17. janúar 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varaformaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) varamaður
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ)
- Elín Árnadóttir (EÁ) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Tinna Rún Eiríksdóttir áheyrnarfulltrúi
- Nanna Rut Margrétar Pálsdóttir (NRMP) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
- Páll Ásgeir Torfason fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir sviðstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skóladagatal leik- og grunnskóla 2024-2025202311545
Skóladagatal leikskóla og Listaskólans 2024 - 2025 eru lögð fram til staðfestingar.
Fræðslunefnd staðfestir skóladagatöl leikskóla og Listaskóla fyrir skólaárið 2024-2025
- FylgiskjalLeikskoladagatal-2024-2025 - Leikskólar Mosfellsbæjar.pdfFylgiskjalLeikskóladagatal-2024-2025 - Reykjakot.pdfFylgiskjalTillaga 2024-2025 Skoladagatal - Helgafellsskóli.pdfFylgiskjalListaskóli Mosfellsbæjar Skóladagatal 2024-2025.pdfFylgiskjalMinnisblað vegna leikskóladagatals 2024-2025 - snið.pdf
2. Skóladagatal leik- og grunnskóla 2025-2026202401258
Skóladagatöl leik-og grunnskóla Mosfellsbæjar 2025-2026 lögð fram til staðfestingar.
Fræðslunefnd staðfestir skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2025-2026
3. Klörusjóður, endurskoðun á reglum202311204
Endurskoðun á reglum Klörusjóðs lagðar fram til staðfestingar.
Breytingar á reglum um Klörusjóð samþykktar. Auglýst verður eftir umsóknum í sjóðinn í mars.
4. Menntastefna Mosfellsbæjar201902331
Stýrihópur menntastefnu Mosfellsbæjar ræddi leiðir til að efla og auka sýnileika menntastefnunnar innan Mosfellsbæjar. Samþykkt voru tvö meginverkefni; gerð myndbanda og heimasíða um menntastefnuna.
Kynning á verkefnum tengdum innleiðingu á menntastefnu Mosfellsbæjar. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og hvetur til áframhaldandi vinnu við að vekja jákvæða athygli á því metnaðarfulla og góða skólastarfi sem fram fer í Mosfellsbæ.
5. Endurskoðun á skóla- og frístundaakstri202301334
Tillaga um breytinga á heimferð í frístundaakstri.
Fræðslunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum tillögu sviðstjóra fræðslu- og frístundasviðs að heimferð frístundarútu falli niður frá og með 25. mars nk.
Fræðslunefnd leggur jafnframt á það áherslu að áfram verð unnið í samstarfi við Aftureldingu að farsælu fyrirkomulagi frístundarrútu frá næsta skólaári. Þá telur fræðslunefnd það mikilvægt að almenningssamgöngur innan Mosfellsbæjar verði efldar og leggur til að farið verði í formlegt samtal við Strætó með hvaða hætti það gæti orðið. Markmiðið er að þjónusta börn og ungmenni betur í tengslum við skóla og frístundastarf.6. Niðurstöður PISA 2022202401009
Kynning á niðurstöðum PISA. Nýlega voru birtar niðurstöður úr PISA 2022, sem er alþjóðlegt könnunarpróf fyrir 15 ára nemendur, framkvæmt af Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). PISA skoðar lesskilning, stærðfræði- og náttúruvísindalæsi nemenda.
Lagt fram.