Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. október 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Hrafnhildur Gísladóttir (HG) varaformaður
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
  • Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) vara áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Viktoría Unnur Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Sonja Petra Stefánsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Vilborgar Magnúsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslu- og frístundasvið
  • Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
  • Ólöf Kristín Sívertsen sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir ráðgjafi á fræðslu- og frístundarsviði Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skóla­skylda grunn­skóla­barna í Mos­fells­bæ skóla­ár­ið 2024-2025202409503

    Lagt fram til upplýsinga

    Lagð­ar fram upp­lýs­ing­ar um skóla­vist grunn­skóla­barna í sveit­ar­fé­lag­inu sam­kvæmt grunn­skóla­lög­um frá 2008 (5. og 6. grein) um skóla­skyldu barna á aldr­in­um 6-16 ára.

    Gestir
    • Magnea S. Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
  • 2. Starfs­áætlan­ir 2024-2025202410449

    Starfsáætlanir leik-og grunnskóla lagðar fram til upplýsinga og staðfestingar.

    Fræðslu­nefnd stað­fest­ir fram­lagð­ar starfs­áætlan­ir. Jafn­framt fel­ur fræðslu­nefnd fræðslu- og frí­stunda­sviði, í sam­ráði við skóla­stjórn­end­ur, að end­ur­skoða og ein­falda form á áætl­un­un­um þann­ig að þær dragi enn frek­ar fram áherslu­at­riði hvers skóla fyr­ir yf­ir­stand­andi skóla­ár. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    Vara­áheyrn­ar­full­trúi L lista bók­ar eft­ir­far­andi:
    Mik­il­vægt er að styðja við Varmár­skóla er kem­ur að hús­næði. Hús­næð­ið þarf að halda utan um starf­sem­ina og faðma nem­end­ur og starfs­fólk. Að­staða frí­stund­ar þarf að huga bet­ur að, er það ásætt­an­legt að hafa hana í vinnu­rým­um kenn­ara. Valdís Ingi­björg Jóns­dótt­ir tal­meina­fræð­ing­ur hef­ur talað um að starfs­að­stæð­ur í grunn­skól­um séu ekki ásætt­an­leg­ar. Í lög­um er há­vaði í skól­um og há­vaði í verk­smiðj­um lagð­ur að jöfnu sbr. að það má vera 80dB há­vaði að jafn­aði yfir 8 tíma vinnu­dag í skól­um. Lög sem gilda um leyfi­leg­an há­vaða á skrif­stof­um og öðr­um þeim stöð­um þar sem gerð­ar eru mikl­ar kröf­ur til ein­beit­ingu og sam­ræð­ur eigi að geta átt sér stað óhindrað þar skal há­vaði ekki fara yfir 50dB að jafn­aði á vinnu­tíma.

  • 3. Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar201902331

    Kynning á heimasíðu Menntastefnu

    Þrúð­ur Hjelm sagði frá gerð heima­síðu fyr­ir mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Vinn­an er í full­um gangi und­ir stjórn stýr­hóps um inn­leið­ingu mennta­stefn­unn­ar. Fræðslu­nefnd fagn­ar fram­tak­inu en heima­síð­an er mik­il­væg fyr­ir sýn­leika og inn­leið­ingu mennta­stefn­unn­ar. Hún er einn­ig hugs­uð sem verk­efna­banki fyr­ir skól­ana í Mos­fells­bæ og verð­ur mik­il­vægt verk­færi fyr­ir sam­st­arf og þró­un í skólastarfi í bæn­um. Síð­an fer í loft­ið á næstu dög­um.

    • 4. Vett­vangs- og kynn­is­ferð­ir fræðslu­nefnd­ar 2022 - 2026202208563

      Heimsókn í Leirvogstunguskóla

      Fræðslu­nefnd þakk­ar skóla­stjóra Leir­vogstungu fyr­ir góð­ar mót­tök­ur og kynn­ingu á starfi leik­skól­ans.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30