17. apríl 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) varamaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) vara áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) varamaður
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Nanna Rut Margrétar Pálsdóttir (NRMP) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
- Páll Ásgeir Torfason fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurnýjun skólalóða202211340
Kynning á rýni fyrir endurnýjun skólalóðar Lágafellsskóla
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og umræður um skólalóð Lágafellsskóla og aðbúnað á skólalóðum almennt. Endurnýjun skólalóðarinnar verður í áframhaldandi skoðun og verða framlögð gögn notuð áfram í þeirri vinnu. Til stendur að halda skólaþing þar sem nemendur koma að vinnunni. Fræðslunefnd leggur einnig mikla áherslu á upplýsingagjöf til foreldra og aðgengi þeirra að verkefninu.
Gestir
- Páll J. Líndal umhverfissálfræðingur
2. Umsókn um heimakennslu202403438
Umsókn um heimakennslu fyrir skólaárið 2024-2025 lögð fram til staðfestingar
Lagðar eru fram tvær umsóknir um heimakennslu fyrir skólaárið 2024-2025. Umsóknirnar ásamt fylgigögnum hafa verið metnar af skóla- og ráðgjafaþjónustu Mosfellsbæjar og teljast þær uppfylla skilyrði reglugerðar um heimakennslu á grunnskólastigi nr. 531/2009. Í reglugerðinni er gerð krafa um að nemendur í heimakennslu tengist einum skóla sem hefur það hlutverk að vera ráðgefandi við foreldra og nemendur svo og eftirlit með árangri náms. Helgafellsskóli er þjónustuskólinn þetta skólaárið og verður svo áfram. Samþykkt með 5 atkvæðum.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri í skóla- og ráðgjafaþjónustu Mosfellsbæjar
3. Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ202211093
Lagt fram yfirlit yfir framkvæmd hinsegin fræðslu í skólum Mosfellsbæjar
Lagt fram til upplýsinga.
Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri í skóla- og ráðgjafaþjónustu Mosfellsbæjar
4. Úthlutun leikskólaplássa 2024202404370
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram yfirlit yfir úthlutun leikskólaplássa og er úthlutun samkvæmt 1. þrepi lokið. Öllum börnum sem sóttu um leikskólapláss fyrir 1. mars sl. og sem verða 12 mánaða og eldri 1. ágúst nk. hafa fengið tilboð um leikskólapláss frá næsta skólaári. Úthlutun skv. þrepi nr. 2 hefst í byrjun maí og þá er úthlutað til þeirra sem sótt hafa um leikskólapláss eftir 1. mars.
5. Menntastefna Mosfellsbæjar201902331
Heimasíða um Menntastefnu kynnt
Kynning á nýjum vef Menntastefnu Mosfellsbæjar.