Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. október 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) varamaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
  • Elín Árnadóttir (EÁ) áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) varamaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir - GG áheyrnarfulltrúi
  • Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
  • Nanna Rut Margrétar Pálsdóttir (NRMP) áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
  • Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
  • Páll Ásgeir Torfason fræðslu- og frístundasvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Frí­stunda­sel Mos­fells­bæj­ar202309600

    Kynning á starfsemi Frístundaselja í Mosfellsbæ

    For­stöðu­kona Frí­stund­ar í Helga­fells­skóla og að­stoð­ar­for­stöðu­kona Frí­stund­ar í Varmár­skóla kynntu starf­ið.
    Fræðslu­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu. Frí­stunda­heim­ili grunn­skól­anna veita mik­il­væga þjón­usta við yngstu nem­end­urna og þar fer fram fag­legt og öfl­ugt starf.

    Gestir
    • Una Sighvatsdóttir forstöðumaður Frístundaheimilis í Helgafellsskóla og Ósk Hauksdóttir aðstoðarforstöðumaður Frístundaheimilis Varmárskóla
    • 2. Skóla­mál­tíð­ir í Varmár­skóla202310376

      Kynning á fyrirkomulagi

      Skóla­stjóri Varmár­skóla kynnti fyr­ir­komulag mötu­neyt­is­þjón­ustu í Varmár­skóla. Einn­ig var far­ið yfir áætlan­ir vegna að­komu stórra bíla að skól­an­um.
      Fræðslu­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu og ósk­ar eft­ir því að mál­ið komi aft­ur á dagskrá nefnd­ar­inn­ar þeg­ar komin er meiri reynsla á starf­sem­ina.

      Gestir
      • Jóna Benediktsdóttir skólastjóri Varmárskóla
    • 3. End­ur­nýj­un skóla­lóða202211340

      Hönnun lóðar við Varmárskóla - kynning

      Lögð fram gögn vegna end­ur­hönn­un­ar lóð­ar við Varmár­skóla.
      End­ur­nýj­un skóla­lóð­ar við Varmár­skóla mun fara fram í áföng­um og verða fram­lögð gögn not­uð í þeirri vinnu.

      Gestir
      • Jóna Benediktsdóttir skólastjóri Varmárskóla
    • 4. Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar201902331

      Stöðumat á innleiðingu á Menntastefnu Mosfellsbæjar

      Leið­togi í grunn­skóla­mál­um kynnti stöð­una á inn­leið­ingu Mennta­stefn­unn­ar í grunn­skól­um, leik­skól­um og frí­stunda­heim­il­um.
      Fræðslu­nefnd tek­ur und­ir mik­il­vægi þess að miðla verk­efn­inu til allra hag­að­ila á að­gengi­leg­an og nú­tíma­leg­an hátt og hvet­ur inn­leið­ing­ar­t­eymi stefn­unn­ar til að halda áfram með þær hug­mynd­ir sem kynnt­ar voru á fund­in­um.

      • 5. Mæla­borð skóla202310379

        Drög að mælaborði skóla til umræðu

        Fræðslu­nefnd ræddi mögu­leika á að koma upp mæla­borði sem teng­ist skólastarfi í bæn­um. Fram­kvæmda­stjóri og ann­að starfs­fólk tek­ur mál­ið áfram og kem­ur með til­lögu að mæli­kvörð­um sem æski­legt væri að fylgjast með.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30