30. nóvember 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfshópur um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ.202210231
Kynning á niðurstöðum starfshóps um tillögur og aðgerðaáætlun til næstu fimm ára um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ í samráði við bæjarráð og fræðslunefnd.
Lagt fram og kynnt. Fræðslunefnd leggur áherslu á að stöðug og jöfn uppbygging í starfsemi leikskóla haldi áfram í Mosfellsbæ og að bærinn kappkosti við að vera í fremstu röð þegar kemur að þjónustu, aðbúnaði og umgjörð fyrir nemendur og starfsfólk.
2. Málefni leikskóla - nóvember 2022202211420
Leikskólastjórar kynna fyrir fræðslunefnd helstu áskoranir og tækifæri sem leikskólinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.
Fræðslunefnd þakkar leikskólastjórum fyrir greinagóðar upplýsingar og málefnalegt samtal. Mosfellsbær, ásamt öðrum sveitarfélögum, stendur frammi fyrir miklum áskorunum þegar kemur að því að manna stöður og bjóða upp á aðlaðandi starfsumhverfi í leikskólum á sama tíma og leikskólabörnum fjölgar og krafan um faglega þjónustu eykst. Fræðslunefnd leggur til að framkvæmdastjóra Fræðslu- og frístundasviðs verði falið að taka umræðuna áfram og leitast verði við að finna lausnir bæði með miðlægum hætti og einnig með sértækum hætti í hverjum og einum skóla.
Gestir
- Tinna Rúna Eiríksdóttir, Sveinbjörg Davíðsdóttir, Þrúður Hjelm, Kristlaug Þ. Svavarsdóttir og Guðrún Björg Pálsdóttir leikskólastjórar í Mosfellsbæ og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
3. Skóladagatöl 2022-2023202112253
Ósk um breytingu á skóladagatali Krikaskóla vegna námsferðar.
Fræðslunefnd samþykkir, með fimm atkvæðum, breytingu á skóladagatali Krikaskóla vegna námsferðar starfsfólks.
4. Menntastefna Mosfellsbæjar201902331
Innleiðingarteymi Menntastefnu Mosfellsbæjar 2023.
Fræðslunefnd samþykkir með fimm atkvæðum, tillögu framkvæmdastjóra Fræðslu- og frístundasviðs um stofnun innleiðingarteymis Menntastefnu.
5. Skólaskylda grunnskólabarna í Mosfellsbæ skólaárið 2022-2023.202210473
Lagt fram til upplýsinga.
Lagt fram til upplýsinga. Samkvæmt grunnskólalögum frá 2008 (5. og 6. grein) ber skólanefndum sveitarfélaga að fylgjast með því að öll börn á aldrinum 6 - 16 ára í sveitarfélaginu njóti skólavistar/lögbundinnar fræðslu. Fræðslusvið vinnur náið með Barnavernd í þeim tilfellum sem vafi leikur á skólavist barna.
Gestir
- Magnea S. Ingimundardóttir verkefnastjóri á Fræðslu- og frístundasviði