Hátíðarblað Mosfellings kom út í gær. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um bæjarhátíðina, Í túninu heima. Túnið vex og dafnar og er sérstaklega gaman að sjá hvað íbúar taka virkan þátt í hátíðinni. Enn fleiri bjóða í garðinn sinn og svo er dæmi um að heil gata taki sig saman og bjóði upp á bílskúrssölu og góða stemningu.
Hátíðarblað Mosfellings kom út í gær. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um bæjarhátíðina, Í túninu heima.
Túnið vex og dafnar og er sérstaklega gaman að sjá hvað íbúar taka virkan þátt í hátíðinni. Enn fleiri bjóða í garðinn sinn og svo er dæmi um að heil gata taki sig saman og bjóði upp á bílskúrssölu og góða stemningu. Listamenn eru með opin hús og bærinn mun iða af lífi allt frá Mosfellsdal , niður að Tungubökkum og inn í hverfin.
Fleiri nýjungar eru Í túninu heima í ár
7 tinda hlaupið sem hefur hingað til verið haldið í júní verður nú hluti af bæjarhátíðinni. Skátafélagið Mosverjar og Björgunarsveitin Kyndill sjá sem fyrr um umgjörð hlaupsins.
Forskráning er hafin á http://www.hlaup.is/.
Dagskrá föstudagskvöldsins mun fara fram í Álafosskvos. Íbúar munu sem fyrr safnast saman í litagöngu og fara í skrúðgöngu niður í Kvos þar sem bíður þeirra skemmtidagskrá með brekkusöng.
Hápunktur hátíðarinnar verður sem fyrr á laugardagskvöld sem stórtónleikum á Miðbæjartorgi. Mosfellsbær óskar íbúum góðrar skemmtunar Í túninu heima og hvetur þess að allir taki virkan þátt í að fegra bæinn og bjóða gesti velkomna.
Hér má sjá dagskrána í heild sinni (.pdf 6.85 mb)