18. október 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) varamaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) varamaður
- Guðrún Guðmundsdóttir - GG áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Nanna Rut Margrétar Pálsdóttir (NRMP) áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
- Páll Ásgeir Torfason fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frístundasel Mosfellsbæjar202309600
Kynning á starfsemi Frístundaselja í Mosfellsbæ
Forstöðukona Frístundar í Helgafellsskóla og aðstoðarforstöðukona Frístundar í Varmárskóla kynntu starfið.
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu. Frístundaheimili grunnskólanna veita mikilvæga þjónusta við yngstu nemendurna og þar fer fram faglegt og öflugt starf.Gestir
- Una Sighvatsdóttir forstöðumaður Frístundaheimilis í Helgafellsskóla og Ósk Hauksdóttir aðstoðarforstöðumaður Frístundaheimilis Varmárskóla
2. Skólamáltíðir í Varmárskóla202310376
Kynning á fyrirkomulagi
Skólastjóri Varmárskóla kynnti fyrirkomulag mötuneytisþjónustu í Varmárskóla. Einnig var farið yfir áætlanir vegna aðkomu stórra bíla að skólanum.
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og óskar eftir því að málið komi aftur á dagskrá nefndarinnar þegar komin er meiri reynsla á starfsemina.Gestir
- Jóna Benediktsdóttir skólastjóri Varmárskóla
3. Endurnýjun skólalóða202211340
Hönnun lóðar við Varmárskóla - kynning
Lögð fram gögn vegna endurhönnunar lóðar við Varmárskóla.
Endurnýjun skólalóðar við Varmárskóla mun fara fram í áföngum og verða framlögð gögn notuð í þeirri vinnu.Gestir
- Jóna Benediktsdóttir skólastjóri Varmárskóla
4. Menntastefna Mosfellsbæjar201902331
Stöðumat á innleiðingu á Menntastefnu Mosfellsbæjar
Leiðtogi í grunnskólamálum kynnti stöðuna á innleiðingu Menntastefnunnar í grunnskólum, leikskólum og frístundaheimilum.
Fræðslunefnd tekur undir mikilvægi þess að miðla verkefninu til allra hagaðila á aðgengilegan og nútímalegan hátt og hvetur innleiðingarteymi stefnunnar til að halda áfram með þær hugmyndir sem kynntar voru á fundinum.5. Mælaborð skóla202310379
Drög að mælaborði skóla til umræðu
Fræðslunefnd ræddi möguleika á að koma upp mælaborði sem tengist skólastarfi í bænum. Framkvæmdastjóri og annað starfsfólk tekur málið áfram og kemur með tillögu að mælikvörðum sem æskilegt væri að fylgjast með.