Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. september 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fyr­ir­spurn um færslu ljósastaura og fleira í Kvísl­artungu201507221

    Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Guðbjarts Ægissonar er nú lögð fyrir bæjarráð.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að skoða nán­ar hvort raun­hæft sé að fækka ljósastaur­um í hverf­inu.

    • 2. Upp­bygg­ing á lóð­um í Bjark­ar­holti 1-9201301126

      Drög að samkomulagi við Alefli vegna úthlutunar lóða við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 kynnt og lögð fyrir bæjarráð.

      Um­ræð­ur fóru fram.

      • 3. Um­ræð­ur um vanda flótta­manna frá stríðs­hrjáð­um svæð­um.2015082191

        Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um stöðu mála lagt fram.

        Frestað.

      • 4. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2015 - 2018201405028

        Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015.

        Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

        Fram­lögð til­laga að við­auka við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2015 sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

        • 5. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2015201501503

          Fjármálastjóri kynnir fyrirhugaða sölu skuldabréfa.

          Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra og fjár­mála­stjóra að ganga frá stofn­un skulda­bréfa­flokks­ins "MOS 15 1" í sam­ræmi við með­fylgj­andi drög að út­gáfu­lýs­ingu. Jafn­framt er bæj­ar­stjóra og fjár­mála­stjóra heim­ilt að ganga frá út­gáfu og sölu skulda­bréfa úr skulda­bréfa­flokkn­um fyr­ir allt að 500mkr að nafn­verði.

          • 6. Uglugata 2-22, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201411038

            Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst 22. júlí 2015 með athugasemdafresti til 2. september 2015. Engin athugasemd barst. Skipulagsnefnd vísaði ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða til afgreiðslu bæjarráðs.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka mál­ið á dagskrá fund­ar­ins.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald vegna fjölg­un­ar íbúða við Uglu­götu 2-22 með deili­skipu­lags­breyt­ingu verði 1 millj­ón króna á hverja við­bóta­r­í­búð. Jafn­framt að lóð­ar­hafi greiði all­an kostn­að sem til fell­ur vegna þess­ara breyt­inga. Fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs er fal­ið að ganga frá sam­komu­lagi við lóð­ar­hafa um fram­an­greint.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.