Spurningaþátturinn Útsvar hefur göngu sína á Rúv í haust sjöunda veturinn í röð.
Fyrir hönd Mosfellsbæjar tóku þátt í fyrra Bjarki Bjarnason rithöfundur með meiru, Valgarð Már Jakobsson kennari við Fmos og María Pálsdóttir leikkona og leiðsögumaður. Þau stóðu sig frábærlega og komust í aðra umferð. Vegna þess er Mosfellsbær með öruggt sæti í ár er ný keppnistilhögun verður innleidd þar sem verið er að reyna að gefa minni sveitarfélögum kost á því að vera með.
Bjarki sem hefur staðið sína plikt í þáttunum hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til þátttöku í ár. Mosfellsbær þakkar honum þáttökuna á liðnum árum og vonast til að hann gefi aftur kost á sér síðar. Það vantar því liðsmann með Valgarð og Maríu og eru bæjarbúar hvattir til að bjóða sig fram.
Tengt efni
Jólatréð fyrir miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi