Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. mars 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Gerplustræti 31-37, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201601149

  Skipulagsnefnd vísaði á 406. fundi sínum til bæjarráðs ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um átta skv. tillögu að breytingum á deiliskipulagi.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald vegna fjölg­un­ar íbúða við Gerplustræti 31-37 með deili­skipu­lags­breyt­ingu skuli nema 1.250.000 krón­um á hverja við­bóta­r­í­búð. Jafn­framt að lóð­ar­hafi greiði all­an kostn­að sem til fell­ur vegna breyt­ing­ar­inn­ar.

 • 2. Regl­ur um upp­tök­ur á fund­um bæj­ar­stjórn­ar.201602249

  Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram. Bæjarráð frestaði afgreiðslu reglnanna á síðasta fundi sínum.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni að end­ur­skoða texta 5. gr. regln­anna með hlið­sjón af um­ræð­um á fund­in­um.

  Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
  Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar fagn­ar því að bæj­ar­ráð skuli vera til­bú­ið til að end­ur­skoða 5. gr. reglna um hljóðupp­tök­ur.

  Bæj­ar­ráð ít­rek­ar að um­rædd­ar regl­ur eru frá ár­inu 2010 og nú er um að ræða end­ur­skoð­un á þeim.

 • 3. Um­sögn um frum­varp til laga um sveit­ar­stjórn­ar­lög.201602267

  Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða.

  Lagt fram.

 • 4. Um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um upp­bygg­ingu án­ing­ar­staða Vega­gerð­ar­inn­ar við þjóð­vegi201602268

  Umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi.

  Lagt fram.

 • 5. Aug­lýs­ing eft­ir fram­boð­um í stjórn Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga201602270

  Auglýst eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga. Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir hádegi mánudaginn 7. mars nk.

  Lagt fram.

 • 6. Styrkt­ar­sjóð­ur EBÍ 2016201602296

  Styrktarsjóður EBÍ - breyting á 7. gr um að umsóknarfrestur renni út í lok apríl auk þess sem sveitarfélögum er boðið að senda inn umsóknir um stuðning við verkefni sem falla undir reglur sjóðsins.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að kynna er­ind­ið fram­kvæmda­stjór­um sviða.

 • 7. Nor­djobb sum­arstörf 2016201602325

  Nordjobb óskar eftir því að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu og ráði tvo Nordjobbara til starfa sumarið 2016.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu.

 • 8. Helga­fells­hverfi, 2. og 3. áfangi, ósk­ir um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201509513

  Skipulagsnefnd vísaði á 406. fundi sínum til bæjarráðs ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um þrjár skv. tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald vegna fjölg­un­ar íbúða við Uglu­götu 9-13 með deili­skipu­lags­breyt­ingu skuli nema 1.250.000 krón­um á hverja við­bóta­r­í­búð. Jafn­framt að lóð­ar­hafi greiði all­an kostn­að sem til fell­ur vegna breyt­ing­ar­inn­ar.

 • 9. Upp­bygg­ing á lóð­um í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar (Bjark­ar­holt/Há­holt)201301126

  Leitað er heimildar bæjarráðs til heimila bæjarstjóra að hefja viðræður við hæfa bjóðendur í lóðir við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að hefja við­ræð­ur við hæfa bjóð­end­ur í lóð­ir við Bjark­ar­holt 1-9 og Há­holt 23 um mögu­lega út­hlut­un lóð­anna.

 • 10. Um­sókn lög­býli Brekku­kot í Mos­fells­dal und­ir ferða­þjón­ustu201601282

  Lögð fram umsögn skipulagsnefndar frá 16. febrúar, sem bæjarráð óskaði eftir á 1245. fundi.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni að svara er­ind­inu í sam­ræmi við um­sagn­ir hans og skipu­lags­nefnd­ar.

 • 11. Leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ201409371

  Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað með ósk um heimild til að leita tilboða í gatnagerð fyrir lóðirnar Þverholti 21-29.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að felja um­hverf­is­sviði að leita til­boða hjá verk­tök­um vegna gatna­gerð­ar í Þver­holti 21-23 og 27-29 á grund­velli fyr­ir­liggj­andi út­boðs­gagna.

 • 12. Beiðni um und­an­þágu til skrán­ing­ar lög­heim­il­is í frí­stunda­byggð201602356

  Beiðni um undanþágu til skráningar lögheimilis í frístundabyggð.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda er­ind­ið til lög­manns til um­sagn­ar.

 • 13. Um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um Lax­ness­set­ur að Gljúfra­steini í Mos­fells­bæ201602229

  Umsögn þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram.

  Bók­un bæj­ar­ráðs
  Mos­fells­bær styð­ur heils­hug­ar við hug­mynd­ir um upp­bygg­ingu menn­ing­ar­húss, Lax­ness­set­urs að Gljúfra­steini í Mos­fells­bæ. Sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur frá upp­hafi tek­ið um­leit­un­um og hug­mynd­um um upp­bygg­ingu að Gljúfra­steini fagn­andi og eru mikl­ir mögu­leik­ar á að gera bet­ur þar. Ævi­st­arf Hall­dórs Lax­ness er dýr­mæt­ur þjóð­ar­ar­f­ur og ber að standa vörð um hann. Mos­fells­bær tek­ur þátt í því með því að minn­ast Hall­dórs Lax­ness með marg­vís­leg­um hætti í menn­ing­ar­lífi bæj­ar­ins á ári hverju.

  Mos­fells­dal­ur­inn hef­ur vissu­lega sér­stöðu í sögu­legu og menn­ing­ar­legu til­liti og hvet­ur Mos­fells­bær til þess að þessi sér­staða verði gerð að­gengi­leg og sýni­leg fyr­ir bæði heima­mönn­um og gest­um. Al­hliða menn­ing­ar­set­ur þar sem verð­ur lögð áhersla á bók­mennt­ir og rann­sókn­ir ásamt um­gjörð um ævi og starf Nó­bel skálds­ins stuðl­ar að því og væri bæði já­kvæð og æski­leg nálg­un.

  • 14. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2015201601291

   Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 kynntar.

   Aldís Stef­áns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, og Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

   Aldís Stef­áns­dótt­ir kynnti nið­ur­stöð­ur þjón­ustu­könn­ar sveit­ar­fé­laga 2015.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:07