27. febrúar 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggibgafylltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2017201611238
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17.janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir árið 2017." Lögð fram breyting á tillögu að starfsáætlun fyrir skipulagsnefnd árið 2017.
Frestað.
2. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins - breyting vegna borgarlínu201702146
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 14. febrúar 2017 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir verklýsinguna sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
3. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - breyting vegna borgarlínu201702147
Lögð fram drög að sameiginlegri verkefnislýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagsáætlunum á höfuðborgarsvæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir verklýsinguna sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
4. Reykjahvoll 8 - breyting á deiliskipulagi201701080
Á 429. fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
5. Ástu-Sólliljugata 14 & 16- ósk um breytingu á deiliskipulagi.201702020
Á 430. fundi skipulagsnefndar 13. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Umsækjandi greiði fyrir þann kostnað sem til fellur vegna breytinganna" Lagður fram deiliskipulagsbreytingaruppdráttur.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. Brekkukot Mosfellsdal - tillaga að deiliskipulagi201612137
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa." Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með umsækjanda. Lagt fram erindi dags. 16. febrúar 2017 varðandi breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við höfund Aðalskipulags Mosfellsbæjar varðandi málið og óska jafnframt eftir umsögn hans.
7. Frístundalóð í Úlfarsfellslandi við Hafravatn lnr. 125506 - breyting á deiliskipulagi201702203
Borist hefur erindi frá Haraldi Sigþórssyni og Ester Hlíðar Jensen varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundalóð í Úlfarsfellslandi við Hafravatn.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags.
8. Kirkjugarður í hliðum Úlfarsfells - drög að matsáætlun.201702115
Borist hefur frá Reykjavíkurborg drög að matsáætlun fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells.
Lagt fram.
9. Desjamýri athafnasvæði - breyting á deiliskipulagi201612204
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 varð gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur umhverfissviði öflun frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum." Lagt fram minnisblað umhverfissviðs.
Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingar deiliskipulagulags og aðalskipulags fyrir svæðið.
10. Háholt 13-15, ósk um deiliskipulagsbreytingu vegna sjálfsafgreiðslustöðvar201604339
Á 424. fundi skipulagsnefndar 15. nóvember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði, jafnframt er skiplagsfulltrúa falið að leita eftir umsögn Heilbrigðisfulltrúa Kjósasvæðis á áhættumatinu og breytingartillögunni.Jafnframt verði leitað eftir upplýsingum frá samkeppniseftirlitinu." Lögð fram umsögn heilbrigðisfulltrúa.
Umsögn heilbrigðisfulltrúa lögð fram og rædd. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn samkeppniseftirlitsins.
11. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Á fundinn mættu arkitektarnir Bjarki G. Halldórsson og Ólafur Axelsson fulltrúar VA arkitekta og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Kynning og umræður. Skipulagsnefnd heimilar umsækjendum að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
12. Laxatunga 93 - breyting á deiliskipulagi201702170
Borist hefur erindi frá Birgi Rafn Ólafssyni dags. 16. febrúar 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Laxatungu 93.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Umsækjandi greiði fyrir þann kostnað sem til fellur vegna breytinganna.
13. Lágholt 2a - breyting á bílskúr201702171
Borist hefur erindi frá Guðbjörgu Pétursdóttur og Árna Þór Birgissyni dags. 16. febrúar 2017 varðandi breytingu á bílskúr að Lágholti 2a.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
14. Engjavegur 11 og 11a, ósk um færslu á lóðarmörkum.2015081959
Á 396. fundi skipulagsnefndar 15. september 2015 var gerð eftirfarandi bókun: " Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir erindinu og heimilar umsækjendum að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi enda greiði umsækjendur þann kostnað sem henni fylgir." Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
15. Sandskeiðslína 1 - Landsnet - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Sandskeiðslínu 1201701026
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu Landsnets um málið fyrir bæjarstjórn, skipulagsnefnd og umhverfisnefnd. " Haldin var kynning 31. janúar 2017 fyrir bæjarstjórn, skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
Frestað.
- Fylgiskjal2509-367-AHM-001-V14 Áhættumat vegna vatnsverndar fyrir SS1 og SAN.pdfFylgiskjalBreytingar á flutningskerfinu við höfuðborgarsvæðið, fyrirhugaðar framkv....pdfFylgiskjalLýsing mannvirkja frh..pdfFylgiskjallýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis.pdfFylgiskjalÁlit Skipulagsstofnunar_2009.09.17.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur_Viðauki 8.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur - Matsskýrsla.pdfFylgiskjalViðauki 7 - Hljóðvist, raf- og segulsvið.pdfFylgiskjalViðauki 6 - Jarðstrengir og loftlínur.pdfFylgiskjalViðauki 4 - Ferðaþjónusta og útivist.pdfFylgiskjalViðauki 3 - Jarðfræði og jarðmyndanir.pdfFylgiskjalViðauki 2 - Frumrannsóknir á gróðurskemmdum.pdfFylgiskjalViðauki 1 - Fuglar og gróður.pdfFylgiskjalViðaukar - forsíða og skrá.pdfFylgiskjalMynda- og kortahefti_forsíða og skrá.pdfFylgiskjal5. hluti_Líkanmyndir.pdfFylgiskjal4. hluti_Sýnileikakort.pdf
16. Helgafellsskóli-kynning fyrir skipulagsnefnd201702088
Kynning byggingarfulltrúa á byggingu Helgafellsskóla.
