26. janúar 2022 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 1. varabæjarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1518202201005F
Fundargerð 1518. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 797. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Áform um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum 202201137
Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er lúta á ákvæðum um íbúakosningar lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1518. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Uglugata 40-46 - deiliskipulagsbreyting 202103039
Lagður er fyrir samningur við Uglugötu 40 ehf. um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða í tengslum við deiliskipulagsbreytingu á Uglugötu 40-46.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1518. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Umbætur á fótboltavelli í Reykjahverfi 202201062
Beiðni um umbætur á fótboltavelli í Reykjahverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1518. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Vatnsborun Hádegisholti 202105334
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til útboðs á borun í Hádegisholti.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1518. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1519202201015F
Fundargerð 1519. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 797. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Verkfallslisti Mosfellsbæjar 201909226
Óskað eftir heimild til að auglýsa lista yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2022. Máli frestað á 1517. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1519. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Betri samgöngur - samgöngusáttmálinn 202107097
Erindi Betri samgangna ohf. um framlög samkvæmt Samgöngusáttmála vegna 2022 lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun L-lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar kallaði eftir því þegar Samgöngusáttmálinn var samþykktur í bæjarstjórn Mosfellsbæjar haustið 2019 að lagðar yrðu fram ígrundaðar áætlanir um stofnkostnað og rekstur svokallaðrar borgarlínu og þeirra stofnvegaframkvæmda sem hvoru tveggja eru hornsteinninn í sáttmálanum.Núna rúmum tveimur árum síðar hafa ekki verið lagðar fram slíkar áætlanir eða að minnsta kosti ekki verið kynntar kjörum fulltrúm í Mosfellsbæ.
Það er að mati bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar ekki aðeins nauðsynlegt heldur einnig skylda kjörinna fulltrúa gagnvart skattgreiðendum að fyrir liggi, áður en ráðist er í svo risavaxið verkefni sem Samgöngusáttmálinn er, að nákvæm áætlun um stofn- og rekstrarkostnað liggi fyrir í upphafi vegferðar.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins tekur undir bókun Vina Mosfellsbæjar enda ítrekar hún stöðu þessa máls þegar það var afgreitt af þorra bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ á sínum tíma.Bókun C-, D-, S- og V-lista:
Í samgöngusáttmálanum liggur fyrir kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem áætlaðar eru samkvæmt honum á næstu 15 árum. Frumkostnaðaráætlun liggur fyrir að 1. áfanga Borgarlínu sem og kostnaðarmat á nýju leiðarkerfi Strætó ásamt rekstri Borgarlínu. Þessi mál hafa verið kynnt á sérstökum fundum fyrir borgar- og bæjarfulltrúum á vegum SSH.Gagnbókun L- og M-lista:
Það er algjört grundvallaratriði þegar lagt er af stað í viðamikil opinber langtímaverkefni, af þeirri stærðargráðu sem hér er, að öll gögn og ítarlegar úttektir liggi fyrir varðandi áformaðan rekstur, fjárfestingu og þau útgjöld sem skattgreiðendur munu á endanum bera.Þessi bókun D, V, C og S lista lýsir vel hve illa upplýstir þeir fulltrúar voru um þetta verkefni þegar þau afgreiddu Samgöngusáttmálann, fyrir hönd skattgreiðenda í Mosfellsbæ, á sínum tíma. Það eitt að nefna leiðakerfi Strætó bs. í bókun sinni lýsir ónógri þekkingu þar sem rekstur og leiðakerfi Strætó er utan samgöngusáttmálans.
***
Afgreiðsla 1519. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Grassláttur og hirðing í Mosfellsbæ 2022-2024 202112358
Lögð fyrir bæjarráð beiðni um heimild til útboðs á grasslætti og hirðingu í Mosfellsbæ 2022-2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1519. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Kæra til yfirfasteignanefndar- óskað umsagnar Mosfellsbæjar 202201374
Framkomin kæra Veitna til yfirfasteignamatsnefndar vegna álagningar fasteignaskatts lögð fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1519. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 315202201013F
Fundargerð 315. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 797. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Lykiltölur fjölskyldusviðs 202006316
Lykiltölur fjölskyldusviðs árið 2021 sem og tölur fjölskyldusviðs til og með desember 2021 lagðar fyrir til kynningar og umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Barnaverndarmálafundur 2018-2022 - 930 202112023F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Barnaverndarmálafundur 2018-2022 - 935 202201011F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 25202201014F
Fundargerð 25. fundar lýðræðis- og mannréttindarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 797. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum 2019 til 2022 201906226
Samantekt jafnréttisfulltrúa og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar á stöðu verkefna á sviði jafnréttis- og mannréttindamála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 25. lýðræðis- og mannréttindanefndar á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Tillaga bæjarfulltrúa S-lista um formlega fundi með hverfafélögum og aðstoð við stofnun slíkra félaga 202112134
Tillaga bæjarfulltrúa S-lista lögð fram við umfjöllun um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar um að á árinu 2022 hefji bæjarstjórn formlega fundi með stjórnum hverfafélaga sem starfa í bænum. Þá bjóði bærinn aðstoð sína við að stofna slík samtök þar sem þau hafa ekki þegar verið stofnuð, í samræmi við lið 2.a. i og ii í Lýðræðisstefnu bæjarins. Á 795. fundi bæjarstjórnar var tillögunni vísað til umfjöllunar og afgreiðslu lýðræðis- og mannréttindanefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 25. lýðræðis- og mannréttindanefndar á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 400202201016F
Fundargerð 400. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 797. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Menntastefna Mosfellsbæjar 201902331
Upplýsingar um stöðu verkefnis og vinnufundur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 400. fundar fræðslunefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Ytra mat á Krikaskóla, 2020 202005221
Kynning á skýrslu Menntamálastofnunar vegna ytra mats á haustönn 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 400. fundar fræðslunefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Starfsáætlun fræðslunefndar 202201319
Lagt fram til umræðu
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 400. fundar fræðslunefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Upplýsingar til fræðslunefndar vegna Covid-19. 202008828
Upplýsingar um áhrif Covid-19 á skóla- og frístundastarf.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarstjórn tekur undir bókun fræðslunefndar í málinu og vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks skóla- og frístundastarfs og heimila í Mosfellsbæ á krefjandi tímum.
***
Afgreiðsla 400. fundar fræðslunefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 224202201009F
Fundargerð 224. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 797. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Skýrsla reiðveganefndar Hestamannafélagsins Harðar fyrir árið 2021 202201305
Skýrsla reiðveganefndar Hestamannafélagsins Harðar vegna framkvæmda við reiðvegi félagsins árið 2021 lögð fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 224. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Reiðstígur við Skiphól - ósk um framkvæmdaleyfi 202110425
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 25.10.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg meðfram Skiphóli í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Framkvæmdin er innan hverfisverndarsvæðis Köldukvíslar og krefst umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 224. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Orkugarður - hugmyndir að uppbyggingu í Reykjahverfi 202101213
Ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar, tekin á 1513. fundi, um viljayfirlýsingu um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 224. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Friðlýsing Blikastaðakróar og Leiruvogs 202105156
Lagt fram mat Náttúrufræðistofnunar um verndargildi Leiruvogs og Blikastaðakróar, ásamt innsendum athugasemdum við fyrirætlanir um friðlýsingu og svör Umhverfisstofnunar við þeim athugasemdum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 224. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Afmörkun eftir samráð.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Umsögn um athugasemdir við áform.pdfFylgiskjalNÍ. Mat á verndargildi Blikastaðakróar og Leiruvogs 22.10.2021.pdfFylgiskjalFlugklúbbur_t-póstur.pdfFylgiskjalFlugklúbbur_Staðsetning flugbrauta.pdfFylgiskjalBlikastaðarkró-Leiruvogur. Hafró gerir ekki aths..pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur-Skerjafjörður. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Vegagerðin.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Sigurjón Magnússon.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Athugasemdir Skotvís.pdfFylgiskjalBlikastaðakró_Leiruvogur. Minjastofnun.pdf
6.5. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun 202101312
Kynning á vinnu samráðshóps um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu.
