21. september 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skólapúls - foreldrakannanir 2022202206197
Framkvæmdastjóri Skólapúlsins kynnir helstu niðurstöður foreldrakannana í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar 2022.
Kynning á foreldrakönnunum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Mikilvægt er að niðurstöðurnar séu kynntar hagaðilum hvers skóla og jafnframt að það sem betur má fara sé sett í umbótaáætlun fyrir næsta skólaár.
Gestir
- Kristján Ketill Stefánsson, framkvæmdastjóri Skólapúlsins og Jóhanna Magnúsdóttir, verkefnastjóri grunnskólamála
2. Starfsáætlanir leik- og grunnskóla 2022 - 2023202209075
Kynning á starfsáætlun leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2022 - 2023.
Fræðslunefnd þakkar Lísu fyrir góða kynningu. Fræðslunefnd er jákvæð fyrir samræmdri framsetningu á starfsáætlununum leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar. Upplýsingagjöf til foreldra- og forráðamanna og annarra hagaðila skólasamfélagsins er mikilvægt, umfangsmikið og vandasamt verkefni. Þar væri hægt að gera enn betur með því að huga að framsetningu og gera efni aðgengilegt fyrir alla á stafrænan hátt. Framlagðar starfsáætlanir staðfestar með 5 atkvæðum.
Gestir
- Lísa Greipsson, skólastjóri Lágafellsskóla
- FylgiskjalHlaðhamrar 2022-2023.pdfFylgiskjalHöfðaberg -2022-23.pdfFylgiskjalLeirvogstunguskóla - 2022-2023.pdfFylgiskjalHelgafellsskóli - Starfsáætlun 2022-2023.pdfFylgiskjalKrikaskóli - Starfsáætlun 2022-2023.pdfFylgiskjalLágafellsskóli - Starfsáætlun 2022-2023.pdfFylgiskjalVarmárskóli - Starfsáætlun 2022-2023.pdf
3. Hönnunarsmiðja - innsent bréf202209338
Hugmynd um hönnunarsmiðju - innsent bréf frá skólastjórum Kvíslar- og Varmárskóla, kerfisstjóra Kvíslar- og Varmárskóla og kennara í upplýsingartækni Kvíslarskóla.
Innsent bréf frá skólastjórum Kvíslar- og Varmárskóla, kerfisstjóra Kvíslar- og Varmárskóla og kennara í upplýsingartækni Kvíslarskóla lagt fram. Fræðslunefnd fagnar frumkvæði og framsýni bréfritara. Hugmyndir um hönnunar og nýsköpunarsmiðju eru í takti við við stefnu allra flokka í bæjarstjórn um eflingu nýsköpunar og tækni í Mosfellsbæ með því að setja á stofn Fab Lab smiðju eða sambærilegt. Samþykkt með 5 atkvæðum að vísa umfjöllun um útfærslu og umfang til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023 og jafnframt að vísa erindinu til umsagnar og greiningar á fræðslu- og frístundasviði.
4. Menntastefna Mosfellsbæjar201902331
Aðgerðaráætlun Menntastefnu lögð fram og kynnt.
Vinna við menntastefnu kynnt fyrir nefndinni. Drög að aðgerðaráætlun lögð fram.
Gestir
- Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, verkefnasrtjóri Menntastefnu