26. maí 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
- Lísa Sigríður Greipsson áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Björk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elísa Hörn Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Menntastefna Mosfellsbæjar201902331
Endurskoðun á Menntastefnu Mosfellsbæjar, kynning á stöðu.
Framkvæmdaáætlun við endurskoðun menntastefnu kynnt.
Gestir
- Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, verkefnastjóri
2. UT mál grunnskóla 2020-2021202012068
Fulltrúi L lista mætti eftir fyrsta fundarlið.Upplýsinga- og tæknimál í grunnskólum, kynning á stöðu og næstu skrefum.
Stefna Mosfellsbæjar í upplýsinga- og tæknimálum er metnaðarfull og gengur innleiðing hennar mjög vel og samkvæmt áætlun.
Gestir
- Ingvi Hrannar Ómarsson, ráðgjafi
3. Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar haustið 2021202105200
Lagt fram til upplýsinga.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir innritun í grunnskólum fyrir næsta skólaár. Jafnframt er lögð fram samantekt á fjölda leik- og grunnskólabarna í Mosfellsbæ síðastliðin fimm ár.
4. Skólar á grænni grein202105094
Lagt fram til upplýsinga.
Fræðslunefnd þakkar bréfið og felur fræðslu- og frístundasviði að kynna innihald bréfsins fyrir skólastjórnendum og starfsfólki leik- og grunnskóla.
5. Dagforeldrar vor 2021202105249
Upplýsingar og kynning á starfi dagforeldra og kynning á drögum að gæðaviðmiðum fyrir starfsemi dagforeldra.
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu á starfsemi dagforeldra. Ljóst er að dagforeldrar eru mikilvægur hlekkur í þjónustu við foreldra með ung börn í Mosfellsbæ.
6. Trúnaðarmál202105236
Áheyrnarfulltrúar leik- og grunnskóla viku af fundi fyrir þennan fundarlið.Trúnaðarmál.
Fundargerð færð í trúnaðarmálabók.