19. janúar 2022 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Sveinbjörg Davíðsdóttir (SD) áheyrnarfulltrúi
- Helga Georgsdóttir (HG) áheyrnarfulltrúi
- Linda Hersteinsdóttir (LH) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Menntastefna Mosfellsbæjar201902331
Upplýsingar um stöðu verkefnis og vinnufundur.
Verkefnastjóri kynnti samantekt á áherslum í nýrri menntastefnu og vinnuna framundan. Fræðslunefnd kom með ábendingar og málið verður rætt aftur á fundi fræðslunefndar í febrúar.
Gestir
- Ragnheiður Dögg Auðunsdóttir, verkefnastjóri endurskoðunar á menntastefnu, Jóhanna Magnúsdóttir, verkefnastjóri grunnsskóla og Ragnheiður Axelsdóttir, verkefnastjóri skólaþjónustu.
2. Ytra mat á Krikaskóla, 2020202005221
Kynning á skýrslu Menntamálastofnunar vegna ytra mats á haustönn 2021.
Fræðslunefnd þakkar skólastjóra Krikaskóla góða kynningu á niðurstöðum ytra mats sem framkvæmt var á haustönn. Í kjölfar niðurstöðu matsins verður gerð tímasett umbótaáætlun í skólanum sem kynnt verður hagaðilum. Afar ánægjulegt er að sjá svona góðar niðurstöður og ljóst að skólastjóri og starfsfólk Krikaskóla leggur mikla vinnu við að skipuleggja framsækið skólastarf og fagmennskan er áberandi í skólastarfinu. Fræðslunefnd vill koma á framfæri kæru þakklæti og hrósi til Krikaskóla.
Gestir
- Þrúður Hjelm, skólastjóri Krikaskóla, Jóhanna Magnúsdóttir, verkefnastjóri grunnsskóla og Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu.
3. Starfsáætlun fræðslunefndar202201319
Lagt fram til umræðu
Starfsáætlun lögð fram og samþykkt.
4. Upplýsingar til fræðslunefndar vegna Covid-19.202008828
Upplýsingar um áhrif Covid-19 á skóla- og frístundastarf.
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundarsviðs fór yfir stöðuna í leik- og grunnskólum. Áhrif faraldursins hefur töluverð áhrif i skólunum. Samvinna skóla og foreldra hefur gengið vel í þessum faraldri og samtakamáttur skólasamfélagsins mikill. Fræðslunefnd vill koma á framfæri þakkæti til starfsfólks skóla- og frístundastarfs og heimila í Mosfellsbæ á krefjandi tímum.