Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. febrúar 2019 kl. 16:30,
utan bæjarskrifstofu


Fundinn sátu

 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
 • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
 • Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) aðalmaður
 • Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
 • Alexander Vestfjörð Kárason (AVK) varamaður
 • Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
 • Steinunn Dögg Steinsen (SDS) áheyrnarfulltrúi
 • Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
 • Björk M Kristbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ásta Kristín Briem áheyrnarfulltrúi
 • María Lea Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
 • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2018201901489

  Á 1387. fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2018 kynnt fyrir bæjarráði. Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til kynningar hjá öllum fastanefndum Sveitarfélagsins."

  Fræðslu­nefnd þakk­ar Arn­ari Jóns­syni góða kynn­ingu. Ánægju­legt er að sjá að ánægja bæj­ar­búa með starf­semi leik- og grunn­skóla eykst milli ára.

  Gestir
  • Arnar Jónsson, forstöðumaður samskipta- og þjónustudeildar
 • 2. Við­hald Varmár­skóla201806317

  Kynntar niðurstöður verklokaskýrslu frá Eflu vegna framkvæmda á húsnæði Varmárskóla í kjölfar rakavandamála. Fulltrúi frá umhverfissviði mætir á fundinn og kynnir.

  Fræðslu­nefnd þakk­ar góða og ít­ar­lega kynn­ingu á við­gerð­um á hús­næði skól­ans. Við­gerð er lok­ið og unn­ið var í sam­ræmi við leið­bein­ing­ar frá verk­fræði- og ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Eflu.

  Gestir
  • Framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Jóhanna B. Hansen
 • 3. Skóla­svæði201902330

  Umræða um skólasvæði

  Regl­ur um skóla­vist og skipt­ingu skóla­svæða var sam­þykkt í bæj­ar­ráði 2. mars 2011. Frá þeim tíma hef­ur grunn­skóla­börn­um fjölgað tölu­vert eða frá 1439 í 1742. Einn­ig hef­ur bæst við einn nýr grunn­skóli, Helga­fells­skóli. Hefja þarf end­ur­skoð­un á regl­un­um með til­liti til of­an­greindra þátta sem og þeirri hug­mynd að veita meira val um grunn­skóla. Fræðslu­nefnd fel­ur fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs að gera drög að nýj­um regl­um og kynna í nefnd­inni.

  • 4. Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar201902331

   Undirbúningur að endurskoðun á skólastefnu Mosfellsbæjar

   Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir að hefja vinnu við end­ur­skoð­un á Skóla­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem sam­þykkt var í bæj­ar­stjórn þann 5. maí 2010. Nefnd­in fel­ur fram­kvæmda­stjóra sviðs­ins að setja upp drög að vinnu­ferli við end­ur­skoð­un­ina.

  • 5. Kynn­ing á Helga­fells­skóla201902328

   Kynning á nýstofnuðum Helgafellsskóla.

   Fræðslu­nefnd þakk­ar skóla­stjóra góða og áhuga­verða kynn­ingu á Helga­fells­skóla.

   Gestir
   • Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri Helgafellsskóla
  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45