22. mars 2017 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með níu atkvæðum að taka mál 201606158, Fossatunga, Gatnagerð í Leirvogstungu, og mál 201702161, Gæðahandbók Mosfellsbæjar, sem afgreidd voru á 1297. fundi bæjarráðs, á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1297201703006F
Fundargerð 1297. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 691. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Umsögn um frumvarp til laga um breyt. á lögum um verslun með áfengi og tóbak 201703051
Gefin er kostur á að koma að umsögn um frumvarpið fyrir 17. mars nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Fram er lögð eftirfarandi tillaga:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar beinir því til alþingismanna að samþykkja ekki áfengisfrumvarp það sem liggur fyrir Alþingi.Íslenskt samfélag hefur náð mjög góðum árangri í að minnka áfengisneyslu ungmenna, það sýna rannsóknarniðurstöður og þar hafa sveitarfélögin lagt þung lóð á vogarskálar. Fjöldi félaga og stofnana innan heilbrigðiskerfis og á sviði félagsþjónustu sem og frjálsra samtaka sem vinna að betri hag barna og ungmenna, leggjast gegn samþykkt þessa frumvarps á grunni innlendra og erlendra rannsóknarniðurstaðna sem sýna skaðleg áhrif aukins aðgengis að áfengi á ungt fólk.
Allar rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi eykur sölu þess og um leið vaxa þau vandamál sem áfengisneysla hefur í för með sér. Landlæknisembættið og einstakir læknar hafa bent á þau tengsl sem eru á milli vaxandi framboðs á áfengi og aukinnar tíðni sjúkdóma og vandamála sem bæði eru af andlegum, líkamlegum og félagslegum toga og skaða verulega lýðheilsu þjóðarinnar.
Félagslegar afleiðingar áfengisneyslu koma oftar en ekki til kasta sveitarfélaganna og því eru það hagsmunir sveitarfélaga, fyrir hönd barna og ungmenna, að sporna gegn því að aðgengi að áfengi verði rýmkað frá því sem nú er.
Tillagan er samþykkt með sjö atkvæðum. Haraldur Sverrisson og Theódór Kristjánsson, bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
Afgreiðsla 1297. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Okkar Mosó 201701209
Lagðar fram tillögur að hugmyndum sem fara áfram í íbúakosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1297. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Fossatunga, Gatnagerð í Leirvogstungu 201606158
Óskað er heimildar að bjóða út gatnagerð í Fossatungu og áfangaskipta í samræmi við meðfylgjandi minnisblað
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1297. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Gæðahandbók Mosfellsbæjar 201702161
Gæðahandbók Mosfellsbæjar: staða verkefna
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1297. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Viðhald á húsnæði bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar 201703078
Bæjarstjóri gerir grein fyrir niðurstöðu úttektar á húsnæði bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar í Kjarna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1297. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1298201703013F
Fundargerð 1298. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 691. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Ársreikningur Strætó bs. 2016 201703103
Ársreikningur Strætó bs 2016
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1298. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Uppgjör endurvinnslustöðva 2016 201703136
Uppgjör vegna reksturs endurvinnslustöðva Sorpu og sveitarfélaganna 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1298. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Stórikriki - Síðari dómsmál vegna Krikaskóla. 201610036
Niðurstaða dómsmála vegna Stórakrika kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1298. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Desjamýri 9 / Umsókn um lóð 201702178
Upplýsingar frá lóðarhafa lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1298. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Desjamýri 9 / Umsókn um lóð 201702172
Upplýsingar lóðarhafa lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1298. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd 201503558
Óskað er heimildar bæjarráðs að semja við lægstbjóðanda í útboði á eftirliti og byggingarstjórnun Helgafellsskóla. Jafnframt lögð fram framvinduskýrsla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1298. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Nordjobb - sumarstörf 2017 201703165
Nordjobb óskar eftir því að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu og ráði tvo NOrdjobbara til starfa sumarið 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1298. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Umsögn um frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna) 201703192
Umsögn um frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1298. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Yrkjusjóður - beiðni um stuðning fyrir árið 2017 201611276
Bæjarráð vísaði erindinu aftur til umsagnar umhverfisnefndar. Umsögn umhverfisnefndar lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir yfir ánægju sinni með þann viðsnúning sem endurspeglast í ákvörðun bæjarráðs að styrkja “Yrkju-sjóð æskunnar til ræktunar landsins?. Fulltrúar Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd og bæjarstjórn hafa endurtekið lagt til að Mosfellsbær styrki sjóðinn en því verið hafnað þar til nú.
