Fimmtudagur 29. ágúst
Mosfellsbær skreyttur
Bæjarbúar skreyta hús og nágrenni í hverfislitum:
- Gulur: Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar
- Rauður: Tangar, Holt og Miðbær
- Bleikur: Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur
- Blár: Reykjahverfi
20.00-22.00 Hlégarður
Unglingadansleikur fyrir 13-16 ára. Nánar auglýst í skólunum.
21.00 Kaffihúsið Álafossi
Hljómsveitin Kókos með tónleika. Kósí kvöld á Kaffihúsinu Álafossi, kjörið til að hita upp fyrir helgina.
Föstudagur 30. ágúst
11.00 Ævintýragarður í Ullarnesbrekkum
Vígsla á nýjum leiktækjum fyrir börn. Grunnskólabörn úr yngri bekkjum Krikaskóla, Lágafellsskóla og Varmárskóla mæta.
17.00 Bæjarleikhúsið
Álfabörnin Þorri og Þura kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið með glænýja sýningu sem hentar börnum á öllum aldri. Miðaverð 1500 kr. Miðapantanir í síma 692-7408.
19.30-22.30 Litaganga og brekkusöngur í Álafosskvos
19.30 Íbúar safnast saman á Miðbæjartorgi – Gulir, rauðir, bleikir og bláir.
19.45 Skrúðgöngur leggja af stað í Álafosskvos
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá skátafélaginu Mosverjum ræsa einn lit af stað í einu.
20.00 Álafosskvos
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngum.
- Kynnir: Hilmar Gunnarsson ritstjóri Mosfellings býður gesti velkomna.
- Haraldur Sverrisson, bæjarstjór setur hátíðina.
- Friðrik Dór og glaðasti hundur í heimi láta í sér heyra.
- Eldspúarar frá Leikfélagi Mosfellssveitar sýna listir.
- Dúettinn Hljómur stýrir brekkusöng.
22.00 Dagskrárlok
- Björgunarsveitin kyndill kveikir í blysum.
- Bæjarbúar taki með sér skýjaluktir og fleyti þeim á loft í lok dagskrár.
20:00 Stofutónleikar í skólaselinu Katlagili í Helgadal
Funi, Bára Grímsdóttir og Chris Foster, flytja gullfallega þjóðlagatónlist frá Íslandi og Englandi. Þau syngja og leika á langspil, gítar og kantele, útsetja allt sjálf. Á tónleikunum verður einnig skyggnimyndasýning. Kennarafélag Laugarnesskóla rekur skólasel í Katlagili.
Kaffihúsið Álafossi býður upp á lifandi tónlist og notalega stemningu á föstudagskvöld.
23.00 Hvíti riddarinn
Hljómsveitin Kaleo heldur tónleika á Hvíta riddaranum. Aðgangur ókeypis. Aldurstakmark.
Laugardagur 31. ágúst
Bylgjan sendir beint út frá ýmsum stöðum í Mosfellsbæ frá kl. 13.00 – 16.00
08.00-17.00 Íþróttasvæðið að Varmá og við Tungubakka
- 08.00 Fótboltamót Aftureldingar og Intersport
6., 7. og 8. flokkur karla og kvenna á Tungubökkum - 10.00 7 tinda hlaupið í Mosfellsbæ ræst
- 14.00 Meistaraflokkur Aftureldingar tekur á móti Sindra frá Hornafirði
- 16.00 7 tinda hlaupið í Mosfellsbæ, markinu lokað
- 16.17 Ólympíuleikar vinnustaða
11.00-18.00 Opnar vinnustofur listamanna
- 11.00 – 16.00 Hrafnshöfði 14, opið hús
Myndó ljósmyndastofa, Ólína Margeirsdóttir. Tilboð á passamyndatöku í opnu húsi. - 11.00-16.00 Ásland 12, opið hús
Helga Sigurðardóttir – Leðurvörur, veski o.fl. - 13.00-18.00 Helgaland 9, opið hús
Þórunn Símonardóttir, Gallerý hjá Tótu.
Ýmsar vörur úr ull, peysur, jakkar og fylgihlutir. - 15.00-17.00 Fellsás 9a, opið hús
Bryndís Brynjarsdóttir – Málverk.
12.00-17.00 Mosskógar í Mosfellsdal
- Útimarkaður: sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl.
- 14.00 Kammerkór Mosfellsbæjar syngur
- 15.00 Úrslit í sultukeppni
11.00-17.00 Húsdýragarðurinn á Hraðastöðum í Mosfellsdal
- Heimalingar, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr
- Börnin fá að fara á hestbak kl. 14.00-15.00
12:00-17:00 Flugvöllurinn á Tungubökkum
Fornvélasýning: Gamlar flugvélar, forn-dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Elsta flugvél landsins, sem smíðuð var af tveimur Íslendingum á árunum 1931-2 verður til sýnis og reynt verður að setja hana í gang í fyrsta skipti í tæp 30 ár.
