Sumarlestur í Bókasafni Mosfellsbæjar hefur staðið yfir í allt sumar eða frá 3. júní.
Gengið hefur framar vonum að virkja börnin í lestri bóka af ýmsum stærðum og gerðum. Þema ársins í ár eru fiðrildi og er safnið orðið fagurskreytt af litríkum fiðrildum frá duglegum lestrarhestum.
Um 223 börn hafa skráð sig til leiks í sumarlestrinum í sumar og enn er hægt er að skrá sig til þátttöku.
Í safninu fá börnin afhentan sérstakan Bókapésa og í hann eru skráðar bækur sem þau lesa. Fyrir hverja bók fá þau flottan límmiða og fiðrildi sem þau lita og er fiðrildið hengt upp í Bókasafninu. Bókapésinn er til eignar og geta stoltir lesendur sýnt sínum kennara árangur sumarsins.
Það skiptir miklu máli að lestraþjálfun barna falli ekki niður yfir sumartímann. Börn sem ná góðum tökum á lestri virðast standa betur að vígi í námi.
Hvetjum börnin til að taka þátt í Sumarlestrinum og veitum þeim á þann hátt aðgang að fjölbreyttum ævintýraheimi bókanna.
Sumarlestrinum lýkur þann 30. ágúst. Þá fá allir þátttakendur viðurkenningu sem þeir geta sótt í afgreiðslu safnsins til 14. september.
Afgreiðslutími safnsins er eftirfarandi:
- mánudaga og þriðjudaga kl. 12 – 18
- miðvikudaga frá kl. 10 – 18
- fimmtudaga og föstudaga frá kl. 12 – 18
Lokað er á laugardögum til 1. september.
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.