Veðrið lofar ljómandi góðu yfir verslunarmannahelgina á höfuðborgarsvæðinu.
Allt að fyllast af lífi og gleði á tjaldstæðinu við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Fullt af skemmtilegri afþreyingu í boði. Hægt er að eiga ævintýralega góðan dag í Ævintýragarðinum, háð vígalega baráttu með börnunum á hinum glæsilega Víkingavelli eða átt ljúfan dag á Stekkjarflötinum fagra í fallegu veðri með fjölskyldunni í Mosfellsbæ. Heimsótt sundlaugar bæjarins eða skellt sér í spennandi göngur en í Mosfellsbæ eru fjölmargar gönguleiðir, t.d. fallegar gönguleiðir meðfram sjónum og ánum, bæði Varmá og upp með Köldukvísl.
Mjög skemmtilegt er fyrir alla fjölskylduna að ganga á fjöllin og fellin umhverfis Mosfellsbæ og er hægt að velja fjöll sem hentar aldri og getu allra í fjölskyldunni (7 tinda – fjölskyldufellin í Mosfellsbæ).
Þá er mjög gaman að ganga inn Mosfellsdal, til að mynda frá Gljúfrasteini, meðfram Köldukvísl og upp að Helgufossi. Fara í fuglaskoðun en í Mosó er gott fuglaskoðunarhús í Leiruvogi, skella sér í reiðtúr á fákum hjá hestaleigunni Laxnesi, taka góða sveiflu á einum af þeim tveimur glæsilegu golfvöllum í Mosó.
Útimarkaðir eru núna í fullum blóma þar sem má finna gómsætt góðgæti ásamt fögrum plöntum og öðrum handagerðum listaverkum.
Tengt efni
Jólatréð fyrir Miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi