23. janúar 2013 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1103201212014F
Fundargerð 1103. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 597. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæði varðandi verkferla við hundaeftirlit 201211007
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis leggur fram til umfjöllunar og afgreiðslu verkferla varðandi hundaeftirlit á starfssvæði sínu.
1097. fundur bæjarráðs vísaði erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1103. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.2. Erindi Hestamannafélagsins Harðar vegna útgáfu á sögu félagsins 201211059
Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarins vegna útgáfu á bókar í tilefni af 60 ára sögu félagsins.
Áður á dagskrá 1098. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar menningarmálanefndar. Hjálögð er umsögnin.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1103. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.3. Virkni 2013 201212013
Vinna og Virkni átaki til atvinnu 2013.
Áður á dagskrá 1101. fundar bæjarráðs þar sem erindið var lagt fram.
Fram er lagt minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs þar sem gerð er frekari grein fyrir verkefninu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1103. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Bókun.$line$Íbúahreyfingin skorar á bæjarstjórn að verja þeim peningum sem ætlað er í Virkni 2013 til þess að skapa varanleg störf og nýta til þess þann dýrmæta mannauð sem verkefninu er ætlað að sinna í stað þess að búa til sérstök tímabundin störf eða niðurgreiða vinnuafl eins og ætlunin er að gera.$line$Við viljum sem dæmi benda á bláberjarækt en Kanada flytur út bláber fyrir 30 milljarða króna á ári. Mosfellsbær gæti sett upp slíka ræktun, enda er hér nægt rými og næg orka en skortur á framsýnum fjárfestum.$line$$line$Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.
1.4. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Þrettándabrennu 201212095
Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsögn um þrettándabrennu neðan Holtahverfis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1103. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.5. Minnisblað verkefnastjóra þróunar- og gæðamála á fjölskyldusviði varðandi uppgjör vegna launakostnaðar Skálatúnsheimilisins árið 2011 201212124
Minnisblað verkefnastjóra þróunar- og gæðamála á fjölskyldusviði varðandi uppgjör vegna launakostnaðar Skálatúnsheimilisins árið 2011.
Hjálagt er minnisblað verkefnastjórans varðandi málið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1103. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1104201301009F
Fundargerð 1104. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 597. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi lánamál og ábyrgðir 201103056
Álit Innanríkisráðuneytisins frá 21. desember 2012 sem ráðuneytið hefur haft til meðferðar varðandi ábyrgðarveitingu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun D og V-lista.$line$Forsaga málsins er sú að á árinu 2008 skulduðu Helgafellsbyggingar Mosfellsbæ um 200 milljónir vegna samnings um uppbyggingu í Helgafellshverfi. Samningsaðilar ákváðu að skuldin yrði gerð upp með útgáfu víxla. Til tryggingar greiðslu víxlanna fékk bærinn veð í annarsvegar byggingarrétti á tveimur fjölbýlishúsalóðum við Gerplustræti með um 57 íbúðum og hins vegar einbýlishús við Brekkuland. Til að gera skuldina upp seldi Mosfellsbær víxlana og gekkst þar með undir s.k. framsals- eða seljandaábyrgð. Ekki er ágreiningur um að bænum hafi verið heimilt að taka víð víxlunum sem greiðslu. Það er hinsvegar álitamál hvort framsalsábyrgðin sé í samræmi við 6.mgr.73. gr. sveitarstjórnarlaga. Innanríkisráðuneytið og LEX lögmannsstofa telja svo ekki vera en Juris lögmannsstofa og KPMG endurskoðun eru á gagnstæðri skoðun. Bæjarfulltrúum D- og V-lista þykir miður að möguleiki sé fyrir hendi að í þessu máli hafi ekki verið farið að lögum. Það skal þó fullyrt að bæjarfulltrúar sem og embættismenn sem að málinu komu unnu í góðri trú um að ekkert væri athugavert við málsmeðferðina. Að málinu unnu löglærðir embættismenn og endurskoðendur bæjarins og allir bæjarfulltrúar hvar í flokki sem þeir stóðu samþykktu gjörninginn enda talin besta leiðin til að tryggja hag bæjarins.