6. október 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Alexander Vestfjörð Kárason (AVK) varamaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Haukur Skúlason (HS) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Helga Georgsdóttir (HG) áheyrnarfulltrúi
- Linda Hersteinsdóttir (LH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Klörusjóður202001138
Styrkþegar frá 2020 kynna verkefnin. Forritun fyrir byrjendur, http://www.bit.ly/fyrstuskrefiniforritun Málfríður Bjarnadóttir Útikennsla, Alfa Regína Jóhannsdóttir
Fræðslunefnd þakkar fyrir mjög áhugaverðar og upplýsandi kynningar á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði vorið 2020. Verkefnin voru þróuð og mótuð á síðasta skólaári en hafa nú verið innleidd í skólastarfið og kynnt fyrir öðrum kennurum í Mosfellsbæ.
Markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Verkefnin sýna svo sannarlega að tilkoma Klörusjóðs er mikilvægur stuðningur við skóla- og frístundastarf og er það fagnaðarefni.Gestir
- Alfa Regína Jóhannsdottir og Málfríður Bjarnadóttir kennarar
2. Lýðheilsu- og forvarnastefna201904174
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins, áður en henni verður vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Kynning á nýrri lýðheilsu- og forvarnarstefnu Mosfellsbæjar. Í stefnunni er lögð áhersla á að Mosfellsbær sé fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. Stefnumótun í lýðheilsu- og forvarnamálum tengist öðrum stefnum bæjarins.
Gestir
- Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
3. Menntastefna Mosfellsbæjar201902331
Kynning á framkvæmd.
Kynning og stöðumat á endurskoðun menntastefnu Mosfellsbæjar. Jafnframt kynning á fyrirhuguðu skólaþingi sem haldið verður 11. október nk. með helstu hagaðilum, börnum, foreldrum og starfsfólki skóla.
Gestir
- Ragnheiður Dögg Agnarsstjóri verkefnastjóri