6. apríl 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1528202203020F
Fundargerð 1528. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 802. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Staða heimilislausra með fjölþættan vanda. 202203436
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi stöðu heimilislausra með fjölþættan vanda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1528. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Framkvæmdir á skíðasvæðum - viðauki við samstarfssamning 202203440
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi drög að endurnýjun samstarfssamnings um skíðasvæði lagt fram til umræðu og afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1528. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar varðandi móttöku flóttafólks frá Úkraínu 202203114
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn áréttar að móttaka flóttafólks frá Úkraínu er komin í farveg innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar, sbr. mál nr. 20220392 á 1527. fundi bæjarráðs, og er Mosfellsbær að sjálfsögðu reiðubúinn til þátttöku í því verkefni líkt og önnur sveitarfélög.***
Afgreiðsla 1528. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.1.4. Viljayfirlýsing um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða í Mosfellsbæ 202203631
Viljayfirlýsing Bjarg íbúðarfélags og Mosfellsbæjar um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða í Mosfellsbæ lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1528. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1529202203026F
Fundargerð 1529. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 802. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Endurskipulagning sýslumannsembætta 202203759
Erindi dómsmálaráðherra um endurskipulagningu sýslumannsembætta.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið 202106232
Umbeðin umsögn umhverfisnefndar lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Kvíslarskóli - framkvæmdir 2022 202203832
Lögð fyrir bæjarráð minnisblað um rakaframkvæmdir sem þarf að ráðast í í Kvíslarskóla
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Grassláttur og hirðing í Mosfellsbæ 2022-2024 202112358
Niðurstaða útboðs vegna grassláttar í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024 202203831
Lögð fram til staðfestingar lokadrög að samstarfsamningum Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Staða heimilislausra með fjölþættan vanda. Erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 202203436
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021 202202325
Minnisblað bæjarstjóra og fjármálastjóra um gerð ársreiknings 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur - beiðni um umsögn 202203802
Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Umsagnarfrestur til 6. apríl nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 202203803
Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030. Umsagnarfrestur til 6. apríl nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1529. fundar bæjarráðs samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 226202203019F
Fundargerð 226. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 802. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Friðlýsing Blikastaðakróar og Leiruvogs 202105156
Lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum og afmörkun friðlýsts svæðis við Blikastaðakró og Leiruvog ásamt fundargerð samstarfshóps um tillögu að friðlýsingu svæðisins dags. 1. mars 2022.
Óskað er staðfestingar sveitarfélagsins á tillögu að friðlýsingu áður en Umhverfisstofnun auglýsir tillöguna, sbr. 39.gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 226. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið 202106232
Stefna og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftslagsmálum lögð fram til umsagnar umhverfisnefndar í samræmi við ákvörðun bæjarráðs á 1520. fundi þann 27.01.2022.
Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar vegna umfangs loftslagsstefnunnar til að gefa nefndarfólki tök á að kynna sér efnið betur og jafnframt var umhverfisstjóra falið að leggja fram tillögu að umsögn í samræmi við umræður á fundinum og innsendar ábendingar nefndarfólks.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 226. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021 202201510
Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021 lögð fram til kynningar og umræðu.
