23. janúar 2020 kl. 07:55,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með 3 atkvæðum að taka mál nr. 9 á dagskrá með afbrigðum.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun hjá Mosfellsbæ201712306
Endurnýjað bréf um lýsingu starfa endurskoðanda og ábyrgðar endurskoðanda lagt fram ásamt kynningu í upphafi endurskoðunar.
Endurnýjað bréf um lýsingu starfa endurskoðanda og ábyrgðar endurskoðanda samþykkt með 3 atkvæðum.
2. Þak yfir sal 1-2, Íþróttamiðstöð Varmá - Nýframkvæmd202001167
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun þakeininga yfir sal 1-2 í íþróttahúsinu að Varmá. Þakið er komið á tíma til endurnýjunar að hluta og skipta þarf út öllum þakdúk eða samtals 2.400 fermetrum.
Heimild til þess að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun þakeininga yfir sal 1-2 í íþróttahúsinu að Varmá samþykkt með 3 atkvæðum.
3. Skíðasvæðin - endurnýjun og uppbygging mannvirkja201804130
Málefni skíðasvæðanna - frá 480. fundi SSH. Stjórn SSH vísaði fyrirliggjandi drögum að viðauka við Samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018 til umræðu og afgreiðslu aðildarsveitarfélaganna.
Samþykkt með 3 atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til undirritunar fyrirliggjandi viðauka við Samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018
- FylgiskjalMálefni skíðasvæðanna - frá 480. fundi SSH.pdfFylgiskjal01a_Skidasvaedin_a_hofudborgarsvaedinu-Vidauki.pdfFylgiskjal01b_Drog_ad_framkvaemdaaaetlun_til_arsins_2025.pdfFylgiskjal02_Minnisblad_uppbygging_skidasvaedunum.pdfFylgiskjal02a_afturköllun kæru.pdfFylgiskjal02b_SSH_07_Skidasvaedin_framlog_2020_4.11.2019.pdfFylgiskjal02e_viðauki erindisbref verkefnhóps.pdfFylgiskjal02f_Skíðasvæðin_samstarfssamningur_2016_11_07_UNDIRRIT.pdfFylgiskjal02g_Skidasvaedin_Samkomulag_undirritad_2018_05_07.pdfFylgiskjal02h_Skidasvaedi_Erindisbref_05.03.2018.pdf
4. Akstursþjónusta fatlaðs fólks202001186
Erindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks. Drög að reglum og Þjónustulýsingu.
Málinu frestað þar til afgreiðsla Fjölskyldunefndar liggur fyrir.
- FylgiskjalErindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegum reglum um akstur fatlaðra grunnskólabarna og viðauki við þjónustulýsingu.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu  þjónustulýsing.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu  sameiginlegar reglur.pdfFylgiskjalAkstursþjónusta fatlaðs fólks /málsnr. 1711002.pdfFylgiskjalRE: Akstursþjónusta fatlaðs fólks /málsnr. 1711002 .pdf
5. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Viljayfirlýsing201809382
Skýrsla verkefnishóps Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni Sundabrautar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til kynningar.
Eftirfarandi bókun samþykkt með 3 atkvæðum:
Bæjarráð Mosfellsbæjar leggur mikla áherslu á að uppbygging Sundabrautar verði að veruleika sem allra fyrst.
Lagning Sundabrautar leysir að öllum líkindum mikinn umferðarvanda á norðurhluta höfuðborgarsvæðisins og mun m.a. draga úr umferð í Ártúnsbrekku og á Vesturlandsvegi í gegnum Mosfellsbæ.
Því ber að gæta sérstaklega að því að ekki verði lagðar hindranir og aukinn kostnaður í aðalskipulagi Reykjavíkur sem truflað gæti lagningu Sundabrautar í framtíðinni svo sem með skipulagðri byggð.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hvetur Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkið til að hraða undirbúningi og framkvæmdum við Sundabraut eins og kostur er.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessari bókun til hlutaðeigandi aðila.
6. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt)201301126
Erindi frá Gamma þar sem óskað er eftir framlengingu þeirrar framkvæmdaáætlunar sem er í gildi.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við erindisritara. Afgreiðslu málsins frestað þar til þeim viðræðum er lokið.
7. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2019202001270
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2019 kynntar af fulltrúa Gallup.
Skýrslan lögð fram og kynnt. Samþykkt með 3 atkvæðum að senda skýrsluna til nefnda til kynningar.
Eftirfarandi bókun samþykkt með 3 atkvæðum: Bæjarráð fagnar góðri útkomu Mosfellsbæjar úr þjónustukönnun sveitarfélagana fyrir árið 2019. Ánægja bæjarbúa í nokkrum málaflokkum eykst á milli ára og Mosfellsbær situr í efstu sætum meðal bæjarfélaga á Íslandi eins og undanfarin ár.
Skýrslan verður kynnt í nefndum bæjarins og gefur tækifæri til þess að rýna þjónustuþætti bæjarins með það að markmiði að bæta þjónustuna enn frekar bæjarbúum til hagsbóta.8. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi201909399
Skipulagsnefnd vísaði málinu til bæjarráðs vegna viðbótar gatnagerðargjalda og annars kostnaðar(byggingarréttargjöld).
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að innheimta viðbótar gatnagerðargjöld vegna mismunar fermetra sem greitt var fyrir við úthlutun og fermetra skv. breyttu skipulagi og byggingarréttargjald vegna fjölgunar íbúða í samræmi við gjöld sem innheimt voru við úthlutun lóða í hverfinu.
9. Verkfallslisti Mosfellsbæjar201909226
Óskað eftir heimild til auglýsingar verkfallslista 2020 með fyrirvara um breytingar vegna samráðs við viðkomandi stéttarfélög.
Fyrirliggjandi verkfallslisti samþykktur með 3 atkvæðum og lögmanni Mosfellsbæjar heimilað að auglýsa hann með breytingum sem kunni að leiða af athugasemdum stéttarfélaga.