13. mars 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2017201611238
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17.janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir árið 2017." Frestað á 431. fundi. Lögð fram endurbætt tillaga að starfsáætlun fyrir skipulagsnefnd árið 2017.
Frestað.
2. Bifreiðastöður við Brekkutanga201603425
Á 416. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við framlagt minnisblað." Lagður fram uppdráttur.
Skipulagsnefnd vísar málinu til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
3. Athafnasvæði í Mosfellsbæ möguleg breyting á svæðisskipulagi.201612069
Lögð fram gögn vegna mögulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins hvað mörk vaxtalínu varðar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins í samræmi við framlögð gögn.
Fulltrúi samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun.
Uppbygging athafnasvæðis fyrir umhverfisvænan, grænan og orkufrekan iðnað er jákvæð fyrir samfélagið í Mosfellsbæ. Staðsetning sem hér er rædd hentar vel út frá sjónarmiði orkuöflunar og nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Samfylkingin er hlynnt grænni orkufrekri starfsemi sem starfar í sátt við umhverfi sitt. Við gerð síðasta aðalskipulags má segja að þau mistök hafi verið gerð að ekki var gert ráð fyrir athafnasvæði fyrir umhverfisvænan orkufrekan iðnað á þessu svæði. Því er bagalegt að vera fyrst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að óska eftir breytingu á því svæðisskipulagi sem sátt hefur ríkt um. Þessi ósk um breytingu á svæðisskipulaginu mun hafa fordæmisgildi inn í framtíðina. Verði fallist á þessa breytingu og í framhaldinu hefjist uppbygging, skiptir öllu máli að vel verði að henni staðið m.t.t. hagsmuna bæjarfélagsins og þar með eru taldir umhverfislegir þættir.4. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Kynning og umræður. Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Nefndin felur umhverfisdeild að huga sérstaklega að uppbroti hæðar húsa, grænu yfirborði bílastæða og ofanvatnslausnum á svæðinu.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd telur deiliskipulagsuppdráttinn ekki tilbúinn til auglýsingar. Allt of mörg bílastæði þekja lungann af útisvæðum lóðanna, enn er lagt til að hluti húsanna verði s.k.svalagangshús þrátt fyrir skýr ákvæði um að slíkt sé óheimilt og einhver húsanna eru fimm hæðir sem er of hátt á þessum stað. Leysa þarf ofangreinda þætti áður en deiliskipulagið verður auglýst.5. Blesabakki 1 - fyrirspurn vegna stækkunar á hesthúsi, breyting á deiliskipulagi201610198
Á 429. fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita álits næstu nágranna Blesabakka 1 og stjórnar Hestamannafélagsins Harðar." Álit frá einum nágranna hefur borist.
Málinu frestað þar sem ekki hefur borist álit stjórnar Hestamannafélagsins Harðar.
6. Hesthúsalóð á Varmárbökkum201701072
Á 1295. fundi bæjarráðs 23. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar."
Frestað.
7. Frístundalóð í Úlfarsfellslandi við Hafravatn lnr. 125506 - breyting á deiliskipulagi201702203
Á 431. fundi skipulagsnefndar 27. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: " Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags." Lagt fram erindi frá umsækjanda.
Frestað.
8. Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir201605282
Á 419. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst, engar athugasemdir bárust. Tillagna var send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagið er ekki samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags. Borist hefur erindi frá umsækjanda.
Frestað.
9. Sandskeiðslína 1 - Landsnet - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Sandskeiðslínu 1201701026
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: 'Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu Landsnets um málið fyrir bæjarstjórn, skipulagsnefnd og umhverfisnefnd. ' Haldin var kynning 31. janúar 2017 fyrir bæjarstjórn, skipulagsnefnd og umhverfisnefnd. Frestað á 431. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga.