Verkefnið er göfugt því það er til þess fallið að efla umhverfisvitund nemenda. Skólakrakkar fá að spreyta sig á skógrækt og öðlast um leið tilfinningu fyrir umhverfinu og hvernig hægt er að hlúa að því. Íbúahreyfingin gleðst því yfir styrkveitingunni og finnst að peningunum sé sérstaklega vel varið.Afgreiðsla 1298. fundar bæjarráðs samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 335201703011F
Fundargerð 335. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 691. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Reglur um skólaakstur 201703097
Lagt fram til staðfestingar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 335. fundar fræðslunefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar á menntun án aðgreiningar á Íslandi 201703064
Lagt fram til upplýsinga og kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 335. fundar fræðslunefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017 201701266
Lögð fram ósk umhverfisnefndar um tillögur frá öllum nefndum bæjarins að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkefnalistann skal velja út frá þeim verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Frestur til að skila inn tillögum er til 1. mars 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 335. fundar fræðslunefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Skóladagatöl 2017-2018 201611087
Lagt fram til staðfestingar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 335. fundar fræðslunefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 432201703008F
Fundargerð 432. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 691. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2017 201611238
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17.janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir árið 2017." Frestað á 431. fundi. Lögð fram endurbætt tillaga að starfsáætlun fyrir skipulagsnefnd árið 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Bifreiðastöður við Brekkutanga 201603425
Á 416. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við framlagt minnisblað." Lagður fram uppdráttur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Athafnasvæði í Mosfellsbæ möguleg breyting á svæðisskipulagi. 201612069
Lögð fram gögn vegna mögulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins hvað mörk vaxtalínu varðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi M-listi Íbúahreyfingarinnar telur gögnin sem fylgja erindinu ófullnægjandi og getur í ljósi þess ekki samþykkt að Mosfellsbær óski eftir breytingum á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem ganga út á að stækka vaxtamörk bæjarfélagsins.Bókun D- og V-lista
Bæjafulltrúar D- og V- lista mótmæla því að gögnin sem fylgja málinu séu ófullnægjandi. Fyrir liggur samanburðarskýrsla unnin af sérfræðingum VSÓ ráðgjafar af mögulegum svæðum sem hentað gæti grænum og orkufrekum iðnaði á höfuðborgarsvæðinu. Einnig liggur fyrir minnisblað þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir breytingum á svæðisskipulagi unna af sömu aðilum.Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
4.4. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt) 201301126
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Kynning og umræður. Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn tekur undir bókun fulltrúa M-lista í skipulagsnefnd þess efnis að skipulagið sé ekki hæft til auglýsingar. Skipulagið fer í bága við stefnu í aðalskipulagi og álit rýnishóps íbúa. Talað er um að vanda skuli til verka en samt vantar gögn sem tryggt geta að svo verði, s.s. sneiðingar sem sýna afstöðu gagnvart byggðinni sem fyrir er. Leyfa á svalagangahús í trjássi við skilmála og 5 hæða byggingar án þess að gerð sé skrifleg grein fyrir áhrifum hæðarinnar á birtu og staðbundið veðurfar, þ.e. lífsgæði íbúa. Skv. uppdrætti er útlit fyrir að skuggavarp verði mikið. Það verður dimmt og kalt austanmegin við Bjarkarholt og Háholt og óljóst hvaða áhrif hæð húsanna hefur á birtustig í og við framhaldsskólann og íbúðabyggð hinum megin götunnar.
