Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Árið 1991 fékk Rótarý­klúbb­ur Mos­fells­sveit­ar út­hlutað spildu til trjá­rækt­ar við Skar­hóla­braut í Mos­fells­bæ. Spild­an fékk nafn­ið Rótarý­lund­ur­inn.

Á hverju vori síð­an hafa Rótarý­fé­lag­ar ásamt fjöl­skyld­um mætt í lund­inn og tek­ið til hend­inni, gróð­ur­sett tré og runna af ýms­um teg­und­um, bor­ið á og hlúð að. Land­græðsla Rík­is­ins hef­ur stutt við verk­efn­ið með því að leggja til plönt­ur og áburð. Starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar hafa veitt góð ráð og ver­ið reiðu­bún­ir að leggja lið ef til þeirra hef­ur ver­ið leitað.

Ár­ang­ur­inn ekki lát­ið á sér standa

Á þeim 22 árum sem lið­in eru síð­an fyrstu plönt­um var plantað hef­ur gróð­ur­inn vax­ið og dafn­að vel. Þar má nú njóta næð­is og nátt­úru í fal­leg­um rjóðr­um í skjóli hárra trjáa. „Nú vilj­um við bjóða öðr­um að njóta með okk­ur og hvetj­um Mos­fell­inga til að ganga um lund­inn og njóta nátt­úr­unn­ar og út­sýn­is­ins. Til stend­ur að koma upp grill­að­stöðu með borði og bekkj­um. Lund­ur­inn er merkt­ur með skilti Rótarýhreyf­ing­ar­inn­ar. Jafn­framt biðj­um við fólk um að sýna gróðr­in­um og nátt­úr­unni virð­ingu með nær­gætni og góðri um­gengni,“ seg­ir Sig­ríð­ur Johnsen formað­ur klúbbs­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00