Máli vísað til fastanefnda til kynningar á 1524.fundi bæjarráðs.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 226. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 404202203027F
Fundargerð 404. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 802. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Tvítyngd börn og starfsfólk í leikskólum Mosfellsbæjar. 202203855
Fjöldi barna með annað tungumál en íslensku í daglegu umhverfi sínu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 404. fundar fræðslunefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Menntastefna Mosfellsbæjar 201902331
Lögð fram til umræðu lokadrög að Menntastefnu Mosfellsbæjar 2022-2030.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn þakkar fræðslunefnd og öllum þeim sem komu að mótun stefnunnar sem unnin var í samvinnu við hagaðila í Mosfellsbæ. Stefnan verður kynnt og innleidd á nýju skólaári. Stoðir stefnunnar eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna og er það trú bæjarstjórnar að stefnan styrki enn frekar öflugt og framsækið skóla- og frístundastarf í Mosfellsbæ.Bókun M-lista:
Gerð Menntastefnu fyrir Mosfellsbæ 2022-2030 er ekki fullnægjandi en það sem komið er mjög áhugavert og vel unnið. Takmarkað er af mælanlegum markmiðum og hefur stefnan ásýnd góðra áforma án þess að aðstandendur barna geti metið til framtíðar hvaða árangri er náð hverju sinni. Hér er m.a. vísað til handbókar um opinbera stefnumótun og áætlanir frá 2013, útgefin af Stjórnarráði Íslands. Ekki er heldur séð að mikið sé fjallað um skólaþjónustu bæjarfélagsins sem er miður. Þakkir eru færðar fræðslunefnd og öðrum þeim sem komið hafa að þessari vinnu. Stefnan er augljóslega ekki fullunnin en sjá má augljós merki um góðan vilja. Sökum þessa situr fulltrúi Miðflokksins hjá en er samþykkur innleiðingu stefnunnar.***
Afgreiðsla 404. fundar fræðslunefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
5. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 37202203023F
Fundargerð 37. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 802. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2021 202201510
Kynntar niðurstöður skýrslu Gallup um þjónustu sveitarfélaga á árinu 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 37. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Orkugarður - hugmyndir að uppbyggingu í Reykjahverfi 202101213
Ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar, tekin á 1513. fundi, um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 37. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2022 202203740
Umsóknir um styrki til úr lista- og mennningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 teknar til umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 37. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 253202203030F
Fundargerð 253. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 802. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2022-2024 202203831
Drög að samningum við íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 253. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Styrkir til efnilegra ungmenna 2022 202203739
Fyrir liggja 17 umsóknir frá Mosfellskum ungmennum vegna styrks til efnilegra ungmenna 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 253. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 563202203029F
Fundargerð 563. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 802. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Hamraborg - deiliskipulag 201810282
Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 31.03.2022, með athugasemdum við greinargerð nýs deiliskipulags.
Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa með tillögum að úrbótum greinargerðar í samræmi við ábendingar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúar L- og M-lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
7.2. Breyting á aðalskipulagi - Dalland 123625 201811119
Skipulagsnefnd samþykkti á 557. fundi sínum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Dalland þar sem landbúnaðarland var stækkað. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi, á vef Mosfellsbæjar og kynnt helstu umsagnaraðilum.
Athugasemdafrestur var frá 03.02.2022 til og með 24.03.2022.
Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 08.02.2022, Vegagerðinni, dags. 14.03.2022, Veðurstofu Íslands, dags. 22.03.2022, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, dags. 25.02.2022 og Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 22.03.2022.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Lækjarbotnar hliðarvegur 202203037
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 28.02.2022, með ósk um umsögn grenndarkynningar á framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna hliðarvega við Lækjarbotna samsíða Suðurlandsvegi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Suðurlandsvegur breikkun frá Bæjarhálsi að Hólmsá - ósk um umsögn 202203853
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 23.03.2022, með ósk um umsögn á frummatsskýrslu mats á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vegagerðarinnar á Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá. Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í frummatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu.
Umsagnafrestur er til 25. apríl 2022.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Helgafellsland 1 L199954 - ósk um uppskiptingu lands 202103629
Borist hefur erindi frá Ívari Pálssyni lögmanni, f.h. landeigenda Helgafellslands 1, dags. 29.03.2022, með ósk um stofnun lóðar undir íbúðarhús á landinu í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - aðalskipulagsbreyting 202203513
Skipulagsnefnd samþykkti á 558. fundi sínum að kynna skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæði Mosfellsbæjar 401-M. Umsagnafrestur var frá 03.02.2022 til og með 21.02.2022.
Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 10.03.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 14.03.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 16.02.2022 og Svæðisskipulagsnefnd SSH, dags. 18.03.2022.
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 sem unnin er í samræmi við skipulagslýsingu og umsagnir þar sem innfærðar eru heimildir um uppbyggingu íbúða á miðsvæði Sunnukrika.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.7. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - deiliskipulagsbreyting 202203513
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Sunnukrika 3-7 í Krikahverfi á miðsvæði 401-M, sem unnin er i samræmi við skipulagslýsingu og umsagnir þar sem heimilar eru íbúðir í bland við verslun og þjónustu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
7.8. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag 201811024
Lagt er fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dags. 03.03.2022, um afgreiðslu nýs deiliskipulags 5. áfanga Helgafellshverfis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.9. Helgafellshverfi 6. áfangi - nýtt deiliskipulag 202101267
Til kynningar eru fyrstu drög og hugmyndir af nýju deiliskipulagi fyrir 6. áfanga Helgafellshverfis, við Ásaveg austan Ásahverfis.