$line$Það var mat manna á þessum tíma að sala víxlanna væri eina leiðin til að fá skuldina greidda enda gekk það eftir. Bærinn gengur frá málinu fullkomlega skaðlaus, skuldin er uppgerð að fullu og veðin sem bærinn tók fyrir greiðslu skuldarinnar hafa verið afhent núverandi skuldareiganda sem er Landsbankinn. Vissulega er slæmt að um framsalsábyrgðina sé deilt á meðal lögmanna en mest um vert er að bærinn hlýtur ekki fjárhagslega skaða.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa S-lista Samfylkingar.$line$Mál þetta á rætir sínar að rekja allt til júli mánaðar 2008 er samþykkt var að freista þess að tryggja fjárhagslega hagsmuni bæjarins með því að samþykkja greiðslu í formi víxils frá Helgafellsbyggingum, með tryggingu sem metnar voru á þeim tíma fullnægjandi, sem síðan yrði seldur með hefðbundinni seljandaábyrgð. Að þessu máli kom lögfræðingur sem þá gengdi stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs tímabundið. Engar efasemdir komu fram um að ekki væri fyllilega lagalega rétt staðið að málum. Þróun málsins allt til september 2009 var af sama meiði og engar efasemdir uppi um lögmæti þess. Haustið 2010 koma fram ábendingar að gjörningur þessi gæti stangast á við lög og var því samþykkt að leita álits lögmansstofunnar LEX sem kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið farið að sveitarstjórnarlögum. Í framhaldi af þeirri niðurstöðu var samþykkt að leita álits Innanríkisráðuneytisins sem nú liggur fyrir þar sem komist er að sömu niðurstöðu og hjá lögmansstofunni LEX. Jafnframt liggur fyrir álit frá Juris slf. þar sem komist er að annari niðurstöðu og m.a.bent á hæstaréttardóm því til stuðnings. Ljóst er að um lögfræðilegt álitamál er að ræða og að ekki næst endanleg niðurstaða nema fyrir dómstólum. Burt séð frá lögfræðilegum ágreiningi í máli þessu er ljóst að Mosfellsbær hefur ekki skaðast fjárhagslega af þessum viðskiptum við Helgafellsbyggingar. Þvert á móti voru hagsmunir bæjarins tryggðir og komið í veg fyrir fjárhagslegan skaða sem þó réttlætir ekki lögbrot ef um það hefur verið að ræða.$line$Til að tryggja eins og kostur er að ávallt sé farið að lögum ber nauðsyn til að endurbæta verkferla hvað lögfræðileg álitamál varðar.$line$ $line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$$line$Nú er ljóst skv. Innanríkisráðuneytinu að "sú ákvörðun Mosfellsbæjar að gangast í framsalsábyrgð vegna þriggja víxla útgefnum af Helgafellsbyggingum hf. ... hafi ekki verið í samræmi við ákvæði 6. mgr. 73. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998" og "mat ráðuneytisins að ákvörðun Mosfellsbæjar um að gangast í sjálfskuldarábyrgð vegna láns að upphæð kr. 246.000.000 sem NBI hf. veitti Helgafellsbyggingum hf. þann 24. september 2009" hafi ennfremur verið ólögleg.$line$$line$Þar með er aftur staðfest að þeir fulltrúar D-, S-, V- og B-lista sem sátu í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili brutu með samþykki sínu ákvæði sveitarstjórnarlaga. Ákvæðin eru sett til þess að gæta hagsmuna sveitarfélagsins, íbúa þess og sem vörn gegn spillingu.$line$Til viðbótar við lögbrotin var svo hagsmunum íbúa Mosfellsbæjar kastað fyrir róða með því að tryggja lánin á ófullnægjandi hátt.$line$$line$Íbúahreyfingin átelur framgöngu bæjarstjóra í fréttum RÚV hinn 14. janúar s.l. þar sem hann varpar ábyrgð á umræddum gjörningi á embættismenn bæjarins. Bæjarstjórinn minnist ekki á lögfræðiálit sem Mosfellsbær sannarlega fékk frá Lex lögmannsstofu sem er samhljóða úrskurði innanríkisráðuneytisins um fortaksleysi ákvæðanna sem brotið er gegn en vísar í að "tvö lögfræðiálit séu með aðra niðurstöðu en ráðuneytið". Það er langt til seilst að kalla tölvupóst frá endurskoðendum bæjarins lögfræðiálit enda kemur þar fram að þeir telji æskilegt að óska eftir áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hitt "álitið" er svo "drög að punktum" frá Júris sem ekki er undirritað af lögfræðingum stofunnar. $line$$line$Bæjarstjóri ber því einnig við að lögbrotin hafi verið "eina leið bæjarins á sínum tíma til að fá framgengt að fá þessa skuld greidda". Það er ótrúverðugt og ekki boðlegt fyrir yfirvöld að brjóta lög, óháð því hvort talið sé að af því hljótist fjárhagslegur ávinningur. Slíkt kallast spilling.$line$$line$Öll framganga meirihlutans í málinu hefur einkennst af ógagnsæi og leyndarhyggju og Íbúahreyfingin krefst afsagnar þeirra bæjarfulltrúa sem stóðu að þessum ólöglegu samningum þegar í stað.