Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. ágúst 2013

Spurn­inga­þátt­ur­inn Út­svar hef­ur göngu sína á Rúv í haust sjö­unda vet­ur­inn í röð.

Fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar tóku þátt í fyrra Bjarki Bjarna­son rit­höf­und­ur með meiru, Val­garð Már Jak­obs­son kenn­ari við Fmos og María Páls­dótt­ir leik­kona og leið­sögu­mað­ur. Þau stóðu sig frá­bær­lega og komust í aðra um­ferð. Vegna þess er Mos­fells­bær með ör­uggt sæti í ár er ný keppn­istil­hög­un verð­ur inn­leidd þar sem ver­ið er að reyna að gefa minni sveit­ar­fé­lög­um kost á því að vera með.

Bjarki sem hef­ur stað­ið sína plikt í þátt­un­um hef­ur ákveð­ið að gefa ekki kost á sér til þátt­töku í ár. Mos­fells­bær þakk­ar hon­um þát­tök­una á liðn­um árum og von­ast til að hann gefi aft­ur kost á sér síð­ar. Það vant­ar því liðs­mann með Val­garð og Maríu og eru bæj­ar­bú­ar hvatt­ir til að bjóða sig fram.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00