4. maí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskipta
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæta við máli með afbrigðum. Það er mál númer 6 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsögn um frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum)352. mál201603157
Afgreiðslu þessa máls var frestað á síðasta fundi. Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs mætir og kynnir umsögn sína.
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdarstjóri Fjölskyldusviðs var viðstödd fundinn undir þessum lið. Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda framlagða umsögn til Alþingis vegna frumvarps til laga um málefni aldraðra.
2. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018201604233
Umbeðin umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra Umhverfissviðs og bæjarstjóra að gera umsögn í samræmi við framlagt minnisblað vegna tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun.
3. Brúarland201505273
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að semja við verktaka um lóðarframkvæmdir við Brúarland á grunni útboðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við Markverk ehf. um frágang lóðar við Brúarland.
4. Veitur - ósk um að stofna lóð í landi Úlfarsfells lnr. 191851201604221
Erindi Veitna ohf. um lóð undirspennistöð við Hafravatn.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra Umhverfissviðs að ræða við bréfritara.
5. Laun Vinnuskóla 2016201605014
Tillaga að launum í Vinnuskóla fyrir sumarið 2016.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hækka laun unglinga vinnuskólans í samræmi við framlagt minnisblað.
6. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Tillaga um úthlutun lóða við Bjarkarholt/Háholt. Erindi þessu var frestað á síðasta fundi.
Samþykkt með þremur atkævðum að ganga til samninga við Upphaf fasteignafélag slhf. um úthlutun lóða við Bjarkarholt/Háholt.