$line$$line$Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ.$line$$line$$line$Tillaga S-lista Samfylkingar.$line$Bæjarráði verði falið að gera tillögu að skriflegum verkferlum stjórnsýslunnar hvað varðar lögfræðileg álitamál og leggi fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Verkferlarnir taki m.a. til lögfræðilegs mats á ákvörðunum og samþykktum áður en til þeirra kemur og þess að skyllt sé að leita lögfræðilegs álits, úrskurðar ráðuneytins eða ríkisstofnana, eftir eðli máls, ef um lögfræðileg álitamál er að ræða sem og venjur stjórnsýslunnar við stjórnsýsluákvarðanir.$line$Jónas Sigurðsson.$line$$line$Fram kom málsmeðferðartillaga þess efnis að vísa tillögunni til bæjarráðs til meðferðar og var hún samþykkt með sex atkvæðum.$line$$line$$line$Tillaga íbúahreyfingarinnar.$line$Íbúahreyfingin leggur til að óháðir aðilar verði fengnir til þess að rannsaka viðskipti Mosfellsbæjar og Helgafellsbygginga ehf. Bæjarráði verði falið að útbúa nánari rannsóknarlýsingu.$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.$line$$line$Erindið að öðru leyti lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
2.2. Erindi UMFA vegna óska um lánafyrirgreiðslu 201211127
Erindi UMFA vegna óska um lánafyrirgreiðslu vegna vangoldinna lífeyrisgreiðslna félagsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1104. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið 201112127
Stýrihópur um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu hefur mótað verklýsingu í samræmi við verkefnistillögu sem sveitarfélögin höfðu áður samþykkt og er óskað eftir afgreiðslu/afstöðu sveitarfélaganna á verklýsingunni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1104. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Framkvæmdasjóður vegna þjónustumiðstöðvar aldraðra 201211206
Erindi Velferðarráðuneytisins sem er svar við erindi Mosfellsbæjar um aðilaskipti að umsókn um styrk úr Framkvæmdastjóði aldraðra.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
2.5. Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2013. 201301113
Í umsókninni til Framkvæmdastjóðs aldraðra sækir Mosfellsbær um framlag vegna breytinga á þjónustumiðstöð og dagdvöl aldraðra á Eirhömrum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1104. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.6. Starfsreglur stjórnar SORPU bs 201212179
Stjórn Sorpu bs. sendir Mosfellsbæ nýsamþykktar starfsreglur stjórnar Sorpu bs.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
2.7. Árshlutareikningur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 201212190
Árshlutareikningur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vegna janúar til september 2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
2.8. Umsókn um leyfi til búsetu í Bræðratungu Reykjahverfi 201301037
Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska eftir búsetuleyfi vegna fasteignarinnar og þar með lögheimilisskráningu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1104. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.9. Ósk um fjárhagsstyrk frá Mosfellsbæ fyrir árið 2013 201301125
Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn óskar eftir rekstrarstyrk að upphæð kr. 500 þúsund krónur fyrir árið 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1104. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.10. Uppbygging á lóðum í Bjarkarholti 1-9 201301126
Alefli ehf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um uppbyggingu lóða við Bjarkarholt 1, 3, 5, 7 og 9 samkvæmt deiliskipulagi miðbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1104. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.11. Samstarf Mosfellsbæjar og Eirar um uppbyggingu öldrunarseturs í Mosfellsbæ 200506184
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnarson óskar eftir að leggja fram tillögu þessa efnis að bæjarstjórn fái fundargerðir stjórnar Eirar sendar til upplýsingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1104. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1105201301016F
Fundargerð 1105. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 597. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Endurnýjun lóðarleigusamninga 201107175
Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar óskar eftir leiðbeiningu bæjarráðs hvað varðar atriði er lúta að endurnýjun lóðarleigusamninga, í eldri hverfum bæjarins, sem eru að renna út.