- FylgiskjalMynda- og kortahefti_forsíða og skrá.pdfFylgiskjalViðaukar - forsíða og skrá.pdfFylgiskjalViðauki 1 - Fuglar og gróður.pdfFylgiskjalViðauki 2 - Frumrannsóknir á gróðurskemmdum.pdfFylgiskjalViðauki 3 - Jarðfræði og jarðmyndanir.pdfFylgiskjalViðauki 4 - Ferðaþjónusta og útivist.pdfFylgiskjalViðauki 6 - Jarðstrengir og loftlínur.pdfFylgiskjalViðauki 7 - Hljóðvist, raf- og segulsvið.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur - Matsskýrsla.pdfFylgiskjal2009.08.10 Suðvesturlínur_Viðauki 8.pdfFylgiskjalÁlit Skipulagsstofnunar_2009.09.17.pdfFylgiskjallýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdaleyfis.pdfFylgiskjalLýsing mannvirkja frh..pdfFylgiskjalBreytingar á flutningskerfinu við höfuðborgarsvæðið, fyrirhugaðar framkv....pdfFylgiskjal2509-367-AHM-001-V14 Áhættumat vegna vatnsverndar fyrir SS1 og SAN.pdf
10. Deiliskipulag Miðbæjar - breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Háholt 16-24201703118
Á fundinn mættu arkitektarnir Páll Gunnlaugssson og Þorsteinn Helgason fulltrúar ASK arkitekta og gerðu grein fyrir deiliskipulagsbreytingunni.
Kynning og umræður.
11. Tengivirki Landsnets á Sandskeiði - ósk um gerð deiliskipulags201610030
Á fundinn mætti Eva Dís Þórðardóttir fulltrúi Eflu gerði grein fyrir deiliskipulagstillögunni. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir tengivirki Landsnets á Sandskeiði.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
12. Tengivegur á milli Þverholts og Leirvogstungu - breyting á deiliskipulagi201612093
Á 427. fundi skipulagsnefndar 13. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: " Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá Strætó bs." Tillagan var auglýst frá 16. janúar til og með 27. febrúar 2017. Ein athugasemd barst.
Samþykkt að vísa athugasemd til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa.
13. Kæra til ÚUA v/deiliskipulagsskilmála Bjargs í Mosfellsbæ201507121
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 23. febrúar 2017 varðandi mál nr. 52/2015 kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar frá 19. júní 2015 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi með Varmá frá Reykjalundarvegi að Húsadal vegna lóðarinnar Bjargs í Mosfellsbæ.
Frestað.
14. Ósk um deiliskipulagningu og framlengingu á leigusamningi lóðar201702141
Á 1295. fundi bæjarráðs 23. febrúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa skipulagshluta erindisins til umsagnar skipulagsnefndar og ósk um framlengingu á leigusamningi til umsagnar lögmanns."
Frestað.
15. Blágrænar ofanvatnslausnir201611139
Kynning á leiðbeiningabæklingi um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í skipulagi nýrra hverfa. Vísað til skipulagsnefndar af umhverfisnefnd 6.12.2016.
Nefndin samþykkir að vísa málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
16. Hulduhólasvæði í Mosfellsbæ - tillaga að breytingu á deiliskipulagi201611227
Á 426. fundi skipulagsnefndar 6. desember 2016 var gerð eftirfarandi bókun: " Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 16. janúar til og með 27. febrúar 2017. Athugasemdir bárust.
Samþykkt að vísa athugasemdum til skoðunar hjá skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar.
17. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - ósk um breytingu á aðalskipulagi201612360
Á 428. fundi skipulagsnefndar 17. janúar 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að ræða við bréfritara." Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi hafa átt fund með bréfritara og landeiganda. Borist hefur nýtt erindi.
Skipulagsfulltrúa falið að skoða málið.
18. Reykjahvoll 4 - ósk um breytingu á deiliskipulagi - fjölgun lóða að Reykjahvol 4.201702312
Borist hefur erindi frá Sigurfinni Þorsteinssyni og Sigríði Pétursdóttur dags. 27. febrúar 2017 varðandi fjölgun lóða að Reykjahvoli 4.
Skipulagsnefnd er jákvæð og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
19. Helgafellsskóli-kynning fyrir skipulagsnefnd201702088
Kynning byggingarfulltrúa á byggingu Helgafellsskóla.
Lagt fram til kynningar.
20. Biðskyldur í Krikahverfi201702126
Lögð fram tillaga að staðsetningu biðskyldumerkja á Krikahverfi.
Skipulagsnefnd leggur til við lögreglustjóra að settar verði biðskyldur í Krikahverfi í samræmi við framlögð gögn.
21. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017201701266
Lögð fram ósk umhverfisnefndar um tillögur frá öllum nefndum bæjarins að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkalistan skal velja út frá þeim verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Frestur til að skila inn tillögum er til 1. mars 2017.
Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir fundi með umhverfisnefnd um erindið.
