Í tilefni af Hinsegin dögum 2013 má finna fræðandi bækur á Bókasafni Mosfellsbæjar um samkynhneigð í bókahorninu Í umræðunni.
Bókin Þerraðu aldrei tár án hanska er nýkomin í safnið en Jonas Gardell er einn fremsti rithöfundur Svía á okkar dögum. Bókaforlagið Draumsýn sendir nú frá sér fyrstu bókina í þríleik hans, Þerraðu aldrei tár án hanska, sem fjallar um líf nokkurra homma á fyrstu árum alnæmis á Norðurlöndum.
Glæsileg dagskrá hefur verið í gangi í Reykjavík á Hinsegin dögum sem standa yfir frá 6. -11. ágúst. Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fimmtánda sinn. Frá því að vera lítil eins dags hátíð sem fimmtán hundruð gestir sóttu, hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem allt að 100 þúsund manns sækja.
Fögnum útgáfu bóka sem hafði ómæld áhrif og fræðslu fyrir alla.
Tengt efni
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.
Safnanótt 2023 með pompi og pragt
Safnanótt var haldin hátíðleg í Bókasafni Mosfellsbæjar föstudaginn 3. febrúar.