Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. maí 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskipta

Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæta við máli með af­brigð­um. Það er mál núm­er 6 á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sögn um frum­varp til laga um mál­efni aldr­aðra (rétt­ur til sam­búð­ar á stofn­un­um)352. mál201603157

    Afgreiðslu þessa máls var frestað á síðasta fundi. Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs mætir og kynnir umsögn sína.

    Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmd­ar­stjóri Fjöl­skyldu­sviðs var við­stödd fund­inn und­ir þess­um lið. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að senda fram­lagða um­sögn til Al­þing­is vegna frum­varps til laga um mál­efni aldr­aðra.

  • 2. Um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um fjög­urra ára sam­göngu­áætlun 2015-2018201604233

    Umbeðin umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 lögð fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs og bæj­ar­stjóra að gera um­sögn í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað vegna til­lögu til þings­álykt­un­ar um sam­göngu­áætlun.

  • 3. Brú­ar­land201505273

    Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að semja við verktaka um lóðarframkvæmdir við Brúarland á grunni útboðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við Markverk ehf. um frá­g­ang lóð­ar við Brú­ar­land.

  • 4. Veit­ur - ósk um að stofna lóð í landi Úlfars­fells lnr. 191851201604221

    Erindi Veitna ohf. um lóð undirspennistöð við Hafravatn.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs að ræða við bréf­rit­ara.

  • 5. Laun Vinnu­skóla 2016201605014

    Tillaga að launum í Vinnuskóla fyrir sumarið 2016.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hækka laun ung­linga vinnu­skól­ans í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

  • 6. Upp­bygg­ing á lóð­um í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar (Bjark­ar­holt/Há­holt)201301126

    Tillaga um úthlutun lóða við Bjarkarholt/Háholt. Erindi þessu var frestað á síðasta fundi.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kævð­um að ganga til samn­inga við Upp­haf fast­eigna­fé­lag slhf. um út­hlut­un lóða við Bjark­ar­holt/Há­holt.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15