30. júní 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varabæjarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurnýjuð kostnaðaráætlun Endurvinnslustöðva 2016201606001
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna erindis SORPU bs.
Frestað.
2. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201604031
Bæjarráð vísaði drögum að lögreglusamþykkt til umsagnar í nefndum bæjarins. Afgreiðsla nefndanna liggur nú fyrir.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela lögmanni að gera breytingar á frumvarpi til lögreglusamþykktar fyrir Mosfellsbæ í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir frumvarpið þannig breytt fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
3. Ósk um skiptingu lóðar lnr. 123713201508101
Margrét Tryggvadóttir óskar eftir skiptingu lóðar lnr. 123713.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindi þessu til umsagnar umhverfissviðs.
4. Biðstöð Strætós og lokun Aðaltúns við Vesturlandsveg201604342
Lögð fyrir bæjarráð ósk um heimild til að semja við lægstbjóðanda í samstarfi við vegagerðina vegna nýrrar biðstöðvar við Aðaltún.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að semja við GM verk ehf. um verkið "Vesturlandsvegur við Aðaltún, Biðstöð Strætó" með þeim fyrirvara að Vegagerðin fjármagni sinn hluta verksins.
5. Skuggabakki 8/Umsókn um byggingarleyfi201605012
Ósk um endurskoðun gatnagerðargjalda.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns.
6. Aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu 2015-2017201509254
Eftirfylgni aðgerðaráætlunar Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar 2015-2017.
Frestað.
7. Skógrækt og útivistarsvæði í Mosfellsbæ201604270
Bæjarstjórn vísaði tilllögu fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar á bæjarstjórnarfundi 11. maí sl. um að bæjarráð Mosfellsbæjar taki styrkveitingar til Skógræktarfélags Mosfellsbæjar til gagngerrar endurskoðunar til umfjöllunar bæjarráðs. Lögð fram umsögn umhverfisstjóra um málið.
Frestað.
8. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Farið yfir stöðu mála vegna úthlutunar á lóðum við Bjarkarholt/Háholt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta lóðum við Bjarkarholt 1A-9A og Háholt 23 til Upphafs fasteignafélags slhf. og að heimila bæjarstóra að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðabyggðar á lóðunum.
9. Húsnæðismál-áhrif lagabreytinga á Mosfellsbæ201606088
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir áhrif breytinga á lögum um húsnæðismál á starfsemi sveitarfélaga.
Frestað.
10. Ráðning framkvæmdastjóra fræðslusviðs 2016201605139
Lögð fram umsögn bæjarstjóra vegna ráðningar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
Hanna Guðlaugsdóttir (HG), mannauðsstjóri, mætti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir umsögn bæjarstjóra varðandi ráðningu í starf framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.