Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu fyrir árið 2013. Frestur umsókna er til 1.september. Þetta er annað árið í röð sem auglýst er eftir umsóknum. Í fyrra fór þátttakan fram úr öllum væntingum en þá bárust 17 umsóknir. Vegna mikillar þátttöku var efnt til sýningar á þróunar- og nýsköpunarverkefnum í Listasal Mosfellsbæjar í janúar sem var einstaklega vel heppnuð og sýndi vel þann sköpunarkraft sem býr í íbúum sveitarfélagsins.
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu fyrir árið 2013. Frestur umsókna er til 1.september. Þetta er annað árið í röð sem auglýst er eftir umsóknum. Í fyrra fór þátttakan fram úr öllum væntingum en þá bárust 17 umsóknir. Vegna mikillar þátttöku var efnt til sýningar á þróunar- og nýsköpunarverkefnum í Listasal Mosfellsbæjar í janúar sem var einstaklega vel heppnuð og sýndi vel þann sköpunarkraft sem býr í íbúum sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar um viðurkenninguna og þátttökuskilyrði er að finna hér.
15. janúar 2013 var afhent í fyrsta skipti þróunar- og nýsköpunarverðlaun Mosfellsbæjar. Hér má sjá myndir frá afhendingunni.