Skipulagsfulltrúi kynnir tillögu Gláma-Kím arkitekta.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 465 202203025F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
8. Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022202202116
Tillaga um kjörstað og fjölda kjördeilda við sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að kjörstaður í Mosfellsbæ við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí 2022 verði í Lágafellsskóla í átta kjördeildum, sbr. 2. mgr. 11. gr. og 78. gr. kosningalaga nr. 112/2021.
9. Kosning í nefndir og ráð201806075
Ósk V-lista um breytingu á varamanni í yfirkjörstjórn.
Lagt er til að Harpa Lilja Júníusdóttir verði varamaður V-lista í yfirkjörstjórn í stað Hólmfríðar H. Sigurðardóttur. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
10. Kosning í nefndir og ráð201806075
Tilnefning 48 aðila í undirkjörstjórnir vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí nk.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að kjósa aðila í undirkjörstjórnir vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí 2022 í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að veita bæjarráði umboð til að kjósa fulltrúa í undirkjörstjórnir komi til forfalla kjörinna fulltrúa, eftir því sem þörf krefur fram að kjördegi.
11. Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar -breytingar202002306
Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, nr. 238/2014, með síðari breytingum, sem lýtur að fjölgun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn úr 9 í 11 og bæjarráði úr 3 í 5, sem taki gildi við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí 2022. Fyrri umræða.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, við fyrri umræðu, fyrirliggjandi tillögu á breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar um fjölgun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn í 11 og bæjarráði í 5, sem taki gildi við sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 14. maí 2022.
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 465202203025F
Fundargerð 465. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Brúarfljót 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106073
Bull Hill Capital hf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækja um leyfi til til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta geymsluhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 465. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar.
12.2. Bugðufljót 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103381
BF17 ehf. Klettagarðar 4 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 17, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 465. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar.
12.3. Gerplustræti 6-12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108820
Húsfélag Gerplustrætis 6-12 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 6-12, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 465. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar.
12.4. Laxatunga 70 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202202225
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að endurnýja eldhúseiningu við leiksóla á lóðinni Laxatungu nr. 70, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 82,0 m², 219,77 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 465. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar.
12.5. Liljugata 20-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202203018
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni Liljugata nr. 20-24, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 20: Íbúð 189,9 m², 626,7 m³.
Hús nr. 22: Íbúð 189,9 m², 626,7 m³.
Hús nr. 24: Íbúð 189,9 m², 626,7 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 465. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar.
12.6. Reykjamelur 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107051
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einnar hæðar parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Reykjamelur nr. 12 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 12A 117,6 m², bílgeymsla 32,4 m², 519,5 m³.
Hús nr. 12B 117,6 m², bílgeymsla 32,4 m², 519,5 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 465. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar.
12.7. Reykjamelur 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105351
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einnar hæðar parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Reykjamelur nr. 14 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 14A 117,6 m², bílgeymsla 32,4 m², 519,5 m³.
Hús nr. 14B 117,6 m², bílgeymsla 32,4 m², 519,5 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 465. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 464. fundar Sorpu bs.202203667
Fundargerð 464. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 464. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 37. eigendafundar Sorpu bs.202203771
Fundargerð 37. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 37. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
15. Fundargerð 35. eigendafundar Strætó bs.202203770
Fundargerð 35. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 35. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
16. Fundargerð 353. fundar Strætó bs.202203741
Fundargerð 353. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 353. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
17. Fundargerð 105. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202203773
Fundargerð 105. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 105. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
18. Fundargerð 239. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202203901
Fundargerð 239. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 239. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
19. Fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202203870
Fundargerð 908.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 908.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
20. Fundargerð 2. fundar heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes.202203886
Fundargerð 2. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.
Fundargerð 2. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
21. Fundargerð 106. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202203959
Fundargerð 106. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 106. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 802. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.