26. mars 2020 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson Lögmaður Mosfellsbæjar
Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun kosningalaga - óskað eftir athugasemdum201812358
Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli - umsagnir berist fyrir 8. apríl
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa umsagnarbeiðninni til umsagnar forstöðumanns þjónustu og samskiptasviðs.
2. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Í framhaldi af bókun bæjarráðs á 1429. fundi eru hér kynntar viðræður við fyrirtækið Upphaf
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að framlengja framkvæmdatíma samkvæmt lóðarleigusamningi til mars 2022 gegn því að lögð verði fram framkæmdaáætlun auk upplýsinga sem staðfesti fjárhagslegt hæfi til að klára verkefnið. Bæjarráð ítrekar að ekki hefur verið vikið frá kröfum samninga, úthlutunarskilmála né deiliskipulags um ásýnd svæðisins, gerð og hönnun mannvirkja á lóðunum.
3. Afskrift viðskiptakrafna202003211
Fjármálastjóri leggur fram minnisblað um afskrift viðskiptakrafna.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila fjármálastjóra afskrift viðskiptakrafna í samræmi við framlagt yfirlit yfir tegund, fjárhæð og fjölda krafna sem fyrirhugað er að afskrifa fyrir afgreiðslu ársreiknings 2019.
4. Byggingafræðingar - athugasemd við auglýsingu202003198
Athugasemdir við auglýsingu vegna starfs skipulagsfulltrúa.
Erindið lagt fram, rætt og kynnt.
5. Grassláttur og hirðing í Mosfellsbæ, 2020-2022 (EES útboð)202003260
Ósk umhverfissviðs um heimild til útboðs vegna grassláttar
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að efna til útboðs á grasslætti í Mosfellsbæ árin 2020 til 2022 í samræmi við framlagt minnisblað.
6. Samningar vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar 2019-2020201910241
Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að samningi með þeirri breytingu þó að kostnaðarskipting vegna verkliðar 8.03 verði 50% Mosfellsbær og 50% Vegagerðin þar til úr ágreiningi hefur verið leyst með endanlegum hætti. Þá er einnig gerður fyrirvari um að tekið verði fullnægjandi tillit til breytinga lögmanns Mosfellsbæjar á Fylgiskjali I sem ætlað er að afmarka ágreining aðila.
7. Tillögur frá stjórn SSH um fyrirkomulag afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila202003327
Tillögur frá stjórn SSH um fyrirkomulag afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila
Framlögð tillaga frá stjórn SSH um fyrirkomulag afslátta af þjónustugjöldum leik-, grunnskóla og frístundaheimila samþykkt með 3 atkvæðum.
Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla fellur niður eða skerðist vegna verkfalls, samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar.
Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við.
Ofangreint nær til þjónustugjalda leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.
Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka maí 2020. Endurskoðun fer fram að teknu tilliti til aðstæðna eigi síðar en 15.maí n.k