Frestað.
17. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017201701266
Lögð fram ósk umhverfisnefndar um tillögur frá öllum nefndum bæjarins að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkefnalistan skal velja út frá þeim verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Frestur til að skila inn tillögum er til 1. mars 2017.
Frestað.
18. Biðskyldur í Krikahverfi201702126
Lögð fram tillaga að staðsetningu biðskyldumerkja í Krikahverfi.
Frestað.
19. Fundargerð 74. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.201702145
Fundargerð 74. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram.
Lagt fram.
20. Athafnasvæði í Mosfellsbæ möguleg breyting á svæðisskipulagi.201612069
Lögð fram gögn vegna mögulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins hvað mörk vaxtalínu varðar.
Frestað.
21. Bugðufljót 7, Umsókn um byggingarleyfi201702113
Ab verk ehf. Víkurhvarfi 6 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr stáli og steinsteypu á lóðinni nr. 7 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn. Stærð 1. hæð 50006,5 m2, millipallur 1541,3 m2, skyggni 715,2 m2, 48763,3 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um málið þar sem nýtingarhlutfall hússins er hærra en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.
Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga, nefndin vísar ákvörðun um gjaldtöku vegna aukinnar stærðar til bæjarráðs.
22. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 304201702024F
Lagt fram.
22.1. Álafossvegur 23, Umsókn um byggingarleyfi- breyting inni 201702043
Ásdís Sigurþórsdóttir Álafossvegi 23 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að innrétta íbúðarrými og vinnustofu í rými 02.02.á 2.hæð hússins nr. 23 við Álafossveg í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir rýmis breytast ekki.22.2. Ástu-Sólliljugata 11/Umsókn um byggingarleyfi 201701251
Guðmundur M Helgason Miðstræti 12 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og aukaíbúð á lóðinni nr. 11 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: 1. hæð 206,4 m2, 2. hæð íbúð 158,9 m2, bílgeymsla 47,5 m2, 1477,6 m3.22.3. Bugðufljót 7, Umsókn um byggingarleyfi 201702113
Ab verk ehf. Víkurhvarfi 6 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði úr stáli og steinsteypu á lóðinni nr. 7 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 1. hæð 5006,5 m2, millipallur 1541,3 m2, skyggni 715,2 m2, 48763,3 m3.22.4. Flugumýri 26, Umsókn um byggingarleyfi, girðing 201702210
Fagverktakar Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að setja upp skjólgirðingar á suður- og vesturhluta lóðarinnar nr. 26 við Flugumýri í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki umráðenda aðliggjandi lóða.22.5. Laxatunga 36-44, Umsókn um byggingarleyfi 201612268
Þ4 ehf. Hlíðarsmára 2 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr.36,38,40,42 og 44 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 36, 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla/geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2, 707,0 m3.
Nr. 38, 1. hæð íbúð 67,1 m2, bílgeymsla/geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2, 709,0 m3.
Nr. 40, 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla/geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2, 707,0 m3.
Nr. 42, 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla/geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2, 707,0 m3.
Nr. 44, 1. hæð íbúð 66,8 m2, bílgeymsla/geymsla 38,1 m2, 2. hæð 104,9 m2, 707,0 m3.22.6. Laxatunga 108-114, Umsókn um byggingarleyfi 201702098
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulegsbreytingum í áðursamþykktum raðhúsum við Laxatungu 108-114 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húsanna breytast ekki.22.7. Reykjahvoll 12.Umsókn um byggingarleyfi 201702169
Lukasz Slazak Hvassaleiti 62 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 12 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.22.8. Uglugata 32-38/Umsókn um byggingarleyfi 201701239
Byggingafélagið Hraunborgir Huldubraut 30 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja tvö fjöleignahús og bílakjallara úr steinsteypu á lóðinni nr. 32 - 38 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Í húsi nr. 32-34 eru 5 íbúðir og í húsi nr.36-38 eru 11 íbúðir.
Stærðir: Nr. 36-36: Kjallari 193,7 m2, 1. hæð 419,1 m2, 2. hæð 421,2 m2, 3. hæð 421,2 m2, 4329,1 m3.
Nr. 32-34: 1. hæð 377,1 m2, 2. hæð 396,0 m2, 2442,7 m3.
Bílakjallari/sorpgeymsla 489,7 m2, 1468,8 m3.22.9. Vindhóll/Umsókn um byggingarleyfi 2016081942
Sigurdór Sigurðsson Lambaseli 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja tækjageymslu úr steinsteypu að Vindhóli í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 1. hæð 350,0 m2, 2. hæð 141,0 m2, 2221,8 m3.