Árið 1991 fékk Rótarýklúbbur Mosfellssveitar úthlutað spildu til trjáræktar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Spildan fékk nafnið Rótarýlundurinn.
Á hverju vori síðan hafa Rótarýfélagar ásamt fjölskyldum mætt í lundinn og tekið til hendinni, gróðursett tré og runna af ýmsum tegundum, borið á og hlúð að. Landgræðsla Ríkisins hefur stutt við verkefnið með því að leggja til plöntur og áburð. Starfsfólk Mosfellsbæjar hafa veitt góð ráð og verið reiðubúnir að leggja lið ef til þeirra hefur verið leitað.
Árangurinn ekki látið á sér standa
Á þeim 22 árum sem liðin eru síðan fyrstu plöntum var plantað hefur gróðurinn vaxið og dafnað vel. Þar má nú njóta næðis og náttúru í fallegum rjóðrum í skjóli hárra trjáa. „Nú viljum við bjóða öðrum að njóta með okkur og hvetjum Mosfellinga til að ganga um lundinn og njóta náttúrunnar og útsýnisins. Til stendur að koma upp grillaðstöðu með borði og bekkjum. Lundurinn er merktur með skilti Rótarýhreyfingarinnar. Jafnframt biðjum við fólk um að sýna gróðrinum og náttúrunni virðingu með nærgætni og góðri umgengni,“ segir Sigríður Johnsen formaður klúbbsins.
Tengt efni
Jólatréð fyrir Miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Haustblómin mætt
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar