Útibú frá leikskólanum Huldubergi er nú að rísa við Þrastarhöfða. Þar verða starfræktar tvær deildir sem taka á móti 35 börnum nú síðar í mánuðinum. Í húsnæðinu verður, auk deildanna tveggja, fullbúið eldhús. Frágangur lóðarinnar verður fyrsta flokks. Áætlað er að bæta við tveimur stofum á næsta ári og að tekið verði þá aftur, eins og nú
Útibú frá leikskólanum Huldubergi er nú að rísa við Þrastarhöfða. Þar verða starfræktar tvær deildir sem taka á móti 35 börnum nú síðar í mánuðinum. Í húsnæðinu verður, auk deildanna tveggja, fullbúið eldhús. Frágangur lóðarinnar verður fyrsta flokks. Áætlað er að bæta við tveimur stofum á næsta ári og að tekið verði þá aftur, eins og nú, á móti tveggja ára börnum bæði á Huldubergi við Lækjarhlíð og í Þrastarhöfða, til viðbótar við þau sem fyrir eru. Skólinn er því hugsaður sem framtíðarlausn á leikskólamálum í hverfinu þó að staðsetning hússins gæti breyst þegar komið verður að því að byggja varanlegt húsnæði. Þau áform haldast í hendur við uppbyggingu á Blikastaðalandi.
Uppbygging þessi er liður í að létta álag á húsnæði Lágafellsskóla. Eins verða sett niður tvær færanlegar kennslustofur á lóð Lágafellsskóla. Þeir sem vilja kynna sér nánar þær deiliskipulagsbreytingar sem voru auglýstar í vor geta gert það hér