Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. september 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
  • Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skóla­púls - for­eldrak­ann­an­ir 2022202206197

    Framkvæmdastjóri Skólapúlsins kynnir helstu niðurstöður foreldrakannana í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar 2022.

    Kynn­ing á for­eldra­könn­un­um í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Mik­il­vægt er að nið­ur­stöð­urn­ar séu kynnt­ar hag­að­il­um hvers skóla og jafn­framt að það sem bet­ur má fara sé sett í um­bóta­áætlun fyr­ir næsta skóla­ár.

    Gestir
    • Kristján Ketill Stefánsson, framkvæmdastjóri Skólapúlsins og Jóhanna Magnúsdóttir, verkefnastjóri grunnskólamála
  • 2. Starfs­áætlan­ir leik- og grunn­skóla 2022 - 2023202209075

    Kynning á starfsáætlun leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2022 - 2023.

    Fræðslu­nefnd þakk­ar Lísu fyr­ir góða kynn­ingu. Fræðslu­nefnd er já­kvæð fyr­ir sam­ræmdri fram­setn­ingu á starfs­áætl­un­un­um leik- og grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar. Upp­lýs­inga­gjöf til for­eldra- og for­ráða­manna og ann­arra hag­að­ila skóla­sam­fé­lags­ins er mik­il­vægt, um­fangs­mik­ið og vanda­samt verk­efni. Þar væri hægt að gera enn bet­ur með því að huga að fram­setn­ingu og gera efni að­gengi­legt fyr­ir alla á sta­f­ræn­an hátt. Fram­lagð­ar starfs­áætlan­ir stað­fest­ar með 5 at­kvæð­um.

    Gestir
    • Lísa Greipsson, skólastjóri Lágafellsskóla
  • 3. Hönn­un­ar­smiðja - inn­sent bréf202209338

    Hugmynd um hönnunarsmiðju - innsent bréf frá skólastjórum Kvíslar- og Varmárskóla, kerfisstjóra Kvíslar- og Varmárskóla og kennara í upplýsingartækni Kvíslarskóla.

    Inn­sent bréf frá skóla­stjór­um Kvísl­ar- og Varmár­skóla, kerf­is­stjóra Kvísl­ar- og Varmár­skóla og kenn­ara í upp­lýs­ing­ar­tækni Kvísl­ar­skóla lagt fram. Fræðslu­nefnd fagn­ar frum­kvæði og fram­sýni bréf­rit­ara. Hug­mynd­ir um hönn­un­ar og ný­sköp­un­ar­smiðju eru í takti við við stefnu allra flokka í bæj­ar­stjórn um efl­ingu ný­sköp­un­ar og tækni í Mos­fells­bæ með því að setja á stofn Fab Lab smiðju eða sam­bæri­legt. Sam­þykkt með 5 at­kvæð­um að vísa um­fjöllun um út­færslu og um­fang til fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ar fyr­ir árið 2023 og jafn­framt að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og grein­ing­ar á fræðslu- og frí­stunda­sviði.

  • 4. Mennta­stefna Mos­fells­bæj­ar201902331

    Aðgerðaráætlun Menntastefnu lögð fram og kynnt.

    Vinna við mennta­stefnu kynnt fyr­ir nefnd­inni. Drög að að­gerðaráætlun lögð fram.

    Gestir
    • Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, verkefnasrtjóri Menntastefnu
Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50