17. janúar 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Miðbær Mosfellsbæjar - breyting á deiliskipulagi, Þverholt 25-27201701164
Borist hefur erindi frá Sigurði Einarssyni fh. Arnar Kærnested varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Þverholti 25-27.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
2. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2017201611238
Á 427. fundi skipulagsnefndar 13.desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur formanni og skipulagsfulltrúa að vinna að nánar útfærslu starfsáætlunarinnar." Lögð fram endurbætt tillaga að starfsáætlun fyrir skipulagsnefnd árið 2017.
Skipulagsnefnd samþykktir starfsáætlunina fyrir árið 2017.
3. Sölkugata 6, breyting á deiliskipulagi201610012
Á 422. fundi skipulagnefndar 18. október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
4. Sandskeiðslína 1 - Landsnet - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Sandskeiðslínu 1201701026
Borist hefur erindi frá Landsneti dags. 29.desember 2016 varðandi framkvæmdaleyfi vegna Sandskeiðslínu 1.
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu Landsnets um málið fyrir bæjarstjórn, skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
- FylgiskjalUmsókn Landnets um framkvæmdaleyfi vegna Sandskeiðslínu 1.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur - Matsskýrsla.pdfFylgiskjal1. hluti_Yfirlitskort.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur_Viðauki 8.pdfFylgiskjal2. hluti_Loftmyndakort.pdfFylgiskjal3. hluti_Þemakort.pdfFylgiskjal4. hluti_Sýnileikakort.pdfFylgiskjal5. hluti_Líkanmyndir.pdfFylgiskjalMynda- og kortahefti_forsíða og skrá.pdfFylgiskjalViðaukar - forsíða og skrá.pdfFylgiskjalViðauki 1 - Fuglar og gróður.pdfFylgiskjalViðauki 2 - Frumrannsóknir á gróðurskemmdum.pdfFylgiskjalViðauki 3 - Jarðfræði og jarðmyndanir.pdfFylgiskjalViðauki 4 - Ferðaþjónusta og útivist.pdfFylgiskjalViðauki 6 - Jarðstrengir og loftlínur.pdfFylgiskjalViðauki 7 - Hljóðvist, raf- og segulsvið.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur - Matsskýrsla.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur_Viðauki 8.pdfFylgiskjalÁlit Skipulagsstofnunar_2009.09.17.pdfFylgiskjallýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis.pdfFylgiskjalLýsing mannvirkja frh..pdf
5. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Á fundinn mættu arkitektarnir Bjarki G. Halldórsson og Ólafur Axelsson fulltrúar VA arkitekta og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Kynning og umræður.
6. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Borgin við Sundin201612160
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 13.12.2016 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
7. Undirbúningur að gerð landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins201612197
Borist hefur erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti dags. 14. desember 2016 varðandi gerð landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins.
Lagt fram.
8. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag201612203
Lögð fram drög að forsögn og verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags athafnasvæðis í Flugumýri. Óskað er eftir samþykki nefndar um að málinu verði vísað í formlegt skipulagsferli.
Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við gerð deilikskipulagulags fyrir svæðið.
9. Desjamýri athafnasvæði - breyting á deiliskipulagi201612204
Lagt fram minnisblað vegna hugsanlegrar breytingar á deiliskipulagi Desjamýrar.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði öflun frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum.
10. Þroskahjálp - Fyrirspurn um deiliskipulag Þverholts 19201612341
Borist hefur erindi frá Þroskahjálp dags. 20. desember 2016 varðandi deiliskipulag fyrir lóðina að Þverholti 19.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að vinna að lausn málsins með skipulagshöfundi.
11. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - ósk um breytingu á aðalskipulagi201612360
Borist hefur erindi frá Einari Tryggvasyni fh. Margrétar Tryggvadóttur dags. 26. desember 2016 varðandi breytingu á aðalskipulagi Mosfellbæjar 2011-2030.
Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að ræða við bréfritara.
12. Brekkukot Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi201612137
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni dags. 12. desember 2016 varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Brekkukot í Mosfellsdal. Theodór Kristjánsson vék af fundi.
Vísað til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa.
13. Fellsás 9/Umsókn um byggingarleyfi201603084
Á 426. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að afla frekari gagna." Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi hafa farið í vettvangsskoðun.
Frestað.
14. Leirvogstunga 18, Umsókn um byggingarleyfi201612356
Helgi Þór Guðjónsson Asparási 4 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 172,4 m2, bílgeymsla 48,6 m2, 839,2 m3.Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr.43.gr. skipulagslaga.
