17. september 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fyrirspurn um færslu ljósastaura og fleira í Kvíslartungu201507221
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Guðbjarts Ægissonar er nú lögð fyrir bæjarráð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að skoða nánar hvort raunhæft sé að fækka ljósastaurum í hverfinu.
2. Uppbygging á lóðum í Bjarkarholti 1-9201301126
Drög að samkomulagi við Alefli vegna úthlutunar lóða við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 kynnt og lögð fyrir bæjarráð.
Umræður fóru fram.
3. Umræður um vanda flóttamanna frá stríðshrjáðum svæðum.2015082191
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um stöðu mála lagt fram.
Frestað.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Framlögð tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 samþykkt með þremur atkvæðum.
5. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2015201501503
Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða sölu skuldabréfa.
Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá stofnun skuldabréfaflokksins "MOS 15 1" í samræmi við meðfylgjandi drög að útgáfulýsingu. Jafnframt er bæjarstjóra og fjármálastjóra heimilt að ganga frá útgáfu og sölu skuldabréfa úr skuldabréfaflokknum fyrir allt að 500mkr að nafnverði.
6. Uglugata 2-22, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201411038
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 22. júlí 2015 með athugasemdafresti til 2. september 2015. Engin athugasemd barst. Skipulagsnefnd vísaði ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka málið á dagskrá fundarins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Uglugötu 2-22 með deiliskipulagsbreytingu verði 1 milljón króna á hverja viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna þessara breytinga. Framkvæmdastjóra umhverfissviðs er falið að ganga frá samkomulagi við lóðarhafa um framangreint.