Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. nóvember 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
 • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
 • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
 • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
 • Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
 • Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
 • Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
 • Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
 • Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
 • Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
 • Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
 • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
 • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Starfs­hóp­ur um upp­bygg­ingu leik­skóla í Mos­fells­bæ.202210231

  Kynning á niðurstöðum starfshóps um tillögur og aðgerðaáætlun til næstu fimm ára um uppbyggingu leikskóla í Mosfellsbæ í samráði við bæjarráð og fræðslunefnd.

  Lagt fram og kynnt. Fræðslu­nefnd legg­ur áherslu á að stöðug og jöfn upp­bygg­ing í starf­semi leik­skóla haldi áfram í Mos­fells­bæ og að bær­inn kapp­kosti við að vera í fremstu röð þeg­ar kem­ur að þjón­ustu, að­bún­aði og um­gjörð fyr­ir nem­end­ur og starfs­fólk.

 • 2. Mál­efni leik­skóla - nóv­em­ber 2022202211420

  Leikskólastjórar kynna fyrir fræðslunefnd helstu áskoranir og tækifæri sem leikskólinn stendur frammi fyrir um þessar mundir.

  Fræðslu­nefnd þakk­ar leik­skóla­stjór­um fyr­ir greina­góð­ar upp­lýs­ing­ar og mál­efna­legt sam­tal. Mos­fells­bær, ásamt öðr­um sveit­ar­fé­lög­um, stend­ur frammi fyr­ir mikl­um áskor­un­um þeg­ar kem­ur að því að manna stöð­ur og bjóða upp á að­lað­andi starfs­um­hverfi í leik­skól­um á sama tíma og leik­skóla­börn­um fjölg­ar og kraf­an um fag­lega þjón­ustu eykst. Fræðslu­nefnd legg­ur til að fram­kvæmda­stjóra Fræðslu- og frí­stunda­sviðs verði fal­ið að taka um­ræð­una áfram og leit­ast verði við að finna lausn­ir bæði með mið­læg­um hætti og einn­ig með sér­tæk­um hætti í hverj­um og ein­um skóla.

  Gestir
  • Tinna Rúna Eiríksdóttir, Sveinbjörg Davíðsdóttir, Þrúður Hjelm, Kristlaug Þ. Svavarsdóttir og Guðrún Björg Pálsdóttir leikskólastjórar í Mosfellsbæ og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • 3. Skóla­daga­töl 2022-2023202112253

   Ósk um breytingu á skóladagatali Krikaskóla vegna námsferðar.

   Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir, með fimm at­kvæð­um, breyt­ingu á skóla­da­ga­tali Krika­skóla vegna náms­ferð­ar starfs­fólks.

  • 4. Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar201902331

   Innleiðingarteymi Menntastefnu Mosfellsbæjar 2023.

   Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um, til­lögu fram­kvæmda­stjóra Fræðslu- og frí­stunda­sviðs um stofn­un inn­leið­ing­ar­t­eym­is Mennta­stefnu.

  • 5. Skóla­skylda grunn­skóla­barna í Mos­fells­bæ skóla­ár­ið 2022-2023.202210473

   Lagt fram til upplýsinga.

   Lagt fram til upp­lýs­inga. Sam­kvæmt grunn­skóla­lög­um frá 2008 (5. og 6. grein) ber skóla­nefnd­um sveit­ar­fé­laga að fylgjast með því að öll börn á aldr­in­um 6 - 16 ára í sveit­ar­fé­lag­inu njóti skóla­vist­ar/lög­bund­inn­ar fræðslu. Fræðslu­svið vinn­ur náið með Barna­vernd í þeim til­fell­um sem vafi leik­ur á skóla­vist barna.

   Gestir
   • Magnea S. Ingimundardóttir verkefnastjóri á Fræðslu- og frístundasviði
  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:09