Á svona góðviðrisdögum eins og hafa verið undanfarna daga er alveg tilvalið að heimsækja sundlaugar bæjarins því fátt er betra fyrir líkama og sál en sund, hvort sem það sé rösklegt sund eða rólegheit í pottinum en í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, LÁGAFELLSLAUG og VARMÁRLAUG.
Á svona góðviðrisdögum eins og hafa verið undanfarna daga er alveg tilvalið að heimsækja sundlaugar bæjarins því fátt er betra fyrir líkama og sál en sund, hvort sem það sé rösklegt sund eða rólegheit í pottinum en í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, LÁGAFELLSLAUG og VARMÁRLAUG.
Hægt er að skella sér í reiðtúr í gegnum þær frábæru reiðleiðir sem eru í boði og má finna ýmis gagnleg korti hér, ef ekki á sínum fák þá tekur hestaleigan Laxnes vel á móti þér og þínum eða taka góða sveiflu á einum af þeim tveimur glæsilegu golfvöllum í Mosó, kíkja á Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum með splunkunýjum leiktæjum eða á hinn vígalega Víkingaleikvöll í Leirvogstungu neðst í Leirvogshverfinu.
Einnig er vert að nefna að Útimarkaðir eru núna í fullum gangi þar sem má finna gómsætt góðgæti ásamt fögrum plöntum og öðrum handagerðum listaverkum. (http://www.mos.is/MosTorgid/Afthreyingogutivist/HvaderibodiiMosfellsbae/)