húsið við Háholt 23 á fullu fasteignamatsverði fyrir 110 milljónir kr. til niðurrifs er mjög íþyngjandi og að sama skapi ívilandi fyrir þann verktaka sem á þá lóð. Líkleg afleiðing útboðsskilmálans er að enginn byggingaraðili sjái sér fært að taka þátt í útboðinu þannig að 7 fjölbýlishúsalóðir, sem rúma á bilinu 9-17 íbúðir hver, eru líklegar til að falla eiganda hússins að Háholti 23 sjálfkrafa í skaut.
Það eru í hæsta máta óvenjuleg vinnubrögð að sveitarfélag rugli saman reitum við húseigendur og lóðarhafa með þessum hætti í útboði. Venjan er að sveitarfélög semji um uppkaup húsa til niðurrifs og leysi til sín til að greiða leið fyrir útboði á frjálsum markaði. Það er mat Íbúahreyfingarinnar að uppkaupin hefðu átt að eiga sér stað um það leyti sem deiliskipulagi miðbæjarins var breytt 2010. Það hefði verið faglega nálgunin og sú aðferð sem önnur sveitarfélag nota.
Íbúahreyfingin styður hvorki þau vinnubrögð sem viðhafa á í útboðinu, né í aðdraganda þess og mun því ekki styðja fyrirliggjandi samning.Bókun V-, D- og S-lista:
Það er afstaða bæjarráðs að mikilvægt sé að hefja uppbyggingu í miðbæ Mosfellsbæjar á sama tíma þarf húsið við Háholt 23 að víkja í núverandi mynd. Sú leið sem hér er lögð til tryggir best gagnsæi og jafnræði bjóðenda og stendur best vörð um hagsmuni bæjarbúa.Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstóra að ganga frá samkomulagi við Alefli á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga. Jafnframt er umhverfissviði falið að auglýsa umræddar lóðir í miðbæ Mosfellsbæjar í samræmi við framlagt minnisblað.
- 23. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #656
Drög að samkomulagi við Alefli vegna úthlutunar lóða við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 kynnt og lögð fyrir bæjarráð.
Afgreiðsla 1227. fundar bæjarráðs samþykkt á 656. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum, gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
- 17. september 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1227
Drög að samkomulagi við Alefli vegna úthlutunar lóða við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 kynnt og lögð fyrir bæjarráð.
Umræður fóru fram.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Alefli ehf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um uppbyggingu lóða við Bjarkarholt samkvæmt deiliskipulagi miðbæjar.
Afgreiðsla 1195. fundar bæjarráðs samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. janúar 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1195
Alefli ehf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um uppbyggingu lóða við Bjarkarholt samkvæmt deiliskipulagi miðbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.
- 23. janúar 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #597
Alefli ehf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um uppbyggingu lóða við Bjarkarholt 1, 3, 5, 7 og 9 samkvæmt deiliskipulagi miðbæjar.
Afgreiðsla 1104. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 10. janúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1104
Alefli ehf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um uppbyggingu lóða við Bjarkarholt 1, 3, 5, 7 og 9 samkvæmt deiliskipulagi miðbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.