Íbúahreyfingin telur að þar sem umræddar lóðir eru ekki tengdar við umhverfi sitt með skýringargögnum sé deiliskipulagið ekki tilbúið til auglýsingar.Bókun D- og V-lista
Bæjarfulltrúar D- og V-lista fagna tillögu að nýju deiliskipulagi í miðbæ Mosfellsbæjar. Við teljum að hún muni styrkja heildstæða miðbæjarmynd og efla verslun og þjónusta í bæjarfélaginu. Fjölgun íbúða í miðbænum styður við stefnumörkun svæðiskipulags höfuðborgarsvæðisins um Borgarlínu.Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
4.5. Blesabakki 1 - fyrirspurn vegna stækkunar á hesthúsi, breyting á deiliskipulagi 201610198
Á 429. fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita álits næstu nágranna Blesabakka 1 og stjórnar Hestamannafélagsins Harðar." Álit frá einum nágranna hefur borist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Hesthúsalóð á Varmárbökkum 201701072
Á 1295. fundi bæjarráðs 23. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Frístundalóð í Úlfarsfellslandi við Hafravatn lnr. 125506 - breyting á deiliskipulagi 201702203
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags." Lagt fram erindi frá umsækjanda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir 201605282
Á 419. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst, engar athugasemdir bárust. Tillagna var send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagið er ekki samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags. Borist hefur erindi frá umsækjanda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.9. Sandskeiðslína 1 - Landsnet - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Sandskeiðslínu 1 201701026
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: 'Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu Landsnets um málið fyrir bæjarstjórn, skipulagsnefnd og umhverfisnefnd. ' Haldin var kynning 31. janúar 2017 fyrir bæjarstjórn, skipulagsnefnd og umhverfisnefnd. Frestað á 431. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalMynda- og kortahefti_forsíða og skrá.pdfFylgiskjalViðaukar - forsíða og skrá.pdfFylgiskjalViðauki 1 - Fuglar og gróður.pdfFylgiskjalViðauki 2 - Frumrannsóknir á gróðurskemmdum.pdfFylgiskjalViðauki 3 - Jarðfræði og jarðmyndanir.pdfFylgiskjalViðauki 4 - Ferðaþjónusta og útivist.pdfFylgiskjalViðauki 6 - Jarðstrengir og loftlínur.pdfFylgiskjalViðauki 7 - Hljóðvist, raf- og segulsvið.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur - Matsskýrsla.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur_Viðauki 8.pdfFylgiskjalÁlit Skipulagsstofnunar_2009.09.17.pdfFylgiskjallýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis.pdfFylgiskjalLýsing mannvirkja frh..pdfFylgiskjalBreytingar á flutningskerfinu við höfuðborgarsvæðið, fyrirhugaðar framkv....pdfFylgiskjal2509-367-AHM-001-V14 Áhættumat vegna vatnsverndar fyrir SS1 og SAN.pdf
4.10. Deiliskipulag Miðbæjar - breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Háholt 16-24 201703118
Á fundinn mættu arkitektarnir Páll Gunnlaugssson og Þorsteinn Helgason fulltrúar ASK arkitekta og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.11. Tengivirki Landsnets á Sandskeiði - ósk um gerð deiliskipulags 201610030
Á fundinn mætti Eva Dís Þórðardóttir fulltrúi Eflu gerði grein fyrir deiliskipulagstillögunni. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir tengivirki Landsnets á Sandskeiði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.12. Tengivegur á milli Þverholts og Leirvogstungu - breyting á deiliskipulagi 201612093
Á 427. fundi skipulagsnefndar 13. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: " Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá Strætó bs." Tillagan var auglýst frá 16. janúar til og með 27. febrúar 2017. Ein athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.13. Kæra til ÚUA v/deiliskipulagsskilmála Bjargs í Mosfellsbæ 201507121
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 23. febrúar 2017 varðandi mál nr. 52/2015 kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar frá 19. júní 2015 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi með Varmá frá Reykjalundarvegi að Húsadal vegna lóðarinnar Bjargs í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.14. Ósk um deiliskipulagningu og framlengingu á leigusamningi lóðar 201702141
Á 1295. fundi bæjarráðs 23. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa skipulagshluta erindisins til umsagnar skipulagsnefndar og ósk um framlengingu á leigusamningi til umsagnar lögmanns."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.15. Blágrænar ofanvatnslausnir 201611139
Kynning á leiðbeiningabæklingi um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í skipulagi nýrra hverfa. Vísað til skipulagsnefndar af umhverfisnefnd 6.12.2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.16. Hulduhólasvæði í Mosfellsbæ - tillaga að breytingu á deiliskipulagi 201611227
Á 426. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: " Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 16. janúar til og með 27. febrúar 2017. Athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.17. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - ósk um breytingu á aðalskipulagi 201612360
