10. janúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Innanríkisráðuneytisins varðandi lánamál og ábyrgðir201103056
Álit Innanríkisráðuneytisins frá 21. desember 2012 sem ráðuneytið hefur haft til meðferðar varðandi ábyrgðarveitingu Mosfellsbæjar.
Álit Innanríkisráðuneytisins lagt fram til kynningar.
2. Erindi UMFA vegna óska um lánafyrirgreiðslu201211127
Erindi UMFA vegna óska um lánafyrirgreiðslu vegna vangoldinna lífeyrisgreiðslna félagsins.
Bæjarráð samþykkir, með þremur atkvæðum, fyrirframgreiðslu á styrk að að upphæð 5,6 mkr. til Ungmennafélagsins Aftureldingar vegna uppgjörs á launatengdum gjöldum sem félagið er í vanskilum með.
Jafnframt lýsir bæjarráð yfir vonbrigðum með að mál þetta hafi farið í þann farveg sem raun ber vitni. Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra og framkvæmdastjóra menningarsviðs að afla upplýsinga hjá Aftureldingu um hvaða ráðstafana félagið hefur gripið til að koma í veg fyrir misstök sem þessi. Enn fremur gerir bæjarráð það að skilyrði að upplýsingar um rekstarstöðu Aftureldingar komi formlegar og oftar til íþrótta- og tómstundanefndar, bæjarráðs og embættismanna, svo bæjaryfirvöld hafi skýrari mynd af rekstrarstöðu félagsins hverju sinni.3. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Stýrihópur um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu hefur mótað verklýsingu í samræmi við verkefnistillögu sem sveitarfélögin höfðu áður samþykkt og er óskað eftir afgreiðslu/afstöðu sveitarfélaganna á verklýsingunni.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar og umhverfisnefndar til umsagnar.
4. Framkvæmdasjóður vegna þjónustumiðstöðvar aldraðra201211206
Erindi Velferðarráðuneytisins sem er svar við erindi Mosfellsbæjar um aðilaskipti að umsókn um styrk úr Framkvæmdastjóði aldraðra.
Erindi Velferðarráðuneytisins lagt fram.
5. Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2013.201301113
Í umsókninni til Framkvæmdastjóðs aldraðra sækir Mosfellsbær um framlag vegna breytinga á þjónustumiðstöð og dagdvöl aldraðra á Eirhömrum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að sækja um styrk úr Framkvæmdasjóði aldraðra.
6. Starfsreglur stjórnar SORPU bs201212179
Stjórn Sorpu bs. sendir Mosfellsbæ nýsamþykktar starfsreglur stjórnar Sorpu bs.
Starfsreglur stórnar Sorpu bs. lagðar fram.
7. Árshlutareikningur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201212190
Árshlutareikningur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vegna janúar til september 2012.
Árshlutareikningurinn lagður fram.
8. Umsókn um leyfi til búsetu í Bræðratungu Reykjahverfi201301037
Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska eftir búsetuleyfi vegna fasteignarinnar og þar með lögheimilisskráningu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
9. Ósk um fjárhagsstyrk frá Mosfellsbæ fyrir árið 2013201301125
Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn óskar eftir rekstrarstyrk að upphæð kr. 500 þúsund krónur fyrir árið 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
10. Uppbygging á lóðum í Bjarkarholti 1-9201301126
Alefli ehf. óskar eftir viðræðum við Mosfellsbæ um uppbyggingu lóða við Bjarkarholt 1, 3, 5, 7 og 9 samkvæmt deiliskipulagi miðbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
11. Samstarf Mosfellsbæjar og Eirar um uppbyggingu öldrunarseturs í Mosfellsbæ200506184
Bæjarráðsmaður Jón Jósef Bjarnarson óskar eftir að leggja fram tillögu þessa efnis að bæjarstjórn fái fundargerðir stjórnar Eirar sendar til upplýsingar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að kanna hvort að fundargerðir stjórnar Eirar séu aðgengilegar bæjarstjórn Mosfellsbæjar.