Áður á dagskrá 1098. fundar bæjarráðs þar sem byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að vinna drög að reglum um endurnýjun.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1105. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.2. Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun 2012 201212014
Erindið sett á dagskrá bæjarráðs í samræmi við umræðum á 596. fundi bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
3.3. Erindi Lögreglustjóra, varðandi umsögn um tímabundið áfengisveitingaleyfi vegna þorrablóts 201301235
Handknattleiksdeild Aftureldingar sækir um tímabundið áfengisveitingaleyfi vegna þorrablóts Aftureldingar 26. janúar 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1105. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.4. NORDDJOBB sumarstörf 2013 201301293
NORDJOBB óskar eftir því við Mosfellsbæ að bærinn ráði tvö ungmenni til starfa sumarið 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1105. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.5. Stefna Þórarins Jónassonar varðandi landamerki Lækjarness 201301320
Stefna Þórarins Jónassonar varðandi landamerki Lækjarness í Mosfellsdal þar sem gerð er krafa um breytt mörk landsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
3.6. Stefna Þórarins Jónassonar vegna lamdamerkja Laxness 1 201301321
Stefna Þórarins Jónassonar varðandi landamerki jarðarinnar Laxness 1 í Mosfellsdal þar sem gerð er krafa um breytt mörk jarðarinnar gagnvart nágrannajörðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
3.7. XXVII. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013 201301346
Kosning aðalmanns á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Herdísar Sigurjónsdóttur fyrrv. bæjarfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar. Til sérstakrar afgreiðslu síðar á 597. fundi.
3.8. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2012 201202115
Fjármálastjóri leggur fyrir bæjarráð til samþykktar viðauka við fjárahagsáætlun ársins 2012 í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1105. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.9. Málefni lýðræðisnefndar - Lýðræðisstefna 201011056
590. fundur bæjarstjórnar vísaði birtingu upplýsinga úr bókhaldi bæjarins til umsagnar fjármálastjóra og forstöðumanns þjónustu- og upplýsingamála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1105. fundar bæjarráðs samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga 201212071
1102. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar fjármálastjóra um frumvarp til laga um tekjustofna og liggur umsögnin fyrir fundinum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
4. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 200201301012F
Fundargerð 200. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 597. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Erindi velferðarráðuneytisins þar sem kynntar eru breytingar á reglum um endurgreiðslu á fjárhagsaðstoð sem sveitarfélög veita erlendum ríkisborgurum utan EES. 201301059
Erlendir ríkisborgarar utan EES og reglur um fjárhagsaðstoð.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
4.2. Afrit af úrskurðum og dómum tengdum barnavernd Mosfellsbæjar 201301120
Barnaverndarstofa óskar eftir afriti af úrskurðum og dómum tengdum barnavernd Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
4.3. Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013 201301222
Starfsáætlun fjölskyldunefndar árið 2013 sbr. bókun 594. Bæjarstjórnarfundar frá 21. nóvember 2012 í máli nr. 201205141-Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013-2016 þar sem samþykkt var að í upphafi árs verði gerð áætlun um fundartíma og niðurröðun fastra verkefna ársins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 200. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
4.4. Trúnaðarmálafundur - 756 201212012F
Trúnaðarmálafundur-afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
4.5. Trúnaðarmálafundur - 757 201212016F
Trúnaðarmálafundur-afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
4.6. Trúnaðarmálafundur - 758 201301004F
Trúnaðarmál-afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
4.7. Barnaverndarmálafundur - 223 201212017F
Barnaverndarmálafundur-afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
4.8. Barnaverndarmálafundur - 224 201301010F
Barnaverndarmálafundur-afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
4.9. Trúnaðarmálafundur - 759 201301011F
Trúnaðarmálafundur-afgreiðsla.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
4.10. Barnaverndarmál 10.5 201301347
Barnaverndarmál-afgreiðsla máls.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
5. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 167201301015F
Fundargerð 167. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 597. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012 201301367