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að ræða við bréfritara." Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi hafa átt fund með bréfritara og landeiganda. Borist hefur nýtt erindi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.18. Reykjahvoll 4 - ósk um breytingu á deiliskipulagi - fjölgun lóða að Reykjahvol 4. 201702312
Borist hefur erindi frá Sigurfinni Þorsteinssyni og Sigríði Pétursdóttur dags. 27. febrúar 2017 varðandi fjölgun lóða að Reykjahvoli 4.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.19. Helgafellsskóli-kynning fyrir skipulagsnefnd 201702088
Kynning byggingarfulltrúa á byggingu Helgafellsskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.20. Biðskyldur í Krikahverfi 201702126
Lögð fram tillaga að staðsetningu biðskyldumerkja á Krikahverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.21. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017 201701266
Lögð fram ósk umhverfisnefndar um tillögur frá öllum nefndum bæjarins að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkalistan skal velja út frá þeim verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Frestur til að skila inn tillögum er til 1. mars 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.22. Reykjahvoll 26, Umsókn um byggingarleyfi 201702120
Bjarni Blöndal Garðatorgi 17 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 26 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: íbúð 1. hæð 175,5 m2, bílgeymsla/geymsla 39,1 m2, 2. hæð 45,8 m2, 903,4 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um málið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.23. Desjamýri 6,bil 0102, Umsókn um byggingarleyfi 201702232
Húsasteinn Dalhúsum 54 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu og stáli áður samþykkt iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 6 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 608,0 m2, 7042,1 m3.
Stærð eftir breytingu: 1239,3 m2 10175,3 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um málið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.24. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 16 201703003F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.25. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 305 201703010F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 175201703004F
Fundargerð 175. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 691. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Kirkjugarður í hliðum Úlfarsfells - drög að matsáætlun. 201702115
Lögð fram drög Reykjavíkurborgar að matsáætlun fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 175. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Sandskeiðslína 1 - Landsnet - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Sandskeiðslínu 1 201701026
Lögð fram til kynningar umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Sandskeiðslínu 1
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 175. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- Fylgiskjal2509-367-AHM-001-V14 Áhættumat vegna vatnsverndar fyrir SS1 og SAN.pdfFylgiskjalBreytingar á flutningskerfinu við höfuðborgarsvæðið, fyrirhugaðar framkv....pdfFylgiskjalLýsing mannvirkja frh..pdfFylgiskjallýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis.pdfFylgiskjalÁlit Skipulagsstofnunar_2009.09.17.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur_Viðauki 8.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur - Matsskýrsla.pdfFylgiskjalViðauki 7 - Hljóðvist, raf- og segulsvið.pdfFylgiskjalViðauki 6 - Jarðstrengir og loftlínur.pdfFylgiskjalViðauki 4 - Ferðaþjónusta og útivist.pdfFylgiskjalViðauki 3 - Jarðfræði og jarðmyndanir.pdfFylgiskjalViðauki 2 - Frumrannsóknir á gróðurskemmdum.pdfFylgiskjalViðauki 1 - Fuglar og gróður.pdfFylgiskjalViðaukar - forsíða og skrá.pdfFylgiskjalMynda- og kortahefti_forsíða og skrá.pdfFylgiskjal5. hluti_Líkanmyndir.pdfFylgiskjal4. hluti_Sýnileikakort.pdf
5.3. Opinn fundur umhverfisnefndar 2017 201703029
Umræða um opinn fund umhverfisnefndar sem fyrirhugaður er þann 18. maí 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 175. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Yrkjusjóður - beiðni um stuðning fyrir árið 2017 201611276
Bæjarráð vísaði erindinu aftur til umsagnar umhverfisnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 175. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2016 201701282
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2016 til nefnda bæjarins til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 175. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 691. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 305201703010F
Fundargerð 305. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 691. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Desjamýri 6,bil 0102, Umsókn um byggingarleyfi 201702232
Húsasteinn Dalhúsum 54 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu og stáli áður samþykkt iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 6 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 608,0 m2, 7042,1 m3.