22. Reykjahvoll 26, Umsókn um byggingarleyfi201702120
Bjarni Blöndal Garðatorgi 17 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 26 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn. Stærð: íbúð 1. hæð 175,5 m2, bílgeymsla/geymsla 39,1 m2, 2. hæð 45,8 m2, 903,4 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um málið.
Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
23. Desjamýri 6,bil 0102, Umsókn um byggingarleyfi201702232
Húsasteinn Dalhúsum 54 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu og stáli áður samþykkt iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 6 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss 608,0 m2, 7042,1 m3. Stærð eftir breytingu: 1239,3 m2 10175,3 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um málið.
Nefndin samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
24. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 16201703003F
Lagt fram.
24.1. Ásar 4 og 6 - tillaga að breytingu á deiliskipulagi , aðkomuvegur 201610197
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 14. janúar 2017 til og með 27. febrúar 2017. Engar athugasemdir bárust.
24.2. Vogatunga 47-51 - breyting á deiliskipulagi. 201611126
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 14. janúar 2017 til og með 27. febrúar 2017. Engar athugasemdir bárust.
24.3. Reykjamelur 7 - Breyting á deiliskipulagi 201611301
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 14. janúar 2017 til og með 27. febrúar 2017. Engar athugasemdir bárust.
25. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 305201703010F
Lagt fram.
25.1. Desjamýri 6,bil 0102, Umsókn um byggingarleyfi 201702232
Húsasteinn Dalhúsum 54 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu og stáli áður samþykkt iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 6 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 608,0 m2, 7042,1 m3.
Stærð eftir breytingu: 1239,3 m2 10175,3 m325.2. Laxatunga 105-109X-Umsókn um byggingarleyfi 201702251
X-jb ehf. Tjarnarbrekku 2 Garaðbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 105, 107 og 109 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 105, íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
Nr. 107, íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.
Nr. 109, íbúð 146,0 m2, bílgeymsla 32,4 m2, 744,6 m3.25.3. Leirvogstunga 22 /Umsókn um byggingarleyfi 201702263
Björgvin Jónsson Leirvogstungu 22 sækir um leyfi til að rífa núverandi bílgeymslu og byggja úr steinsteypu og timbri nýja bílgeymslu og stigahús á lóðinni nr. 22 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð bílgeymslu 76,5 m2, stigahús 14,9 m2, 272,8 m3.25.4. Lerkibyggð 1-3 /Umsókn um byggingarleyfi 201702250
Finnbogi R Jóhannesson Arnarhöfða 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri, parhús á lóðinni nr. 1-3 við Lerkibyggð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 1, 118,4 m2, 459,4 m3.
Nr. 3, 141,2 m2, 549,4 m3.25.5. Reykjahvoll 26, Umsókn um byggingarleyfi 201702120
Bjarni Blöndal Garðatorgi 17 Garðabæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 26 við Reykjahvol í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: íbúð 1. hæð 175,5 m2, bílgeymsla/geymsla 39,1 m2, 2. hæð 45,8 m2, 903,4 m3.25.6. Urðarholt 4. Umsókn um byggingarleyfi, breyting innanhúss. 201611225
Hrísholt ehf. Fannafold 85 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja svalir og innrétta 3 íbúðir á 2. hæð Urðarholts 4 í stað áðursamþykktra skrifstofurýma.
Heildar stærðir hússins breytast ekki.
Á 429. fundi skipulagsnefndar var gerð svohljóðandi bókun: "Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við málið og felur byggingafulltrúa afgreiðslu þess þegar fullnægjandi gögn hafa borist".25.7. Vogatunga 61-69, Umsókn um byggingarleyfi 201702253
Fagverk ehf. Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 61,63,65,67 og 69 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 61, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3.
Nr. 63, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3.
Nr. 65, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3.
Nr. 67, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 37,7 m2, 2. hæð 121,6 m2, 855,3 m3.
Nr. 69, íbúð 1. hæð 83,9 m2, bílgeymsla 38,0 m2, 2. hæð 121,9 m2, 857,2 m3.25.8. Í Þormóðsdalslandi 125606, Umsókn um byggingarleyfi 201703113
Nikulás Hall Neðstabergi 18 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús í landi Þormóðsdals, landnr. 125606 í samræmi við framlögð gögn og deiliskipulag lóðarinnar.
Jafnframt er sótt um leyfi til að tengja bústaðinn við rafmagn fyrir ljós og hita.
Stærð 93,0 m2, 342,8 m3.