Umræða um val á íþróttakarli og íþróttakonu ársins 2012.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Ósk um fjárhagsstyrk frá Mosfellsbæ fyrir árið 2013 201301125
Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn óskar eftir rekstrarstyrk að upphæð kr. 500 þúsund krónur fyrir árið 2013.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2013 201301368
Farið yfir drög að áætlun um starfsáætlun nefndarinnar 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði 200906129
Til umfjöllunar er stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum og lögð drög að framkvæmd hennar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 167. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 334201301013F
Fundargerð 334. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 597. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Hjóla- og göngustígar í Reykja- og Teigahverfi 201210270
Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Umhverfissviðs dags. 3.12.2012, þar sem m.a. er lagt til að unnið verði deiliskipulag fyrir stíg meðfram Varmá sem verði grundvöllur aðgerða til endurbóta. Frestað á 333. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 334. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.2. Íbúafundur í Leirvogstungu, 8. nóv. 2012 201211123
Greint frá því sem fram fór á fundi með íbúum Leirvogstunguhverfis 8. nóvember s.l. um málefni hverfisins. Frestað á 333. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
6.3. Kortlagning umferðarhávaða og gerð aðgerðaáætlana 201204069
Lögð fram og kynnt hljóðkort fyrir Mosfellsbæ ásamt greinargerð, sem unnin hafa verið í samræmi við hávaðatilskipun ESB frá árinu 2002 og reglugerð nr. 1000/2005. Gögnin voru samþykkt í bæjarstjórn 21.11.2012 og hafa verið send Umhverfisstofnun. Frestað á 333. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
6.4. Ályktun fundar bekkjafulltrúa við Varmárskóla 201210078
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs dags. 30.11.2012 um ályktun bekkjafulltrúa við Varmárskóla, sem m.a. fjallaði um lýsingu á gönguleiðum við skólann o.fl. Frestað á 333. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
6.5. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis 200803137
Kynnt staða vinnu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis. Lögð fram eldri tillaga að deiliskipulagi og tvær nýjar tillögur að fyrirkomulagi gönguleiða, biðstöðvar strætó, gatna og bílastæða, unnar af Þráni Haukssyni hjá Landslagi ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 334. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Jafnframt samþykkt að kynna tillöguna í fræðslunefnd, umhverfisnefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
6.6. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024 200611011
Lagt fram bréf svæðisskipulagsnefndar dags. 4.1.2013 um drög að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, þar sem fram kemur að nefndin fellst á umsögn fagráðs sem gerir ekki athugasemdir við drögin og telur að þau séu í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Einnig lagðir fram endurskoðaðir uppdrættir, þ.e. þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdrættir og tillaga að breytingum á greinargerð vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, sbr. bókun á 332. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Að tillögu skipulagsnefndar, samþykkir bæjarstjórn með sjö atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011 - 2030, svo breytta, til auglýsingar samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig samþykkt að auk lögboðinnar kynningar í formi auglýsingar verði haldinn borgarafundur um tillöguna á auglýsingartímanum, og felur starfsmönnum að undirbúa slíkan fund.
6.7. Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 201105059
Birgir H Sigurðsson sendir 3. janúar 2013 f.h. Kópavogsbæjar tillögu að aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 til umsagnar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan samanstendur af uppdrætti, ódagsettum, og greinargerð dags. 12.12.2012. Óskað er eftir að umsögn liggi fyrir eigi síðar en 3. febrúar 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 334. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 597. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
6.8. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið 201112127
Lagt fram erindi SSH dags. 21.12.2012 þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til meðfylgjandi tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
6.9. Litlikriki 3 og 5, umsókn um að breyta parhúsum í fjórbýli 201205160
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var grenndarkynnt 5. desember 2012 með athugasemdafresti til og með 4. janúar 2013.
