Nú er nýtt skólaár að hefjast, ný spennandi verkefni blasa við börnunum, kannski nýr skóli, nýr kennari eða nýr bekkur.
Skólasetning í Lágafellsskóla föstudaginn 23. ágúst
Upplýsingar um mætingu hvers árgangs er að finna á vef skólans.
Nemendur í 1. bekk fara í viðtöl föstudaginn 23. ágúst samkvæmt útsendum bréfum og verður skólasetning hjá þeim í hátíðarsal skólans mánudaginn 26. ágúst kl. 8:15
Móttaka nýrra nemanda við skólann (2. – 10. bekkur) er fimmtudaginn 22. ágúst kl. 8:30 í hátíðarsal skólans.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 1. – 10. bekk mánudaginn 26. ágúst og sama dag tekur Frístundasel til starfa.
Skólasetning í Varmárskóla föstudaginn 23. ágúst
Upplýsingar um mætingu hvers árgangs er að finna á vef skólans.
Nemendur í 1. bekk fara í viðtöl 22. eða 23. ágúst samkvæmt útsendum bréfum.
Móttaka nýrra nemanda við skólann (2. – 10. bekkur) verður fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13 í anddyrum skólanna.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 1. – 10. bekk mánudaginn 26. ágúst og sama dag tekur Frístundasel til starfa.
Vekjum athygli á að umsóknir vegna frístundasels og mötuneyta verða að berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 20. ágúst nk.