Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. september 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður S. Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi frá Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar varð­andi til­von­andi íþróttamið­stöð við Hlíða­völl201509370

    Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar varðandi Íþróttamiðstöð við Hlíðavöll lagt fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við Golf­klúbb Mos­fells­bæj­ar um er­ind­ið og jafn­framt að senda er­ind­ið til skipu­lags­nefnd­ar og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

  • 2. Drög frum­varps um breyt­ingu á lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga til um­sagn­ar201509386

    Beiði um umsögn vegna breytingar á lögum tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fjár­mála­stjóra.

  • 3. Um­ræð­ur um vanda flótta­manna frá stríðs­hrjáð­um svæð­um.2015082191

    Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um stöðu mála lagt fram.

    Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að halda áfram að vinna að mál­inu í sam­ræmi við álykt­un bæj­ar­ráðs.

  • 4. Upp­bygg­ing á lóð­um í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar (Bjark­ar­holt/Há­holt)201301126

    Drög að samkomulagi við Alefli vegna úthlutunar lóða við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 kynnt og lögð fyrir bæjarráð, ásamt úthlutunarskilmálum.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur mjög óeðli­legt að Mos­fells­bær tengi sam­an í út­boði lóð­ir sem eru und­ir mis­mun­andi eign­ar­haldi, ann­ar veg­ar bæj­ar­ins og hins veg­ar að­ila sem þeg­ar á eina af lóð­un­um, þ.e. Há­holt 23 og vitað er að vill fá Bjark­ar­holtslóð­irn­ar til að byggja á.
    Sú krafa að vænt­an­leg­um bjóð­anda í fjöl­býl­is­húsa­lóð­irn­ar 5 við Bjark­ar­holt 1-3 og 5-9 verði gert að kaupa hús­ið við Há­holt 23 á fullu fast­eigna­mats­verði fyr­ir 110 millj­ón­ir kr. til nið­urrifs er mjög íþyngj­andi og að sama skapi ívilandi fyr­ir þann verktaka sem á þá lóð. Lík­leg af­leið­ing út­boðs­skil­mál­ans er að eng­inn bygg­ing­ar­að­ili sjái sér fært að taka þátt í út­boð­inu þann­ig að 7 fjöl­býl­is­húsa­lóð­ir, sem rúma á bil­inu 9-17 íbúð­ir hver, eru lík­leg­ar til að falla eig­anda húss­ins að Há­holti 23 sjálf­krafa í skaut.
    Það eru í hæsta máta óvenju­leg vinnu­brögð að sveit­ar­fé­lag rugli sam­an reit­um við hús­eig­end­ur og lóð­ar­hafa með þess­um hætti í út­boði. Venj­an er að sveit­ar­fé­lög semji um upp­kaup húsa til nið­urrifs og leysi til sín til að greiða leið fyr­ir út­boði á frjáls­um mark­aði. Það er mat Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar að upp­kaup­in hefðu átt að eiga sér stað um það leyti sem deili­skipu­lagi mið­bæj­ar­ins var breytt 2010. Það hefði ver­ið fag­lega nálg­un­in og sú að­ferð sem önn­ur sveit­ar­fé­lag nota.
    Íbúa­hreyf­ing­in styð­ur hvorki þau vinnu­brögð sem við­hafa á í út­boð­inu, né í að­drag­anda þess og mun því ekki styðja fyr­ir­liggj­andi samn­ing.

    Bók­un V-, D- og S-lista:
    Það er af­staða bæj­ar­ráðs að mik­il­vægt sé að hefja upp­bygg­ingu í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar á sama tíma þarf hús­ið við Há­holt 23 að víkja í nú­ver­andi mynd. Sú leið sem hér er lögð til trygg­ir best gagn­sæi og jafn­ræði bjóð­enda og stend­ur best vörð um hags­muni bæj­ar­búa.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stóra að ganga frá sam­komu­lagi við Al­efli á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga. Jafn­framt er um­hverf­is­sviði fal­ið að aug­lýsa um­rædd­ar lóð­ir í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

  • 5. Að­gerðaráætlun Lýð­ræð­is­stefnu 2015-2017201509254

    Lagt fram minnisblað um þátttöku Mosfellsbæjar í evrópskri lýðræðisviku dagana 12. - 18. október nk.

    Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar að vinna áfram að hug­mynd­um um þátt­töku Mos­fells­bæj­ar í evr­ópskri lýð­ræðis­viku.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.