Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. apríl 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
 • Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
 • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
 • Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) varamaður
 • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
 • Elín Árnadóttir (EÁ) áheyrnarfulltrúi
 • Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) vara áheyrnarfulltrúi
 • Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
 • Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) varamaður
 • Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
 • Nanna Rut Margrétar Pálsdóttir (NRMP) áheyrnarfulltrúi
 • Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
 • Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
 • Páll Ásgeir Torfason fræðslu- og frístundasvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. End­ur­nýj­un skóla­lóða202211340

  Kynning á rýni fyrir endurnýjun skólalóðar Lágafellsskóla

  Fræðslu­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu og um­ræð­ur um skóla­lóð Lága­fells­skóla og að­bún­að á skóla­lóð­um al­mennt. End­ur­nýj­un skóla­lóð­ar­inn­ar verð­ur í áfram­hald­andi skoð­un og verða fram­lögð gögn not­uð áfram í þeirri vinnu. Til stend­ur að halda skóla­þing þar sem nem­end­ur koma að vinn­unni. Fræðslu­nefnd legg­ur einn­ig mikla áherslu á upp­lýs­inga­gjöf til for­eldra og að­gengi þeirra að verk­efn­inu.

  Gestir
  • Páll J. Líndal umhverfissálfræðingur
 • 2. Um­sókn um heima­kennslu202403438

  Umsókn um heimakennslu fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram til staðfestingar

  Lagð­ar eru fram tvær um­sókn­ir um heima­kennslu fyr­ir skóla­ár­ið 2024-2025. Um­sókn­irn­ar ásamt fylgigögn­um hafa ver­ið metn­ar af skóla- og ráð­gjafa­þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar og teljast þær upp­fylla skil­yrði reglu­gerð­ar um heima­kennslu á grunn­skóla­stigi nr. 531/2009. Í reglu­gerð­inni er gerð krafa um að nem­end­ur í heima­kennslu teng­ist ein­um skóla sem hef­ur það hlut­verk að vera ráð­gef­andi við for­eldra og nem­end­ur svo og eft­ir­lit með ár­angri náms. Helga­fells­skóli er þjón­ustu­skól­inn þetta skóla­ár­ið og verð­ur svo áfram. Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um.

  Gestir
  • Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri í skóla- og ráðgjafaþjónustu Mosfellsbæjar
 • 3. Til­laga B, C og S lista um hinseg­in fræðslu í Mos­fells­bæ202211093

  Lagt fram yfirlit yfir framkvæmd hinsegin fræðslu í skólum Mosfellsbæjar

  Lagt fram til upp­lýs­inga.

  Gestir
  • Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri í skóla- og ráðgjafaþjónustu Mosfellsbæjar
 • 4. Út­hlut­un leik­skóla­plássa 2024202404370

  Lagt fram til upplýsinga

  Lagt fram yf­ir­lit yfir út­hlut­un leik­skóla­plássa og er út­hlut­un sam­kvæmt 1. þrepi lok­ið. Öll­um börn­um sem sóttu um leik­skóla­pláss fyr­ir 1. mars sl. og sem verða 12 mán­aða og eldri 1. ág­úst nk. hafa feng­ið til­boð um leik­skóla­pláss frá næsta skóla­ári. Út­hlut­un skv. þrepi nr. 2 hefst í byrj­un maí og þá er út­hlutað til þeirra sem sótt hafa um leik­skóla­pláss eft­ir 1. mars.

 • 5. Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar201902331

  Heimasíða um Menntastefnu kynnt

  Kynn­ing á nýj­um vef Mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15