Fimm athugasemdir bárust: Frá Jóni Hauki Stefánssyni og Guðrúnu Halldórsdóttur Litlakrika 47 dags. 1.1.2013; frá Guðbjörgu Leifsdóttur og Óskari Jóhanni Sigurðssyni Litlakrika 45 dags. 4.1.2013; frá Aðalsteini Jónssyni og Júlíönu G. Þórðardóttur Litlakrika 7 dags. 3.1.2013; frá Lóu Ólafsdóttur og Sigurði Rúnari Magnússyni Litlakrika 14 dags. 4.1.2013 og frá Þórunni Jónsdóttur og Enes Cogic Litlakrika 10 dags. 4.1.2013.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
6.10. Gatnagerð Reykjahvoli og Bjargslundi 200607122
Greint verður frá fundi sem haldinn var 9.1.2013 með eigendum landa og lóða við Reykjahvol þar sem rædd voru málefni varðandi skipulag og framkvæmdir.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
6.11. Umsókn um leyfi til búsetu í Bræðratungu Reykjahverfi 201301037
Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska 2.1.2013 eftir leyfi til búsetu og þar með til skráningar lögheimilis í húsinu, sem er skráð sem sumarhús. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar af bæjarráði 10.1.2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
7. Þróunar- og ferðamálanefnd - 31201212018F
Fundargerð 31. fundar þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 597. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Heilsuvin Mosfellsbæjar 200903248
Aðilar úr stjórn Heilsuvinjar kynna starfsemi félagsins, stöðu og framtíðarsýn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Heilsueflandi samfélag 201208024
Aðilar frá Heilsuvin koma og kynna fyrir nefndinni stöðu verkefnisins og hvernig þeir sjá fyrir sér að það verði unnið á árinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar..
7.3. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 201203083
Afhending viðurkenninga þannn 15.janúar. Aðkoma nefndarinnar að athöfn í Listasal.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Bæjarstjórn óskar vinningshöfum til hamingju með nýsköpunarviðurkenningu bæjarins og þakkar öllum sem tóku þátt.
7.4. Verkefni og starfsáætlun þróunar- og ferðamálanefndar árið 2013 201109430
Starfsáætlun fyrir árið 2013 og áætlun um tímasetningar á fundum árið 2013
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 223201301014F
Fundargerð 223. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem haldinn var 11. janúar 2013.
Fundargerð 223. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 597. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Álafossvegur 23 Umsókn um byggingarleyfi 201212171
Húsfélagið Álafossvegi 23 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og byggja svalir á 2. hæð hússins nr. 23 við Álafossveg samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 597. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Jónstótt, umsókn um byggingarleyfi 201212094
Sigrún Magnúsdóttir Simmons Jónstótt Mosfellsbæ sækir um leyfi til að loka eldvarnahurð með EI60 vegg milli brunaeininga í áðursamþykktu húsi að Jónstótt.
Stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 597. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Kvíslartunga 19 Umsókn um byggingarleyfi 201212170
Þórður Ásmundsson Norðurtúni 14 Hafnarfirði sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi hússins nr. 19 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir húsins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 223. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 597. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 117. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201212217
Fundargerð 117. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem haldinn var 21. desember 2012.
Fundargerðin lögð fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 309. fundar Sorpu bs.201212157
Fundargerð 309. fundar Sorpu bs. sem haldinn var 14. desember 2012.
Fundargerðin lögð fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 310. fundar Sorpu bs.201301433
Fundargerð 310. fundar Sorpu bs. sem haldinn var 7. janúar 2013.
Fundargerðin lögð fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 311. fundar Sorpu bs.201301434
Fundargerð 311. fundar Sorpu bs. sem haldinn var 14. janúar 2013.
Fundargerðin lögð fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 31. fundar Svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins201301047
Fundargerð 31. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins sem haldinn var 21. desember 2012.
Fundargerðin lögð fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 32. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201301439
Fundargerð 32. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins sem haldinn var 11. janúar 2013.
Fundargerðin lögð fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 328. fundar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201212216
Fundargerð 328. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem haldinn var 17. desember 2012.
Fundargerðin lögð fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 802. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201212169
Fundargerð 802. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 12. desember 2012.
Fundargerðin lögð fram á 597. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
17. XXVII. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2013201301346
Kosning aðalmanns á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið verður í mars nk., í stað Herdísar Sigurjónsdóttur fyrrv. bæjarfulltrúa.
Fram kom tilnefning um Bryndísi Haraldsdóttur sem aðalmann á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Herdísar Sigurjónsdóttur sem látið hefur af störfum í bæjarstjórn og Hafstein Pálsson sem varamann í stað Bryndísar Haraldsdóttur sem með þessari tilnefningu verður aðalmaður.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og telst tilnefningin því samþykkt samhljóða.