Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. október 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
  • Alexander Vestfjörð Kárason (AVK) varamaður
  • Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
  • Haukur Skúlason (HS) áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
  • Helga Georgsdóttir (HG) áheyrnarfulltrúi
  • Linda Hersteinsdóttir (LH) áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Klöru­sjóð­ur202001138

    Styrkþegar frá 2020 kynna verkefnin. Forritun fyrir byrjendur, http://www.bit.ly/fyrstuskrefiniforritun Málfríður Bjarnadóttir Útikennsla, Alfa Regína Jóhannsdóttir

    Fræðslu­nefnd þakk­ar fyr­ir mjög áhuga­verð­ar og upp­lýs­andi kynn­ing­ar á verk­efn­um sem hlutu styrk úr Klöru­sjóði vor­ið 2020. Verk­efn­in voru þró­uð og mót­uð á síð­asta skóla­ári en hafa nú ver­ið inn­leidd í skóla­starf­ið og kynnt fyr­ir öðr­um kenn­ur­um í Mos­fells­bæ.
    Markmið Klöru­sjóðs er að stuðla að ný­sköp­un og fram­þró­un í skóla- og frí­stund­astarfi í Mos­fells­bæ. Verk­efn­in sýna svo sann­ar­lega að til­koma Klöru­sjóðs er mik­il­væg­ur stuðn­ing­ur við skóla- og frí­stund­ast­arf og er það fagn­að­ar­efni.

    Gestir
    • Alfa Regína Jóhannsdottir og Málfríður Bjarnadóttir kennarar
  • 2. Lýð­heilsu- og for­varna­stefna201904174

    Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins, áður en henni verður vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    Kynn­ing á nýrri lýð­heilsu- og for­varn­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Í stefn­unni er lögð áhersla á að Mos­fells­bær sé fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem set­ur um­hverf­ið í önd­vegi og hef­ur þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi. Stefnu­mót­un í lýð­heilsu- og for­varna­mál­um teng­ist öðr­um stefn­um bæj­ar­ins.

    Gestir
    • Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
  • 3. Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar201902331

    Kynning á framkvæmd.

    Kynn­ing og stöðumat á end­ur­skoð­un mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar. Jafn­framt kynn­ing á fyr­ir­hug­uðu skóla­þingi sem hald­ið verð­ur 11. októ­ber nk. með helstu hag­að­il­um, börn­um, for­eldr­um og starfs­fólki skóla.

    Gestir
    • Ragnheiður Dögg Agnarsstjóri verkefnastjóri
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30