- FylgiskjalLeirvogstunga 18 - tillaga C - 04012016 - A106.pdfFylgiskjalLeirvogstunga 18 - tillaga C - 04012016 - A102.pdfFylgiskjalLeirvogstunga 18 - tillaga C - 04012016 - A105.pdfFylgiskjalLeirvogstunga 18 - Skráningartafla - A104.pdfFylgiskjalLeirvogstunga 18 - Afstöðumynd og varmaleiðnitapsreikningar - A103.pdfFylgiskjalLeirvogstunga 18- byggingaleyfisumsókn.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
15. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 14201612028F
Lagt fram.
15.1. Lækjartún 1, fyrirspurn varðandi byggingu húss á lóðinni við Lækjartún 1 2016081959
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2016. Engin athugasemd barst.
15.2. Bygging frístundahúss við Hafravatn 201608434
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2016. Engin athugasemd barst.
15.3. Helgafellshverfi 3. áfangi - breyting á deiliskipulagi Sölkugata 1-5 201607043
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2016. Engin athugasemd barst.
16. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 15201701008F
Lagt fram.
16.1. Helgafellsskóli - breyting á deiliskipulagi 201610254
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 25. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Engin athugasemd barst.
16.2. Leirvogstunga - breyting á deiliskipulagi Vogatunga 56-60 og Laxatunga 102-114 201607022
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 25. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Engin athugasemd barst.
16.3. Snæfríðargötu 2,4,6 og 8,ósk um breytingu á deiliskipulagi 201608495
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 25. nóvember 2016 til og með 6. janúar 2017. Engin athugasemd barst.
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 299201612033F
Lagt fram.
17.1. Bergrúnargata 5 / umsókn um byggingarleyfi 201612240
Bartosz Ryszard Knasiak Bergrúnargötu 5 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum innri fyrirkomulagsbreytingum í íbúð 00.02 að Bergrúnargötu 5 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.17.2. Braut v. Æsustaðaveg,Umsókn um breytingu á byggingarleyfi 201612100
Herdís Þórisdóttir Lúxemborg sækir um leyfi til að fjölga þakgluggum og breyta þaki millibyggingar áðursamþykkts einbýlishúss að Braut við Æsustaðaveg í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.17.3. Brúnás 12/Umsókn um byggingarleyfi 201612021
Rebekka Ólafsdóttir Litlakrika 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og forsteyptum einingum tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 12 við Brúnás í samræmi við framlögð gögn.
Stærð. 1. hæð 133,7 m2, 2. hæð íb. 89,4 m2, bílgeymsla / geymsla 44,3 m2, 943,1 m3.17.4. Kvíslartunga 108-112 / umsókn um byggingarleyfi. 201612213
Ástríkur ehf. Gvendargeisla 96 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 108, 110 og 112 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr.108, íbúð 205,8 m2,bílgeymsla 24,9 m2, 634,3 m3.
Nr.110, íbúð 202,4 m2,bílgeymsla 24,5 m2, 634,7 m3.
Nr.112, íbúð 205,4 m2,bílgeymsla 24,5 m2, 635,0 m3.
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 300201701014F
Lagt fram.
18.1. Laxatunga 193/Umsókn um byggingarleyfi 201701154
Daði Jóhannsson Víðimel 71 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta byggingarefni áðursamþykkts einbýlishúss við Laxatungu 193 og byggja úr steinsteypu í stað timburs í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.18.2. Leirvogstunga 18, Umsókn um byggingarleyfi 201612356
Helgi Þór Guðjónsson Asparási 4 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 18 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 172,4 m2, bílgeymsla 48,6 m2, 839,2 m3.18.3. Leirvogstunga 41/Umsókn um byggingarleyfi 201701155
Óskar J Sigurðsson Litlakrika 37 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta byggingarefni áðursamþykkts einbýlishúss að Leirvogstungu 41, úr timbri í steinsteypu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.18.4. Reykjahvoll 12, Umsókn um byggingarleyfi 201612351
Lukas Slazak Hvassaleiti 62 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri og steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 12 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Kjallari 34,6 m2, bílgeymsla 36,1 m2,1. hæð 121,7 m2, 605,6 m3.18.5. Uglugata 19-21/Umsókn um byggingarleyfi 201609356
HSH byggingameistarar Suðursölum 14 Kópavogi sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr.19 og 21 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 19: Íbúð 148,8 m2, bílgeymsla 25,6 m2, 579,0 m3.
Stærð nr. 21: Íbúð 151,3 m2, bílgeymsla 27,6 m2, 594,0 m3.18.6. Vefarastræti 7-11/Umsókn um byggingarleyfi breyting úti 201701060
Eykt ehf.Stórhöfða 34-40 Reykjavík sækir um leyfi fyrir breytingum á þakgerð og að setja skyggni yfir svalaganga á áðursamþykktum mannvirkjum að Vefarastræti 7-11 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.
Fundargerðir til kynningar
19. Fundargerð 72. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201612275
Fundargerð 71. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
Frestað.