Sigrún Haraldsdóttir verkefnastjóri Sorpu bs. og Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins koma á fundinn.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 224. fundar bæjarráðs samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 557202201019F
Fundargerð 557. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 797. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag 201811024
Skipulagsnefnd samþykkti á 542. og 552. fundum sínum að auglýsa og kynna aðalskipulagsbreytingu fyrir Helgafellshverfi og nýtt deiliskipulag 5. áfanga hverfisins.
Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, dags. 3.12.2021, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 14.01.2021, Minjastofnun Íslands, dags. 08.12.2021, Svæðisskipulagsnefnd, dags. 07.12.2021 og Veðurstofu Íslands, dags. 16.2021.
Hjálögð eru svör og viðbrögð við athugasemdum og umsögnum. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærir uppdrættir og greinargerð deiliskipulagsins ásamt aðalskipulagsbreytingu Helgafellshverfis.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalSamantekt á umsögnum.pdfFylgiskjalHelgafellshverfi 5. áfangi - greinagerð skipulagsFylgiskjal5. áfangi uppdráttur.pdfFylgiskjal5. áfangi skýringaruppdrátturFylgiskjalAðalskipulagsbreyting Helgafells.pdfFylgiskjalVeðurstofa Íslands - UmsögnFylgiskjalHeilbrigðiseftirlit - UmsögnFylgiskjalSvæðisskipulagsnefnd - Umsögn.pdfFylgiskjalUmhverfisstofnun - umsögnFylgiskjalMinjastofnun Íslands - umsögn
7.2. Helgafellshverfi 5. áfangi - deiliskipulagsbreyting aðkomu 201811024
Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreytingar fyrir 1. og 4. áfanga Helgafellshverfis vegna breyttrar aðkomu 5. áfanga í samræmi við kynnt og samþykkt nýtt deiliskipulag svæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Breyting á aðalskipulagi - Dalland 123625 201811119
Lögð er fram að nýju til kynningar og afgreiðslu aðalskipulagsbreyting til endurauglýsingar fyrir Dalland 123625 þar sem hluti lands breytist úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020. Fyrri auglýsing breytingar var kynnt frá 17.12.2020 til og með 08.02.2021.
Hjálögð eru drög að svörum athugasemda við fyrri auglýsingu málsins.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Hraðastaðaland 1 - lóð fyrir dreifistöð 202111355
Borist hefur erindi frá Veitum ohf, f.h. landeiganda, dags. 19.11.2021, með ósk um stofnun nýrrar lóðar úr landi Hraðastaða 1 L123653 vegna tilfærslu á dreifistöð í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Reykjamelur 46 - Krókar - ósk um deiliskipulagsbreytingu 202112395
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Johnson, dags. 28.12.2021, f.h. land- og húseiganda að Krókum L123755 við Varmá, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og uppskiptingu lóðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Sunnukriki 7 - ósk um íbúðir 202112368
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni, dags. 22.12.2021, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 7, með ósk um íbúðir á efri hæðum Sunnukrika 7 innan miðsvæðis 401-M.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.7. Miðsvæði Mosfellsbæjar 116-M - aðalskipulagsbreyting 202201368
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæði Mosfellsbæjar er varðar uppbyggingu íbúða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.8. Orkugarður - hugmyndir að uppbyggingu í Reykjahverfi 202101213
Á 1513. fundi bæjarráðs var tekin ákvörðun um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. Á fundinum var skipulagsnefnd falið að vinna að nánari útfærslu og deiliskipulagi fyrir Orkugarðinn. Hjálögð er undirrituð viljayfirlýsing til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.9. Leirvogstunga 35 - ósk um auka fastanúmer 202201016
Erindi hefur borist frá Óskari Jóhanni Sigurðssyni, dags. 03.01.2022, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Leirvogstungu 35.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.10. Krókatjörn L125143 - ósk um gerð deiliskipulags 202201331
Borist hefur erindi frá, Hrafni Bjarnasyni, dags. 13.01.2022, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu frístundalóðar við Krókatjörn L125143.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 457 202112007F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 458 202112018F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 459 202201012F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.14. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 56 202201002F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 557. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 797. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 56202201002F
Fundargerð 56. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Akurholt 5 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa 202108388
Skipulagsnefnd samþykkti á 549. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun húss að Akurholti 5 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi húsa, Akurholts 3 og 7.
