BMX kappar sýna listir sínar við íþróttamiðstöðina að Varmá
Fræðsluganga á Degi íslenskrar náttúru
Mosfellsbær stendur fyrir fræðslugöngu á Degi íslenskrar náttúru næsta mánudag, 16. september, um Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum að Tungufossi. Farið frá íþróttamiðstöðinni að Varmá kl. 17, allir velkomnir.
Samgönguvika í Mosfellsbæ 16. - 22. september 2013
Dagana 16. – 22. september fer fram Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ.
Þér er boðið á jafnréttisdag Mosfellsbæjar árið 2013.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2013 verður haldinn hátíðlegur í eldri deild Varmárskóla, Mosfellsbæ, fimmtudaginn 19. september kl. 13 – 14. Yfirskrift dagsins er: Unglingar og fræðsla um jafnrétti. Nemendur á unglingastigi í grunnskólum Mosfellsbæjar eru sérstakir heiðursgestir ásamt kennurum sínum. Starfsfólk Mosfellsbæjar og íbúar í Mosfellsbæ eru einnig hjartanlega velkomnir
Félagsmiðstöðin Ból
Laus er staða frístundaleiðbeinanda í félagsmiðstöðinni Ból. Um er að ræða 70% stöðu, vinnutíminn er frá 9:30. Skilyrði er að viðkomandi hafi gaman að vinna með ungu fólki, hæfni í mannlegum samskiptum , sjálfstæði, frumkvæði. Lágmarksaldur er 20 ár.Nánari upplýsingar veitir Edda Davísðdóttir edda[hja]mos.is og / eða Anna Lilja bolid[hja]mos.is / en einnig í síma: 566 6058
Ábendingarkerfi um þjónustu og viðhald
Framkvæmda- og umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur umsjón með fjölmörgum verkefnum sem lúta að viðhaldi og hreinsun bæjarinns. Mikilvægur hluti af virkni bæjarlífsins er að ábendingar íbúa komist skýrt og skilmerkilega rétta leið og að vel sé haldið utan um þær. Við þiggjum með þökkum upplýsingar um það sem þarf að laga í bæjarfélaginu. Bentu okkur á hvar eru holur í malbiki, glerbrot sem skapast hætta af, laus brunnlok, sködduð umferðarmerki, lausar hellur, yfirfullir ruslastampar, skemmdir bekkir, óþrifnaður, óvirk götulýsing eða annað sem tengist þjónustu í borgarlandinu.
Kynningarfundur vegna vegaframkvæmda - Tunguvegur, Skeiðholt - Kvíslartunga
Vegna vegaframkvæmda sem eru að hefjast við Tunguveg í Mosfellsbæ verður haldinn kynningarfundur hjá Hestamannafélaginu Herði í félagsheimilinu Harðarbóli á morgun, fimmtudaginn 12.09 kl.18:00 en þar munu starfsmenn Mosfellsbæjar kynna framkvæmdir við Tunguveg fyrir fundargestum og sitja fyrir svörum. Allir velkomnir.
Vetrarfrístund í boði í vetur
Tómstundastarf er jákvæð viðbót við líf barna.
Bókasafnsdagurinn 2013 var haldinn hátíðlegur 9. september
Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið.
Kökubasar í Bónus
Félagsmiðstöðin Ból er að selja kökur í dag fyrir utan Bónus í Kjarnanum. Kökubasarinn er söfnun fyrir duglega unglinga sem að tóku þátt í því á síðustu önn að setja upp söngleik í Bólinu. Gekk söngleikurinn svo vel að okkur langaði til að gera eitthvað með þeim og erum við nú að safna fyrir ferð sem farin verður á morgun, laugardag. Endilega rennið við í Kjarnanum og nælið ykkur í kökur á mjög góðu verði.
Breyttur útivistartími 1. september
Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00. Unglingar13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2013
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 voru afhendar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima nú um helgina.
Góð þátttaka Í túninu heima 2013
Nú er vel heppnuð bæjarhátíð að baki og haustið á næsta leyti.
Ólafur Gunnarsson rithöfundur er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013
Ólafur Gunnarsson, einn helsti rithöfundur Íslands, var heiðraður sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013 við hátíðlega athöfn í Hlégarði.
Blóðbankinn í Mosfellsbæ á mánudag
Blóðbankabíllinn verður á bílastæðinu við Snælandshúsið í Mosfellsbæ mánudaginn 2.september kl.11.00-13.00. Bæjarbúar eru hvattir til að gefa blóð. Blóðgjöf er lífgjöf. Ýmsar upplýsingar hægt að finna á www.blodbankinn.is
Bæjarhátíð lýkur með glæsilegri dagskrá á sunnudegi
Það má segja að bæjarhátíð okkar Mosfellinga hafi byrjað með hvelli þegar veðurguðir sýndu sínar erfiðustu hliðar en sumir létu það ekki á sig fá og var frábær stemning í kvosinni á föstudagskvöldið er bæjarhátíð Mosfellsbæjar hófst.
Hittumst á Miðbæjartorginu
Það er óhætt að segja að veðurguðirnir séu okkur ekki sérlega hliðhollir þessa helgina.
Bókasafnið opið á laugardögum frá kl. 12:00 til 15:00
Frá og með 31. ágúst verður Bókasafnið opið frá kl. 12:00 – 15:00 á laugardögum.
7 Tinda hlaupið í Mosfellsbæ fellt niður vegna veðurs
Veðurspá gerir ráð fyrir hvössum vindi, úrkomu og mikilli vindkælingu.
Bæjarbúar hvattir til að fara út og hvetja 7 tinda hlaupara
Á laugardaginn klukkan 10.00 verður ræst í 7 tinda hlaupið í Mosfellsbæ.