26. maí 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - breyting vegna borgarlínu201702147
Á 436. fundi skipulagsnefndar 12. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Kynning og umræður.Jafnframt leggur nefndin til ad haldinn verði sameiginlegur fundur skipulagsnefndar og bæjarstjórnar um málið." Sameiginlegur fundur skipulagsnefndar og bæjarstjórnar var haldinn 24. maí 2017. Lögð fram vinnslutillaga.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu munu forkynna tillögur að samskonar aðalskipulagsbreytingu sameiginlega.
2. Leirvogstunga 47-49, ósk um sameiningu lóða.201604343
Á 434. fundi skipulagsnefndar 7. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: 'Samþykkt að visa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa.' Frestað á 436. fundi. Lögð fram drög að svari skipulagsfulltrúa.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að svara framkominni athugasemd í samræmi við umræður á fundinum og annast gildistökuferlið.
3. Engjavegur 14a (Kvennabrekka), Umsókn/fyrirspurn um byggingarleyfi201705036
Sævar Geirsson Hamraborg 10 Kópavogi fh. Stefáns Friðfinnssonar, sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað á lóðinni nr. 14A við Engjaveg ( Kvennabrekku) auk þess að byggja bílskúr úr timbri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun sumarbústaðs 44,2 m2 159,0 m3. Bílskúr 45,3 m2, 149,5 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem sumarbústaðurinn stendur utan samþykkts byggingarreits í deiliskipulagi fyrir einbýlishús. Frestað á 436. fundi.
Skipulagsnefnd fellst ekki á að sumarbústaður sem stendur utan byggingarreits fyrir íbúðarhús verði stækkaður. Nefndin telur jafnframt að bygging búlskúrs skuli tengjast hönnun og byggingu íbúðarhúss á lóðinni í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
4. Lágholt 2a, Umsókn um byggingarleyfi201705022
Guðbjörg Pétursdóttir Lágholti 2A Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta bílskúr hússins nr. 2 við Lágholt í snyrtistofu í rekstri einstaklings í samræmi við framlögð gögn. Stærðir húss breytast ekki.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 436. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
5. Skýjaborgir v/Krókatjörn, Umsókn um byggingarleyfi/fyrirspurn201705021
Kristján Gissurarson Akraseli 18 Reykjavík sækir um leyfi til að flytja og staðsetja áður byggt timburhús á landsspildu við Krókatjörn, landnr. 125143 í samræmi við framlögð gögn. Á landinu sem er ódeiliskipulagt er frístundahús. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem landi er ódeiliskipulagt. Frestað á 436. fundi.
Skipulagsnefnd fellst ekki á flutning og staðsetningu hússins á hina ódeiliskipulögðu lóð enda er að jafnaði aðeins gert ráð fyrir einu frístundahúsi á hverri lóð á svæðinu.
6. Sölkugata 7, Umsókn um byggingarleyfi201704050
Anna B Guðbergsdóttir Bakkastöðum 161 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð og bílgeymslu á lóðinni nr. 7 við Sölkugötu í samræmi við gramlögð gögn. Stærð: íbúð 1. hæð 106,0 m2, bílgeymsla 31,2 m2, aukaíbúð 65,0 m2, 2. hæð 125,8 m2, 1208,1 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar vegna aukaíbúar. Frestað á 436. fundi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við samþykkt umsóknarinnar þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
7. Áform um framleiðslu raforku - ósk um trúnað201611179
Á 435. fundi skipulagsnefndar 28. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: 'Skipulagsnefnd ítrekar fyrri ósk sína um frekari gögn varðandi málið.' Borist hafa frekari gögn. Frestað á 436. fundi.
Lagt fram, skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs á hagsmunum Mosfellsbæjar í málinu.
