7. október 2020 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Alexander Vestfjörð Kárason (AVK) varamaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Ósk Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Dagný Björk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sævar Örn Guðjónsson (SÖG) vara áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Upplýsingar til fræðslunefndar vegna Covid19202008828
Upplýsingar um skólastarf
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs fór yfir stöðu mála í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ, þar á meðal auglýsingar um takmarkanir á skólastarfi.
2. Tölulegar upplýsingar fræðslusvið 2020202001155
Yfirlit yfir fjölda barna í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar og framtíðarspá um fjöldann.
Alexander Vestfjörð yfirgaf fundinn eftir fundarlið nr. 2 og Valgerð Már kom inn.Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 var farið yfir fjölda barna í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar og spá um fjölgun til næstu 3ja ára.
3. Menntastefna Mosfellsbæjar201902331
Menntastefna Mosfellsbæjar endurskoðuð.
Undirbúningur hafinn við endurskoðun á Menntastefnu Mosfellsbæjar og drög að verkáætlun lögð fram og kynnt. Fræðslunefnd fagnar að undirbúningur sé hafinn og lýsir ánægju sinni með þá áætlun sem lögð er fram.