30. október 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) vara áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Jóna Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Viktoría Unnur Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Jónsdóttir aðalmaður
- Sonja Petra Stefánsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Sigríður Vilborgar Magnúsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
- Ólöf Kristín Sívertsen sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir ráðgjafi á fræðslu- og frístundarsviði Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skólaskylda grunnskólabarna í Mosfellsbæ skólaárið 2024-2025202409503
Lagt fram til upplýsinga
Lagðar fram upplýsingar um skólavist grunnskólabarna í sveitarfélaginu samkvæmt grunnskólalögum frá 2008 (5. og 6. grein) um skólaskyldu barna á aldrinum 6-16 ára.
Gestir
- Magnea S. Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
2. Starfsáætlanir 2024-2025202410449
Starfsáætlanir leik-og grunnskóla lagðar fram til upplýsinga og staðfestingar.
Fræðslunefnd staðfestir framlagðar starfsáætlanir. Jafnframt felur fræðslunefnd fræðslu- og frístundasviði, í samráði við skólastjórnendur, að endurskoða og einfalda form á áætlununum þannig að þær dragi enn frekar fram áhersluatriði hvers skóla fyrir yfirstandandi skólaár. Samþykkt með fimm atkvæðum.
Varaáheyrnarfulltrúi L lista bókar eftirfarandi:
Mikilvægt er að styðja við Varmárskóla er kemur að húsnæði. Húsnæðið þarf að halda utan um starfsemina og faðma nemendur og starfsfólk. Aðstaða frístundar þarf að huga betur að, er það ásættanlegt að hafa hana í vinnurýmum kennara. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir talmeinafræðingur hefur talað um að starfsaðstæður í grunnskólum séu ekki ásættanlegar. Í lögum er hávaði í skólum og hávaði í verksmiðjum lagður að jöfnu sbr. að það má vera 80dB hávaði að jafnaði yfir 8 tíma vinnudag í skólum. Lög sem gilda um leyfilegan hávaða á skrifstofum og öðrum þeim stöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingu og samræður eigi að geta átt sér stað óhindrað þar skal hávaði ekki fara yfir 50dB að jafnaði á vinnutíma.- FylgiskjalStarfsáætlun Lágafellsskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Krikaskóla 2024-2025a.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Helgafellsskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Hlaðhamrar 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Hlíð 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Reykjakots 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Leirvogstunguskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Varmárskóla 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Höfðabergs 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Huldubergs 2024-2025.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Kvíslarskóli 2024-2025.pdf
3. Menntastefna Mosfellsbæjar201902331
Kynning á heimasíðu Menntastefnu
Þrúður Hjelm sagði frá gerð heimasíðu fyrir menntastefnu Mosfellsbæjar. Vinnan er í fullum gangi undir stjórn stýrhóps um innleiðingu menntastefnunnar. Fræðslunefnd fagnar framtakinu en heimasíðan er mikilvæg fyrir sýnleika og innleiðingu menntastefnunnar. Hún er einnig hugsuð sem verkefnabanki fyrir skólana í Mosfellsbæ og verður mikilvægt verkfæri fyrir samstarf og þróun í skólastarfi í bænum. Síðan fer í loftið á næstu dögum.
4. Vettvangs- og kynnisferðir fræðslunefndar 2022 - 2026202208563
Heimsókn í Leirvogstunguskóla
Fræðslunefnd þakkar skólastjóra Leirvogstungu fyrir góðar móttökur og kynningu á starfi leikskólans.