8. Ljósleiðari frá Glúfrasteini á Skálafell - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara.201705006
Á 436. fundi skipulagsnefndar 12. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits kjósasvæðis á framkvæmdinni sökum þess að fyrirhuguð lagnaleið ljósleiðara liggur um vatnsverndarsvæði." Lögð fram umsögn heilbrigðisfulltrúa.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga þegar fyrir liggur samþykki viðkomandi landeigenda.
9. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Á 432. fundi skipulagsnefndar 13. mars 2017 varð gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst, ein athugasemd barst.
Samþykkt að vísa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og höfundum deiliskipulagsbreytingarinnar.
10. Deiliskipulag Miðbæjar - breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Háholt 16-24201703118
Á fundinn mætti Páll Gunnlaugsson arkitekt fulltrúi ASK. arkitekta og gerði grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Kynning og umræður.
11. Ungmennafélagið Afturelding -Auglýsingaskilti við Vesturlandsveg - viðhald og endurbætur201705112
Borist hefur erindi frá Knattspyrnudeild Aftureldingar dags. 27. febrúar 2017 varðandi viðhald og endurbætur á auglýsingarskilti við Vesturlandsveg.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs á málinu.
12. Brekkukot Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi201612137
Á 435. fundi skipulagsnefndar 28. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: 'Nefndin felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað um málið.' Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingum aðalskipulagi vegna þeirra staða í Mosfellsdal sem skilgreindir eru sem stök íbúðarhús.
13. Bugðufljót 21, Umsókn um starfsmannabúðir201705111
Borist hefur erindi frá Ístaki dags. 9. maí 2017 varðandi viðbót við núverandi starfsmannabúðir að Bugðufljóti 21.
Skipulagsnefnd leggur til að heimiluð verði fjölgun rýma í starfsmannabúðum við Bugðufljót þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
14. Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 - auglýsing tillögu, beiðni um ums201705143
Borist hefur erindi frá Garðabæ dags. 10. maí 2017 varðandi aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
15. Reykjalundur - göngu og hjólastígar201705177
Borist hefur erindi frá Reykjalundi dags. 16. maí 2017 varðandi tengingu Reykjalundar við göngu- og hjólastígakerfi Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs á málinu.
16. Sölkugata lokun við Varmárveg201705243
Borist hefur erindi frá Guðlaugi Fjelsd. Þorsteinssyni dags. 18. maí 2017 varðandi lokun Sölkugötu við Varmárveg.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs á málinu.
17. Reykjahvoll 20-30, breytingar á aðal- og deiliskipulagi2014082083
Á 436. fundi skipulagsnefndar 12. maí 2015 var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Haldinn var fundur með landeigendum varðandi málið og óskað var eftir að gerðar yrðu breytingar á uppdrætti. Á 695. fundi bæjarstjórnar var gerð eftirfarandi bókun: "Bæjarstjórn samþykkti með níu atkvæðum að vísa erindinu aftur til skipulagsnefndar." Lögð fram ný tillaga að breytingu.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
18. Kerfisáætlun 2017-2026 - matslýsing201705030
Á 436. fundi skipulagsnefndar 12. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs á málinu." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Frestað.
19. Hraðastaðir I, landnr. 123653 - ósk um breytingu á deiliskipulagi.201704018
Á 434. fundi skipulagsnefndar 4. apríl 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi en ítrekar skilgreiningar landnotkunar i aðalskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Frestað.
20. Bjargslundur 6&8 - breyting á deiliskipulagi201705246
Borist hefur erindi frá Guðmundi Hreinssyni fh. Tekkk ehf. dags. 18. júní 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Bjargslundi 6 og 8.
Frestað.
21. Vogatunga 2-8, 10-16, 23-29, 99-101 og 109-113, breyting á deiliskipulagi201703401
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni dags. 22. maí 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Vogatunga 2-8, 10-16, 23-29, 99-101 og 109-113.
Frestað.
22. Hrísbrú - umsókn um breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.201705256
Borist hefur erindi frá ASK arkitekum dags. 23. maí 2017 varðandi breytingu á aðalskipulagi.
Frestað.
