Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. ágúst 2013

Í til­efni af Hinseg­in dög­um 2013 má finna fræð­andi bæk­ur á Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar um sam­kyn­hneigð í bóka­horn­inu Í um­ræð­unni.

Bókin Þerr­aðu aldrei tár án hanska er ný­komin í safn­ið en Jon­as Gardell er einn fremsti rit­höf­und­ur Svía á okk­ar dög­um. Bóka­for­lagið Draum­sýn send­ir nú frá sér fyrstu bók­ina í þrí­leik hans, Þerr­aðu aldrei tár án hanska, sem fjall­ar um líf nokk­urra homma á fyrstu árum al­næm­is á Norð­ur­lönd­um.

Glæsi­leg dagskrá hef­ur ver­ið í gangi í Reykja­vík á Hinseg­in dög­um sem standa yfir frá 6. -11. ág­úst. Hinseg­in dag­ar í Reykja­vík eru nú haldn­ir í fimmtánda sinn. Frá því að vera lít­il eins dags há­tíð sem fimmtán hundruð gest­ir sóttu, hef­ur há­tíð­in vax­ið og dafn­að með hverju ári og er núna lit­rík sex daga há­tíð sem  allt að 100 þús­und manns sækja.

Fögn­um út­gáfu bóka sem hafði ómæld áhrif og fræðslu fyr­ir alla.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00