Stærð eftir breytingu: 1239,3 m2 10175,3 m3Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 691. fundi bæjarstjórnar.
6.2. Laxatunga 105-109X-Umsókn um byggingarleyfi 201702251
X-jb ehf. Tjarnarbrekku 2 Garaðbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 105, 107 og 109 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 105, íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
Nr. 107, íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
Nr. 109, íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 691. fundi bæjarstjórnar.
6.3. Leirvogstunga 22 /Umsókn um byggingarleyfi 201702263
Björgvin Jónsson Leirvogstungu 22 sækir um leyfi til að rífa núverandi bílgeymslu og byggja úr steinsteypu og timbri nýja bílgeymslu og stigahús á lóðinni nr. 22 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð bílgeymslu 76,5 m2, stigahús 14,9 m2, 272,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 691. fundi bæjarstjórnar.
6.4. Lerkibyggð 1-3 /Umsókn um byggingarleyfi 201702250
Finnbogi R Jóhannesson Arnarhöfða 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri, parhús á lóðinni nr. 1-3 við Lerkibyggð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 1, 118,4 m2, 459,4 m3.
Nr. 3, 141,2 m2, 549,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 691. fundi bæjarstjórnar.
6.5. Reykjahvoll 26, Umsókn um byggingarleyfi 201702120
Bjarni Blöndal Garðatorgi 17 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 26 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: íbúð 1. hæð 175,5 m2, bílgeymsla/geymsla 39,1 m2, 2. hæð 45,8 m2, 903,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 691. fundi bæjarstjórnar.
6.6. Urðarholt 4. Umsókn um byggingarleyfi, breyting innanhúss. 201611225
Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja svalir og innrétta 3 íbúðir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.
Á 429. fundi skipulagsnefndar var gerð svohljóðandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við málið og felur byggingafulltrúa afgreiðslu þess þegar fullnægjandi gögn hafa borist".Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 691. fundi bæjarstjórnar.
6.7. Vogatunga 61-69, Umsókn um byggingarleyfi 201702253
Fagverk ehf. Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 61,63,65,67 og 69 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 61, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3.
Nr. 63, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3.
Nr. 65, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3.
Nr. 67, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3.
Nr. 69, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 38,0 m2, 2. hæð 121,9 m2, 857,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 691. fundi bæjarstjórnar.
6.8. Í Þormóðsdalslandi 125606, Umsókn um byggingarleyfi 201703113
Nikulás Hall Neðstabergi 18 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús í landi Þormóðsdals, landnr. 125606 í samræmi við framlögð gögn og deiliskipulag lóðarinnar.
Jafnframt er sótt um leyfi til að tengja bústaðinn við rafmagn fyrir ljós og hita.
Stærð 93,0 m2, 342,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 305. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 691. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 439. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201703052
Fundargerð 439. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram.
8. Fundargerð 261. fundar Stætó bs201703187
Fundargerð 261. fundar Stætó bs
Lagt fram.
- FylgiskjalRE: Strætó - fundargerð stjórnar nr. 261 0303 2017.pdfFylgiskjalÁrsreikningur Strætó bs. 2016.pdfFylgiskjalÁrsuppgjör 2016 kynning stjórn 0303 2017.pdfFylgiskjalEndurskoðunarnefnd, vegna endurskoðunar ársreiknings 2016, dags 2. mars 2017.pdfFylgiskjalFundargerð stjórnarfundur 261 0303 2017.pdfFylgiskjalStrætó endurskoðunarskýrsla 2016.pdf
9. Fundargerð 358. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201703188
Fundargerð 358. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.