27. febrúar 2019 kl. 16:30,
utan bæjarskrifstofu
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
- Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) aðalmaður
- Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
- Alexander Vestfjörð Kárason (AVK) varamaður
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Björk M Kristbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ásta Kristín Briem áheyrnarfulltrúi
- María Lea Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2018201901489
Á 1387. fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2018 kynnt fyrir bæjarráði. Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til kynningar hjá öllum fastanefndum Sveitarfélagsins."
Fræðslunefnd þakkar Arnari Jónssyni góða kynningu. Ánægjulegt er að sjá að ánægja bæjarbúa með starfsemi leik- og grunnskóla eykst milli ára.
Gestir
- Arnar Jónsson, forstöðumaður samskipta- og þjónustudeildar
2. Viðhald Varmárskóla201806317
Kynntar niðurstöður verklokaskýrslu frá Eflu vegna framkvæmda á húsnæði Varmárskóla í kjölfar rakavandamála. Fulltrúi frá umhverfissviði mætir á fundinn og kynnir.
Fræðslunefnd þakkar góða og ítarlega kynningu á viðgerðum á húsnæði skólans. Viðgerð er lokið og unnið var í samræmi við leiðbeiningar frá verkfræði- og ráðgjafafyrirtækinu Eflu.
Gestir
- Framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Jóhanna B. Hansen
3. Skólasvæði201902330
Umræða um skólasvæði
Reglur um skólavist og skiptingu skólasvæða var samþykkt í bæjarráði 2. mars 2011. Frá þeim tíma hefur grunnskólabörnum fjölgað töluvert eða frá 1439 í 1742. Einnig hefur bæst við einn nýr grunnskóli, Helgafellsskóli. Hefja þarf endurskoðun á reglunum með tilliti til ofangreindra þátta sem og þeirri hugmynd að veita meira val um grunnskóla. Fræðslunefnd felur framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að gera drög að nýjum reglum og kynna í nefndinni.
4. Menntastefna Mosfellsbæjar201902331
Undirbúningur að endurskoðun á skólastefnu Mosfellsbæjar
Fræðslunefnd samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun á Skólastefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 5. maí 2010. Nefndin felur framkvæmdastjóra sviðsins að setja upp drög að vinnuferli við endurskoðunina.
5. Kynning á Helgafellsskóla201902328
Kynning á nýstofnuðum Helgafellsskóla.
Fræðslunefnd þakkar skólastjóra góða og áhugaverða kynningu á Helgafellsskóla.
Gestir
- Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri Helgafellsskóla