Athugasemdafrestur var frá 23.11.2021 til og með 22.12.2021. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 56. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Byggðarholt 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105010
Skipulagsnefnd samþykkti á 551. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stækkun húss að Byggðarholti 35 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi húsa, Byggðarholts 25, 27, 37, 39, 41 og Brattarholts 7. Gögn voru aðgengileg á vef.
Athugasemdafrestur var frá 19.11.2021 til og með 20.12.2021. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 56. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Arnartangi 50 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110041
Skipulagsnefnd samþykkti á 554. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir þegar byggða stækkun húss að Arnartanga 50 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til aðliggjandi húsa, Arnartanga 42, 44, 46, 47, 48 og 52. Gögn voru aðgengileg á vef.
Athugasemdafrestur var frá 30.11.2021 til og með 30.12.2021. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 56. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Uglugata 40-46 - deiliskipulagsbreyting 202103039
Skipulagsnefnd samþykkti á 551. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Uglugötu 40-46 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin var kynnt í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef, mos.is. Bréf voru send á umsagnaraðila og húsfélaga aðliggjandi fjölbýla að Uglugötu 32, 34, 36, 38, 48 og 50.
Deiliskipulagsbreytingin er framsett á uppdrætti í mælikvarðanum 1:1000. Sex eininga tveggja hæða raðhúsi er breytt í átta eininga fjölbýli.
Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 56. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar.
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 459202201012F
Fundargerð 459. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Akurholt 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111108
Hans Þór Jensson Akurholti 21 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu viðbyggingu á einni hæð við einbýlishús á lóðinni Akurholt nr. 21, í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt, grenndarkynningu lauk 2.12.2020, engar athugasemdir bárust. Stækkun: 50,0 m², 124,6 m³.
Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 459. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Bergrúnargata 7-9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110230
Oddný Guðnadóttir Bergrúnargötu 9 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Bergrúnargata nr. 7-9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 459. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Brúarfljót 2, umsókn um byggingarleyfi 202011137
E18, Logafold 32, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á mhl. 04 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 459. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar.
9.4. Helgadalsvegur 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107128
Jens Páll Hafsteinsson Köldulind 6 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, timbri og gleri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Helgadalsvegur nr. 60, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 352,5 m², bílgeymsla 45,5 m², 1.843,9 m³.Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 459. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar.
9.5. Liljugata 14-18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111353
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni Liljugata nr. 14-18, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hús nr. 14: Íbúð 190,5 m², 666,8 m³.
Stærðir hús nr. 16: Íbúð 189,9 m², 664,7 m³.
Stærðir hús nr. 18: Íbúð 189,8 m², 664,3 m³.Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010. Óheimilt er að hefja framkvæmdir fyrr en byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi í samræmi við 13. gr. laga um mannvirki nr. 160 / 2010.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 459. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 461. fundar Sorpu bs202201291
Fundargerð 461. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 461. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
11. Fundargerð 462. fundar Sorpu bs202201292
Fundargerð 462. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 462. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 350. fundar Strætó bs202201314
Fundargerð 350. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 350. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 397. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna202201379
Fundargerð 397. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 397. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202201381
Fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 797. fundar bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
15. Fundargerð 463. fundar Sorpu bs202201380
Fundargerð 463. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 463. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
16. Fundargerð 535. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202201454
Fundargerð 535. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 535. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 797. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.