Mál númer 201902331
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Kynning á heimasíðu Menntastefnu
Afgreiðsla 437. fundar fræðslunefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. október 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #437
Kynning á heimasíðu Menntastefnu
Þrúður Hjelm sagði frá gerð heimasíðu fyrir menntastefnu Mosfellsbæjar. Vinnan er í fullum gangi undir stjórn stýrhóps um innleiðingu menntastefnunnar. Fræðslunefnd fagnar framtakinu en heimasíðan er mikilvæg fyrir sýnleika og innleiðingu menntastefnunnar. Hún er einnig hugsuð sem verkefnabanki fyrir skólana í Mosfellsbæ og verður mikilvægt verkfæri fyrir samstarf og þróun í skólastarfi í bænum. Síðan fer í loftið á næstu dögum.
- 22. maí 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #851
Heimasíða um Menntastefnu kynnt
Afgreiðsla 433. fundar fræðslunefndar samþykkt á 851. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #849
Heimasíða um Menntastefnu kynnt
Afgreiðsla 432. fundar fræðslunefndar samþykkt á 849. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. apríl 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #432
Heimasíða um Menntastefnu kynnt
Kynning á nýjum vef Menntastefnu Mosfellsbæjar.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Stýrihópur menntastefnu Mosfellsbæjar ræddi leiðir til að efla og auka sýnileika menntastefnunnar innan Mosfellsbæjar. Samþykkt voru tvö meginverkefni; gerð myndbanda og heimasíða um menntastefnuna.
Afgreiðsla 429. fundar fræðslunefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 17. janúar 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #429
Stýrihópur menntastefnu Mosfellsbæjar ræddi leiðir til að efla og auka sýnileika menntastefnunnar innan Mosfellsbæjar. Samþykkt voru tvö meginverkefni; gerð myndbanda og heimasíða um menntastefnuna.
Kynning á verkefnum tengdum innleiðingu á menntastefnu Mosfellsbæjar. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og hvetur til áframhaldandi vinnu við að vekja jákvæða athygli á því metnaðarfulla og góða skólastarfi sem fram fer í Mosfellsbæ.
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Stöðumat á innleiðingu á Menntastefnu Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 426. fundar fræðslunefndar samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. október 2023
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #426
Stöðumat á innleiðingu á Menntastefnu Mosfellsbæjar
Leiðtogi í grunnskólamálum kynnti stöðuna á innleiðingu Menntastefnunnar í grunnskólum, leikskólum og frístundaheimilum.
Fræðslunefnd tekur undir mikilvægi þess að miðla verkefninu til allra hagaðila á aðgengilegan og nútímalegan hátt og hvetur innleiðingarteymi stefnunnar til að halda áfram með þær hugmyndir sem kynntar voru á fundinum. - 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Innleiðingarteymi Menntastefnu Mosfellsbæjar 2023.
Afgreiðsla 414. fundar fræðslunefnd samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 30. nóvember 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #414
Innleiðingarteymi Menntastefnu Mosfellsbæjar 2023.
Fræðslunefnd samþykkir með fimm atkvæðum, tillögu framkvæmdastjóra Fræðslu- og frístundasviðs um stofnun innleiðingarteymis Menntastefnu.
- 28. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #812
Aðgerðaráætlun Menntastefnu lögð fram og kynnt.
Afgreiðsla 410. fundar fræðslunefndar samþykkt á 812. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. september 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #410
Aðgerðaráætlun Menntastefnu lögð fram og kynnt.
Vinna við menntastefnu kynnt fyrir nefndinni. Drög að aðgerðaráætlun lögð fram.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Lögð fram til umræðu lokadrög að Menntastefnu Mosfellsbæjar 2022-2030.
Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn þakkar fræðslunefnd og öllum þeim sem komu að mótun stefnunnar sem unnin var í samvinnu við hagaðila í Mosfellsbæ. Stefnan verður kynnt og innleidd á nýju skólaári. Stoðir stefnunnar eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna og er það trú bæjarstjórnar að stefnan styrki enn frekar öflugt og framsækið skóla- og frístundastarf í Mosfellsbæ.Bókun M-lista:
Gerð Menntastefnu fyrir Mosfellsbæ 2022-2030 er ekki fullnægjandi en það sem komið er mjög áhugavert og vel unnið. Takmarkað er af mælanlegum markmiðum og hefur stefnan ásýnd góðra áforma án þess að aðstandendur barna geti metið til framtíðar hvaða árangri er náð hverju sinni. Hér er m.a. vísað til handbókar um opinbera stefnumótun og áætlanir frá 2013, útgefin af Stjórnarráði Íslands. Ekki er heldur séð að mikið sé fjallað um skólaþjónustu bæjarfélagsins sem er miður. Þakkir eru færðar fræðslunefnd og öðrum þeim sem komið hafa að þessari vinnu. Stefnan er augljóslega ekki fullunnin en sjá má augljós merki um góðan vilja. Sökum þessa situr fulltrúi Miðflokksins hjá en er samþykkur innleiðingu stefnunnar.***
Afgreiðsla 404. fundar fræðslunefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 28. mars 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #404
Lögð fram til umræðu lokadrög að Menntastefnu Mosfellsbæjar 2022-2030.
