24. september 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður S. Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar varðandi tilvonandi íþróttamiðstöð við Hlíðavöll201509370
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar varðandi Íþróttamiðstöð við Hlíðavöll lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við Golfklúbb Mosfellsbæjar um erindið og jafnframt að senda erindið til skipulagsnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.
2. Drög frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar201509386
Beiði um umsögn vegna breytingar á lögum tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra.
3. Umræður um vanda flóttamanna frá stríðshrjáðum svæðum.2015082191
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um stöðu mála lagt fram.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að halda áfram að vinna að málinu í samræmi við ályktun bæjarráðs.
4. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Drög að samkomulagi við Alefli vegna úthlutunar lóða við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 kynnt og lögð fyrir bæjarráð, ásamt úthlutunarskilmálum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur mjög óeðlilegt að Mosfellsbær tengi saman í útboði lóðir sem eru undir mismunandi eignarhaldi, annar vegar bæjarins og hins vegar aðila sem þegar á eina af lóðunum, þ.e. Háholt 23 og vitað er að vill fá Bjarkarholtslóðirnar til að byggja á.
Sú krafa að væntanlegum bjóðanda í fjölbýlishúsalóðirnar 5 við Bjarkarholt 1-3 og 5-9 verði gert að kaupa húsið við Háholt 23 á fullu fasteignamatsverði fyrir 110 milljónir kr. til niðurrifs er mjög íþyngjandi og að sama skapi ívilandi fyrir þann verktaka sem á þá lóð. Líkleg afleiðing útboðsskilmálans er að enginn byggingaraðili sjái sér fært að taka þátt í útboðinu þannig að 7 fjölbýlishúsalóðir, sem rúma á bilinu 9-17 íbúðir hver, eru líklegar til að falla eiganda hússins að Háholti 23 sjálfkrafa í skaut.
Það eru í hæsta máta óvenjuleg vinnubrögð að sveitarfélag rugli saman reitum við húseigendur og lóðarhafa með þessum hætti í útboði. Venjan er að sveitarfélög semji um uppkaup húsa til niðurrifs og leysi til sín til að greiða leið fyrir útboði á frjálsum markaði. Það er mat Íbúahreyfingarinnar að uppkaupin hefðu átt að eiga sér stað um það leyti sem deiliskipulagi miðbæjarins var breytt 2010. Það hefði verið faglega nálgunin og sú aðferð sem önnur sveitarfélag nota.
Íbúahreyfingin styður hvorki þau vinnubrögð sem viðhafa á í útboðinu, né í aðdraganda þess og mun því ekki styðja fyrirliggjandi samning.Bókun V-, D- og S-lista:
Það er afstaða bæjarráðs að mikilvægt sé að hefja uppbyggingu í miðbæ Mosfellsbæjar á sama tíma þarf húsið við Háholt 23 að víkja í núverandi mynd. Sú leið sem hér er lögð til tryggir best gagnsæi og jafnræði bjóðenda og stendur best vörð um hagsmuni bæjarbúa.Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstóra að ganga frá samkomulagi við Alefli á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga. Jafnframt er umhverfissviði falið að auglýsa umræddar lóðir í miðbæ Mosfellsbæjar í samræmi við framlagt minnisblað.
5. Aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu 2015-2017201509254
Lagt fram minnisblað um þátttöku Mosfellsbæjar í evrópskri lýðræðisviku dagana 12. - 18. október nk.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að vinna áfram að hugmyndum um þátttöku Mosfellsbæjar í evrópskri lýðræðisviku.