Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Ás­garð­ur Hand­verk­stæði var stofn­að fyr­ir 20. árum í Lækj­ar­botn­um ofan við Lög­bergs­brekku.

Árið 2003 flutti Ás­garð­ur í Ála­fosskvos­ina í Mos­fells­bæ. Af því til­efni ætl­ar Ás­garð­ur að fagna tíma­mót­un­um með marg­vís­leg­um hætti.

Und­an­farna mán­uði hef­ur starfs­fólk Ás­garðs unn­ið af full­um krafti við að smíða leik­tæki, sem eru í stækk­aðri mynd af þeim leik­föng­um sem eru fram­leidd í Ás­garði. Þetta eru kind­ur, hest­ar, kýr, kol­krabb­ar, dreka­hest­ur og drátt­ar­vél.

Föstu­dag­inn 30. ág­úst kl. 11:00 munu Ás­garð­ur og Ís­lands­banki færa Mos­fells­bæ leik­tæki að gjöf. Bæj­ar­stjór­inn í Mos­fells­bæ mun ásamt börn­um  úr grunn­skól­um bæj­ar­ins taka við tækj­un­um í  Æv­in­týra­garð­in­um í Ull­ar­nes­brekk­um þar sem þau munu skemmta gest­um og gang­andi um ókomna tíð. Ís­lands­banki styrk­ir verk­efn­ið og munu full­trú­ar ís­lands­banka ásamt Georg færa börn­un­um gjaf­ir.

Æv­in­týra­garð­ur­inn er lang­tíma­verk­efni sem Mos­fells­bær réðst í á 20 ára kaup­stað­araf­mæli sínu árið 2007. Mik­il grunn­vinna hef­ur átt sér stað í gróðri og lagn­ingu stíga. Svo­kölluð skáta­leik­tæki voru sett í garð­inn fyrr á þessu ári og verða Ágarðs­leik­tækin skemmti­leg og ein­stök við­bót í Æv­in­týra­garð­inn.

Laug­ar­dag­inn 31. ág­úst kl. 13:00 – 18:00 verð­ur Ás­garð­ur með opið hús þar sem starfs­menn Ás­garðs sýna sitt fal­lega hand­verk og einn­ig mun úti­vinnu hóp­ur­inn leið­beina gest­um hvern­ig búa á til bekki og borð. Ás­garð­ur verð­ur með eldsmiðju þar sem eldsmið­ir munu sýna hvern­ig nagl­ar og krók­ar voru gerð­ir í gamla daga.

Verslun Ás­garðs verð­ur opin og er til­val­ið að versla jóla­gjaf­irn­ar tím­an­lega í ár.

Öll börn fá af­mæl­is­blöðru merkt­ar Ás­garði.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00