Heimurinn er okkar, Menntastefna Mosfellsbæjar 2022 - 2030 samþykkt. Fræðslunefnd þakkar öllum þeim sem komu að mótun stefnunnar sem unnin var í samvinnu við hagaðila í Mosfellsbæ. Stefnan verður kynnt og innleidd á nýju skólaári. Stoðir stefnunnar eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna og er það trú fræðslunefndar að stefnan styrki enn frekar öflugt og framsækið skóla- og frístundastarf í Mosfellsbæ.
- 9. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #800
Drög að Menntastefnu Mosfellsbæjar - vinnufundur.
Afgreiðsla 402. fundar bæjarráðs samþykkt á 800. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. mars 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #402
Drög að Menntastefnu Mosfellsbæjar - vinnufundur.
Verkefnastjóri kynnti stefnudrög að nýrri menntastefnu ásamt því að fara yfir drög að hönnun og næstu skref. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og málið kemur aftur inn á fund nefndarinnar.
- 26. janúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #797
Upplýsingar um stöðu verkefnis og vinnufundur.
Afgreiðsla 400. fundar fræðslunefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. janúar 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #400
Upplýsingar um stöðu verkefnis og vinnufundur.
Verkefnastjóri kynnti samantekt á áherslum í nýrri menntastefnu og vinnuna framundan. Fræðslunefnd kom með ábendingar og málið verður rætt aftur á fundi fræðslunefndar í febrúar.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Vinna við mótun menntastefnu Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 399. fundar fræðslunefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. desember 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #399
Vinna við mótun menntastefnu Mosfellsbæjar
Vinnufundur og samtal um endurskoðun Menntastefnu Mosfellsbæjar. Fræðslunefnd fékk ítarlega og góða kynningu um vinnu við endurskoðun stefnunnar og samþykkir áframhaldandi vinnu verkefnahóps.
- 10. nóvember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #793
Kynning á framkvæmd
Afgreiðsla 397. fundar fræðslunefndar samþykkt á 793. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. nóvember 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #397
Kynning á framkvæmd
Farið yfir framkvæmd við mótun Menntastefnu Mosfellsbæjar og næstu skref í þeirri vinnu. Jafnframt kynning á fyrirhuguðu íbúaþingi um skólamál sem haldið verður þann 6. nóvember, klukkan 10:00-12:00 í Helgafellsskóla.
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Kynning á framkvæmd.
Afgreiðsla 395. fundar fræðslunefndar samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. október 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #395
Kynning á framkvæmd.
Kynning og stöðumat á endurskoðun menntastefnu Mosfellsbæjar. Jafnframt kynning á fyrirhuguðu skólaþingi sem haldið verður 11. október nk. með helstu hagaðilum, börnum, foreldrum og starfsfólki skóla.
- 2. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #784
Endurskoðun á Menntastefnu Mosfellsbæjar, kynning á stöðu.
Afgreiðsla 391. fundar fræðslunefndar samþykkt á 784. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. maí 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #391
Endurskoðun á Menntastefnu Mosfellsbæjar, kynning á stöðu.
Framkvæmdaáætlun við endurskoðun menntastefnu kynnt.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Upplýsingar og umræða um framvindu verkefnsins.
Afgreiðsla 387. fundar fræðslunefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #387
Upplýsingar og umræða um framvindu verkefnsins.
Fræðslustjóri fór yfir stöðu mála varðandi endurskoðun Menntastefnu Mosfellsbæjar.
Áætlað er að ný Menntastefna verði tilbúin í nóvember á þessu ári og verður verkáætlun kynnt með reglubundnum hætti í fræðslunefnd. - 14. október 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #769
Menntastefna Mosfellsbæjar endurskoðuð.
Afgreiðsla 381. fundar fræðslunefndar samþykkt á 769. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. október 2020
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #381
Menntastefna Mosfellsbæjar endurskoðuð.
Undirbúningur hafinn við endurskoðun á Menntastefnu Mosfellsbæjar og drög að verkáætlun lögð fram og kynnt. Fræðslunefnd fagnar að undirbúningur sé hafinn og lýsir ánægju sinni með þá áætlun sem lögð er fram.
- 6. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #734
Undirbúningur að endurskoðun á skólastefnu Mosfellsbæjar
Afgreiðsla 359. fundar fræðslunefndar samþykkt á 734. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. febrúar 2019
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #359
Undirbúningur að endurskoðun á skólastefnu Mosfellsbæjar
Fræðslunefnd samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun á Skólastefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 5. maí 2010. Nefndin felur framkvæmdastjóra sviðsins að setja upp drög að vinnuferli við endurskoðunina.