23. Laxatunga 41 / Fyrirspurn201705005
Kristján Ásgeirsson Básenda 7 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu niðurgrafna bílgeymslu á lóðinni nr. 41 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð 67,5 m2,211,5 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem fyrirhuguð bílgeymsla nær 380 sm. út fyrir byggingarreit.
Frestað.
24. Tjaldanes, Umsókn um byggingarleyfi201705224
Fylkir ehf. Dugguvogi 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri gistiskála G1, G2, G3 og G$ í Tjaldanesi í samræmi við framlögð gögn. Stærð G1 173,9 m2, 615,9 m3. Stærð G2 173,9 m2, 615,9 m3. Stærð G3 173,9 m2, 615,9 m3. Stærð G4 173,9 m2, 615,9 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem land Tjaldaness er ódeiliskipulagt.
Frestað.
Fundargerðir til staðfestingar
25. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 19201705020F
Lagt fram.
26. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 309201705025F
Lagt fram.
26.1. Gerplustræti 14/umsókn um byggingarl Helgafellsskóli 201702127
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu skólahúsnæði á lóðinni nr. 14 við Gerplustræti í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 2583,2 m2, 2. hæð 1474,1 m2, 17064,2 m3.26.2. Hagi úr landi Miðdals, Umsókn um byggingarleyfi 201705041
Eggert Jóhannsson Skólavörðustíg 38 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja frístundahús úr timbri í landi Miðdals lnr. 219987 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 79,7 m2, 278,2 m3.26.3. Laxatunga 41 / Fyrirspurn 201705005
Kristján Ásgeirsson Básenda 7 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu niðurgrafna bílgeymslu á lóðinni nr. 41 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 67,5 m2,211,5 m3.26.4. Leirvogstunga 24, Umsókn um byggingarleyfi 201705236
Björgvin Jónsson Leirvogstungu 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 24 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
1. hæð íbúð 54,6 m2, bílgeymsla 50,0 m2, 2.hæð íbúð 232,5 m2, 1211,0 m3.26.5. Sölkugata 6, Umsókn um byggingarleyfi 201703409
Pétur K Kristinsson Blikahöfða 12 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með sambyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 6 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð, íbúð 188,8 m2, bílgeymsla 38,4 m2, 855,1 m3.26.6. Suður-Reykir, lóð nr. 8 lnr. 218499, umsókn um byggingarleyfi 201502384
Guðmundur Jónsson Reykjum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta núverandi pökkunarhúsi úr timbri í íbúðarhús og núverandi geymslu í hesthús í samræmi við framlögð gögn.
Stærð íbúðarhúss 104,4 m2, 376,0 m3, hesthús 60,0 m2, 199,5 m3.
Genndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir borist.26.7. Sölkugata1-3, Umsókn um byggingarleyfi 201705217
HJS ehf. Reykjabyggð 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum fyrirkomulagsbreytingum á húsunum nr. 1 og 3 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húsa breytast ekki.26.8. Tjaldanes, Umsókn um byggingarleyfi 201705224
Fylkir ehf. Dugguvogi 4 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri gistiskála G1, G2, G3 og G4 í Tjaldanesi í samræmi við framlögð gögn.
Stærð G1 173,9 m2, 615,9 m3.
Stærð G2 173,9 m2, 615,9 m3.
Stærð G3 173,9 m2, 615,9 m3.
Stærð G4 173,9 m2, 615,9 m3.26.9. Úlfarfellsland, 175427, Umsókn um byggingarleyfi 201702244
Claudia Georgsdóttir Langholtsvegi 108 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja frístundahús úr timbri í landi Úlfarsfells landnr. 175427 í samræmi við framlögð gögn.
stærð 68,8 m2, 248,1 m3.
Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir borist.26.10. Vogatunga 84-86, Umsókn um byggingarleyfi 201705057
Gunnar Víðisson Klettatúni 17 Akureyri sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum hússins nr. 86 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.