13.00 – 15.00 Þjónustumiðstöð eldri borgara Eirhömrum
Vetrardagskráin kynnt fyrir eldri borgurum. Allir velkomnir og heitt á
könnunni.
13.00 Tívolí á Kaupfélagsplaninu
13.00-18.00 Útimarkaður í Álafosskvos
- Álafossbúðin – Ásgarður – Kaffihúsið Álafossi – Sundlaugin
- 13.15 Kammerkór Mosfellsbæjar syngur
- 14:00 Þjóðdansafélagið með danssýningu barna og fullorðinna og
að henni lokinni verður gömludansaball - 14.00 Handboltastrákarnir í Aftureldingu grilla kjúkling frá Ísfugli
og bjóða gestum að smakka á meðan birgðir endast
14:00 Barnadagskrá á Miðbæjartorgi
15.00 Bókmenntakynnig á Hvirfli í Mosfellsdal
Kynning á glænýrri bók: Sérðu harm minn, sumarnótt? eftir Bjarka Bjarnason. Sérðu harm minn, sumarnótt? er söguleg skáldsaga sem gerist á Austfjörðum á fyrri hluta síðustu aldar. Bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku kynningarverði. Kammerkór mosfellsbæjar syngur kl. 14:40.
15.00 Akurholt 21 – Hljómsveitin Kynslóðabilið heldur tónleika út í garði
16.00 Álmholt 10 – Útitónleikar í garðinum heima
Davíð Ólafsson óperusöngvari og gestir skemmta.
16.30 skálahlíð 46 – Útitónleikar í garðinum heima hjá bæjarstjóranum
Hljómsveitin Kókos hitar upp fyrir götugrill. Safnast saman í brekkunni fyrir neðan húsið og ofan Hulduhlíðar.
16.00 Bæjarleikhúsið
Álfabörnin Þorri og Þura kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið með glænýja sýningu sem hentar börnum á öllum aldri. Miðaverð 1500 kr. Miðapantanir í síma 692-7408.
16.00 Þristurinn flýgur lágflug yfir bæinn
í tilefni af 70 ára afmæli dc 3 vélarinnar Páls Sveinssonar flýgur hún um svæðið. Páll Sveinsson var fyrsti þristurinn sem flugfélagið eignaðist árið 1946 og var í notkun hjá þeim sem gljáfaxi allt þar til að vélin var gefin til landgræðslu ríksins árið 1973.
16.30 Karamellukast á flugvellinum Tungubökkum
17.00-20.00 Götugrill í Mosfellsbæ
Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins.
20.00-23.00 Stórtónleikar á Miðbæjartorgi
- Hljómsveitin Solar
- Hera Björk Þórhallsdóttir
- Hljómsveitin Kaleo
- Svífur yfir Esjunni: Ragnar Bjarnason, Erpur og Biggi Haralds
svífa yfir Esjunni - Stormsveitin
- Páll Óskar Hjálmtýsson
- Kynnir: Steindi jr.
23.00 Björgunarsveitin Kyndill með flugeldasýningu
23.30 Stórdansleikur með Páli Óskari að Varmá
Sunnudagur 1. september
08.00 Tungubakkar – Fótboltamót Aftureldingar og Intersport
6., 7. og 8. flokkur karla og kvenna.
11.00 Guðsþjónusta í Mosfellskirkju
Prestur: Ragnheiður Jónsdóttir
11.00-17.00 Húsdýragarðurinn á Hraðastöðum í Mosfellsdal
Heimalingar, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Börnin fá að fara á hestbak kl. 14.00-15.00.
13:00-18:00 Útimarkaður í Álafosskvos
- Álafossbúðin – Ásgarður – Kaffihúsið Álafossi – Sundlaugin.
- 14.00 Handboltastrákarnir í Aftureldingu grilla kjúkling frá Ísfugli og bjóða gestum að smakka á meðan birgðir endast.
14:00 Bæjarleikhúsið
Álfabörnin Þorri og Þura kíkja í heimsókn í Bæjarleikhúsið með glænýja sýningu sem hentar börnum á öllum aldri. Miðaverð 1500 kr. Miðapantanir í síma 692-7408.
14:00 Hlégarður – Hátíðardagskrá
- Karlakórinn Stefnir syngur; stjórnandi: Julian M. Hewlett
- Umhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2013
- Útnefning bæjarlistarmanns
- Karlakórinn syngur í lok dagskrár
16:00 Stofutónleikar á Gljúfrasteini
Halldór Sveinsson píanóleikari og Sigrún Harðardóttir fiðluleikari á tónleikunum verður hægt að ylja sér um hjartarrætur með því að hlusta á ljúfar íslenskar dægurlagaperlur, m.a. eftir Sigfús Halldórsson, Þórarin Guðmundsson og Jón Múla, yfir kertaljósum og kaffibollum. Aðgangur er ókeypis.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir