Bæjarhátíð í Mosfellsbæ haldin í tíunda sinn
Hátíðarblað Mosfellings kom út í gær. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um bæjarhátíðina, Í túninu heima. Túnið vex og dafnar og er sérstaklega gaman að sjá hvað íbúar taka virkan þátt í hátíðinni. Enn fleiri bjóða í garðinn sinn og svo er dæmi um að heil gata taki sig saman og bjóði upp á bílskúrssölu og góða stemningu.
Veisla í farangrinum í Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn 31. ágúst kl. 15 – 17 mun opna í Listasal Mosfellsbæjar listsýningin Veisla í farangrinum eftir listakonurnar Söru og Svanhildi Vilbergsdætur.
Ásgarður Handverkstæði fagnar 10 og 20 ára afmæli Í túninu heima 2013
Ásgarður Handverkstæði var stofnað fyrir 20. árum í Lækjarbotnum ofan við Lögbergsbrekku.
Leitum að liðsmanni í Útsvar
Spurningaþátturinn Útsvar hefur göngu sína á Rúv í haust sjöunda veturinn í röð.
Dagskrá Í túninu heima 2013
Fjölbreytt dagskrá fyrir alla í fjölskyldunni.
Ökumenn hvattir til að sýna aðgát í umferðinni
Nú eru grunnskólar Mosfellsbæjar að hefja störf að nýju og í upphafi þessa skólaárs eru rúmlega 1500 börn að arka út á götur bæjarins á leið í skóla. Af þeim eru 170 börn að stíga sín fyrstu skref í skólagöngu og því að feta sín fyrstu skref í umferðinni og oft ein síns liðs. Gera má ráð fyrir mikilli umferð í kringum skólana fyrstu daganna er foreldrar skjótast úr vinnu á skólasetningar og minnum við því ökumenn á að virða hraðatakmarkanir
Skólasetning grunnskóla Mosfellsbæjar haustið 2013
Nú er nýtt skólaár að hefjast, ný spennandi verkefni blasa við börnunum, kannski nýr skóli, nýr kennari eða nýr bekkur.
Rótarýlundurinn opnaður almenningi
Árið 1991 fékk Rótarýklúbbur Mosfellssveitar úthlutað spildu til trjáræktar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Spildan fékk nafnið Rótarýlundurinn.
Nýtt tímabil frístundaávísana að hefjast fyrir veturinn 2013-2014
Núna eru síðustu dagar til að nýta frístundaávísanir fyrir síðasta skólaár.
Sumarlestri Bókasafns Mosfellsbæjar að ljúka
Í sumar hafa um 250 börn skráð sig í sumarlesturinn, en honum lýkur nú um mánaðamótin.
Leikjanámskeið fyrir börn dagana 19. - 22. ágúst 2013
Fjögurra daga leikjanámskeið verður dagana 19. – 22. ágúst að Íþóttamiðstöðinni að Varmá í sumarlokin.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu fyrir árið 2013. Frestur umsókna er til 1.september. Þetta er annað árið í röð sem auglýst er eftir umsóknum. Í fyrra fór þátttakan fram úr öllum væntingum en þá bárust 17 umsóknir. Vegna mikillar þátttöku var efnt til sýningar á þróunar- og nýsköpunarverkefnum í Listasal Mosfellsbæjar í janúar sem var einstaklega vel heppnuð og sýndi vel þann sköpunarkraft sem býr í íbúum sveitarfélagsins.
Bókasafnið fagurskreytt fiðrildum eftir börnin
Sumarlestur í Bókasafni Mosfellsbæjar hefur staðið yfir í allt sumar eða frá 3. júní.
Hinsegin bókmenntir í Bókasafni Mosfellsbæjar
Í tilefni af Hinsegin dögum 2013 má finna fræðandi bækur á Bókasafni Mosfellsbæjar um samkynhneigð í bókahorninu Í umræðunni.
Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar 2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2013.
Nýtt skólahúsnæði við Þrastarhöfða
Útibú frá leikskólanum Huldubergi er nú að rísa við Þrastarhöfða. Þar verða starfræktar tvær deildir sem taka á móti 35 börnum nú síðar í mánuðinum. Í húsnæðinu verður, auk deildanna tveggja, fullbúið eldhús. Frágangur lóðarinnar verður fyrsta flokks. Áætlað er að bæta við tveimur stofum á næsta ári og að tekið verði þá aftur, eins og nú
Umsóknir í mötuneyti og frístundasel
Vegna undirbúnings á skólaárinu 2013-2014 minnum við foreldra á að sækja verður um áskrift í mötuneyti og frístundasel á hverju hausti í íbúagátt Mosfellsbæjar. Eldri umsóknir gilda ekki. Nýjar umsóknir þurfa að berast fyrir 20.ágúst. Vakin er athygli á að frá og með þessu skólaári er ekki hægt að sækja um færri en 4 tíma á viku í frístundaseli (sjá samþykkt).
Glæsileg hátíð um helgina í Mosfellsdal
Haldin verður fjölskylduhátíð í Mosfellsdalnum um verslunarmannahelgina og eru allir velunnarar Mosfellsdals velkomnir.
Verslunarmannahelgin í Mosfellsbæ 2013
Veðrið lofar ljómandi góðu yfir verslunarmannahelgina á höfuðborgarsvæðinu.
Bongóblíða í Mosfellsbæ
Á svona góðviðrisdögum eins og hafa verið undanfarna daga er alveg tilvalið að heimsækja sundlaugar bæjarins því fátt er betra fyrir líkama og sál en sund, hvort sem það sé rösklegt sund eða rólegheit í pottinum en í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, LÁGAFELLSLAUG og VARMÁRLAUG.