28. apríl 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kortlagning stíga og slóða í Mosfellsbæ201012057
Ósk um að umhverfisvið hafi formlegt samband við sveitarfélög vegna kortlagningar stíga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að leita eftir samvinnu við nágrannasveitarfélög Mosfellsbæjar um kortlagningu og nýtingu stíga og slóða á Mosfellsheiði.
2. Strætó, leiðakerfi í Hafnarfirði - afrit sent til bæjarfélaga SSH201604140
Strætó, leiðakerfi í Hafnarfirði - afrit sent til bæjarfélaga SSH.
Lagt fram.
3. Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2015201604177
Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2015.
Lagt fram.
4. Gatnagerðargjöld Engjavegi 19201604178
Ósk um lækkun gatnagerðargjalda Engjavegi 19.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu og felur lögmanni bæjarins að svara því.
5. Aðkoma og vegtenging við Heiðarhvamm og Reykjafell201604224
Ósk um skilgreiningu á vegtengingum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
6. Starfsdagur Mosfellsbæjar 18. ágúst 2016201604225
Kynning á fyrirhuguðum starfsdegi starfsmanna Mosfellsbæjar, þann 18. ágúst 2016.
Lagt fram.
7. Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga201604231
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
8. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna201604232
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna.
Lagt fram.
9. Umsögn um frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum)352. mál201603157
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Frestað.
10. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018201604233
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
11. Helgafellsskóli201503558
Minnisblað um niðurstöðu hönnunarútboðs vegna Helgafellskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við Yrki arkitekta um hönnun Helgafellsskóla.
12. Ósk um stofnun lögbýlis í Miðdal II, lnr. 199723201603321
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Umsögn skipulagsnefndar lögð fram.
Bæjarráð er neikvætt fyrir erindinu og felur lögmanni að svara því í samræmi við umræður á fundinum.
13. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Tillaga um úthlutun lóða við Bjarkarholt/Háholt.
Sigurður Einarsson, arkitekt hjá Batteríinu, mætti á fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.
Bæjarráð samþykkir að næsti fundur verði haldinn miðvikudaginn 4. maí nk. kl. 7:30 og að dagskrá fundarins verði send fundarmönnum mánudaginn 2. maí nk.