Haldin verður fjölskylduhátíð í Mosfellsdalnum um verslunarmannahelgina og eru allir velunnarar Mosfellsdals velkomnir.
Hátíðin verður að mestu haldin á svæði Mosskóga. Á glæsilegu tjaldsvæði í Mosskógum verður spennandi dagskrá sem fer að mestu leiti þar fram: Fjöldagrill, Ratleikur um dalinn, keppt á hestum, reiðhjólum og á tveimur jafnfljótum, markaður og óvæntar uppákomur, krökkum býðst að fara á hestbak, hesta og reiðhjólaþrautir, tónleikar með Kiljan Granni og síðasta bandið í dalnum, óvissu hestaferð, varðeldur og kvöldvaka.
Skemmtu þér með okkur um verslunarmannahelgina í einum fallegasta dal landsins, Mosfellsdal.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar