Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. janúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins varð­andi lána­mál og ábyrgð­ir201103056

    Álit Innanríkisráðuneytisins frá 21. desember 2012 sem ráðuneytið hefur haft til meðferðar varðandi ábyrgðarveitingu Mosfellsbæjar.

    Álit Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 2. Er­indi UMFA vegna óska um lána­fyr­ir­greiðslu201211127

      Erindi UMFA vegna óska um lánafyrirgreiðslu vegna vangoldinna lífeyrisgreiðslna félagsins.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir, með þrem­ur at­kvæð­um, fyr­ir­fram­greiðslu á styrk að að upp­hæð 5,6 mkr. til Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar vegna upp­gjörs á launa­tengd­um gjöld­um sem fé­lag­ið er í van­skil­um með.
      Jafn­framt lýs­ir bæj­ar­ráð yfir von­brigð­um með að mál þetta hafi far­ið í þann far­veg sem raun ber vitni. Bæj­ar­ráð fel­ur jafn­framt bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs að afla upp­lýs­inga hjá Aft­ur­eld­ingu um hvaða ráð­staf­ana fé­lag­ið hef­ur grip­ið til að koma í veg fyr­ir mis­stök sem þessi. Enn frem­ur ger­ir bæj­ar­ráð það að skil­yrði að upp­lýs­ing­ar um rekst­ar­stöðu Aft­ur­eld­ing­ar komi form­leg­ar og oft­ar til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar, bæj­ar­ráðs og emb­ætt­is­manna, svo bæj­ar­yf­ir­völd hafi skýr­ari mynd af rekstr­ar­stöðu fé­lags­ins hverju sinni.

      • 3. Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar á vatns­vernd fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið201112127

        Stýrihópur um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu hefur mótað verklýsingu í samræmi við verkefnistillögu sem sveitarfélögin höfðu áður samþykkt og er óskað eftir afgreiðslu/afstöðu sveitarfélaganna á verklýsingunni.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar og um­hverf­is­nefnd­ar til um­sagn­ar.

        • 4. Fram­kvæmda­sjóð­ur vegna þjón­ustumið­stöðv­ar aldr­aðra201211206

          Erindi Velferðarráðuneytisins sem er svar við erindi Mosfellsbæjar um aðilaskipti að umsókn um styrk úr Framkvæmdastjóði aldraðra.

          Er­indi Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins lagt fram.

          • 5. Um­sókn um fram­lög úr Fram­kvæmda­sjóði aldr­aðra árið 2013.201301113

            Í umsókninni til Framkvæmdastjóðs aldraðra sækir Mosfellsbær um framlag vegna breytinga á þjónustumiðstöð og dagdvöl aldraðra á Eirhömrum.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að sækja um styrk úr Fram­kvæmda­sjóði aldr­aðra.

            • 6. Starfs­regl­ur stjórn­ar SORPU bs201212179

              Stjórn Sorpu bs. sendir Mosfellsbæ nýsamþykktar starfsreglur stjórnar Sorpu bs.

              Starfs­regl­ur stór­n­ar Sorpu bs. lagð­ar fram.

              • 7. Árs­hluta­reikn­ing­ur Skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201212190

                Árshlutareikningur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vegna janúar til september 2012.

                Árs­hluta­reikn­ing­ur­inn lagð­ur fram.

                • 8. Um­sókn um leyfi til bú­setu í Bræðra­tungu Reykja­hverfi201301037

                  Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska eftir búsetuleyfi vegna fasteignarinnar og þar með lögheimilisskráningu.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

                  • 9. Ósk um fjár­hags­styrk frá Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2013201301125

                    Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn óskar eftir rekstrarstyrk að upphæð kr. 500 þúsund krónur fyrir árið 2013.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar til um­sagn­ar.

                    • 10. Upp­bygg­ing á lóð­um í Bjark­ar­holti 1-9201301126

                      Alefli ehf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um uppbyggingu lóða við Bjarkarholt 1, 3, 5, 7 og 9 samkvæmt deiliskipulagi miðbæjar.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við bréf­rit­ara.

                      • 11. Sam­st­arf Mos­fells­bæj­ar og Eir­ar um upp­bygg­ingu öldrun­ar­set­urs í Mos­fells­bæ200506184

                        Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnarson óskar eftir að leggja fram tillögu þessa efnis að bæjarstjórn fái fundargerðir stjórnar Eirar sendar til upplýsingar.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að kanna hvort að fund­ar­gerð­ir stjórn­ar Eir­ar séu að­gengi­leg­ar bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30