3. mars 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerplustræti 31-37, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201601149
Skipulagsnefnd vísaði á 406. fundi sínum til bæjarráðs ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um átta skv. tillögu að breytingum á deiliskipulagi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Gerplustræti 31-37 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1.250.000 krónum á hverja viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna breytingarinnar.
2. Reglur um upptökur á fundum bæjarstjórnar.201602249
Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram. Bæjarráð frestaði afgreiðslu reglnanna á síðasta fundi sínum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að endurskoða texta 5. gr. reglnanna með hliðsjón af umræðum á fundinum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnar því að bæjarráð skuli vera tilbúið til að endurskoða 5. gr. reglna um hljóðupptökur.Bæjarráð ítrekar að umræddar reglur eru frá árinu 2010 og nú er um að ræða endurskoðun á þeim.
3. Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög.201602267
Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða.
Lagt fram.
4. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi201602268
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi.
Lagt fram.
5. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga201602270
Auglýst eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga. Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir hádegi mánudaginn 7. mars nk.
Lagt fram.
6. Styrktarsjóður EBÍ 2016201602296
Styrktarsjóður EBÍ - breyting á 7. gr um að umsóknarfrestur renni út í lok apríl auk þess sem sveitarfélögum er boðið að senda inn umsóknir um stuðning við verkefni sem falla undir reglur sjóðsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að kynna erindið framkvæmdastjórum sviða.
7. Nordjobb sumarstörf 2016201602325
Nordjobb óskar eftir því að Mosfellsbær taki þátt í verkefninu og ráði tvo Nordjobbara til starfa sumarið 2016.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
8. Helgafellshverfi, 2. og 3. áfangi, óskir um breytingar á deiliskipulagi201509513
Skipulagsnefnd vísaði á 406. fundi sínum til bæjarráðs ákvörðun um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um þrjár skv. tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Uglugötu 9-13 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1.250.000 krónum á hverja viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna breytingarinnar.
9. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Leitað er heimildar bæjarráðs til heimila bæjarstjóra að hefja viðræður við hæfa bjóðendur í lóðir við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að hefja viðræður við hæfa bjóðendur í lóðir við Bjarkarholt 1-9 og Háholt 23 um mögulega úthlutun lóðanna.
10. Umsókn lögbýli Brekkukot í Mosfellsdal undir ferðaþjónustu201601282
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar frá 16. febrúar, sem bæjarráð óskaði eftir á 1245. fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að svara erindinu í samræmi við umsagnir hans og skipulagsnefndar.
11. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Lagt er fyrir bæjarráð minnisblað með ósk um heimild til að leita tilboða í gatnagerð fyrir lóðirnar Þverholti 21-29.
Samþykkt með þremur atkvæðum að felja umhverfissviði að leita tilboða hjá verktökum vegna gatnagerðar í Þverholti 21-23 og 27-29 á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.
12. Beiðni um undanþágu til skráningar lögheimilis í frístundabyggð201602356
Beiðni um undanþágu til skráningar lögheimilis í frístundabyggð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til lögmanns til umsagnar.
13. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ201602229
Umsögn þróunar- og ferðamálanefndar lögð fram.
Bókun bæjarráðs
Mosfellsbær styður heilshugar við hugmyndir um uppbyggingu menningarhúss, Laxnessseturs að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ. Sveitarfélagið hefur frá upphafi tekið umleitunum og hugmyndum um uppbyggingu að Gljúfrasteini fagnandi og eru miklir möguleikar á að gera betur þar. Ævistarf Halldórs Laxness er dýrmætur þjóðararfur og ber að standa vörð um hann. Mosfellsbær tekur þátt í því með því að minnast Halldórs Laxness með margvíslegum hætti í menningarlífi bæjarins á ári hverju.Mosfellsdalurinn hefur vissulega sérstöðu í sögulegu og menningarlegu tilliti og hvetur Mosfellsbær til þess að þessi sérstaða verði gerð aðgengileg og sýnileg fyrir bæði heimamönnum og gestum. Alhliða menningarsetur þar sem verður lögð áhersla á bókmenntir og rannsóknir ásamt umgjörð um ævi og starf Nóbel skáldsins stuðlar að því og væri bæði jákvæð og æskileg nálgun.
14. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015201601291
Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 kynntar.
Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, og Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri, mættu á fundinn undir þessum lið.
Aldís Stefánsdóttir kynnti niðurstöður þjónustukönnar sveitarfélaga 2015.