Dagur Fannarsson - Lyftingamaður Mosfellsbæjar 2017
Lyftingamaður ársins er Dagur Fannarsson hann átti frábært ár og varð annar á Íslandsmótinu í Ólympískum lyftingum 2017,hann vann gull á Meistaramóti UMSK og átti frábært ár þar sem árangur hans var stöðugur, hann hefur sýnt frábærar framfarir og á bjarta framtíð
Bjarni Páll Pálsson - Kraftlyftingamaður Mosfellsbæjar 2017
Kraftlyftingamaður ársins er Bjarni Páll Pálsson setti líka tvo íslandsmet í réttstöðulyftu á árinu í 74 kg flokki 235,5 kg, Bjarni á bæði Íslandsmetin með og án búnaðar. Bjarni er einn fremsti spretthlaupari landsins, en hefur náð undraverðum árangri á skömmum tíma og hefur alla burði til að geta náð gríðarlega langt í Kraftlyftingum.
Reynir Örn Pálmason - Hestaíþróttamaður Harðar 2017
Reynir hefur verið í hestum alla tíð og unnið við greinina í fjölda ára.
Björn Óskar Guðjónsson - Íþróttamaður Golfklúbbs Mosfellsbæjar 2017
Björn Óskar Guðjónsson verður 21 árs á árinu. Hann hóf nám við University of Lafayette í Louisiana-fylki síðasta haust þar sem hann leikur með golfliði skólans í bandaríska háskólagolfinu. Björn átti mjög gott keppnissumar hér á landi og hefur farið vel af stað í háskólagolfinu.
Marta Carrasco - Dansíþróttakona 2017
Marta Carrasco – Dansíþróttafélagin Hvönn Kópavogi. Marta er fædd árið 1999, nemandi í Kvennaskólanum og æfir af fullum krafti eða að meðaltali 20 tíma á viku. Hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri dansara. Markmið hennar er að ná langt og keppa og æfa meðal þeirra allra bestu í heiminum.
Bára Einarsdóttir - Skotíþróttakona 2017
Bára Einarsdóttir æfir hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs en hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 2003.
Eva Dögg Sæmundsdóttir - Skautaíþróttakona 2017
Skautasamband Íslands tilnefnir Evu Dögg Sæmundsdóttur sem íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017. Eva Dögg æfir með Skautafélaginu Birninum. Eva Dögg lauk keppnistímabili sínu í Junior flokki í vor og er nú á sínu fyrsta keppnisári í Senior flokki tímabilið 2017-2018. Meðaltal af heildarskori Evu Daggar á tímabilinu 2017-2018 er nú 81,2 stig.
Arna Ösp Gunnarsdóttir - Kraftlyftingakona Mosfellsbæjar 2017
Kraftlyftingakona ársins Arna Ösp Gunnarsdóttir hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og þegar sett tvo met í réttstöðulyftu 152,5 kg. í 63 kg. flokki, einnig er hún Íslandsmeistari í réttstöðulyftu.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Hestaíþróttakona Harðar 2017
Aðalheiður hefur verið í hestum alla sína ævi og unnið við tamningar og þjálfun í fjölda ára.
Heiða Guðnadóttir - Íþróttakona Golfklúbbs Mosfellsbæjar 2017
Heiða Guðnadóttir er á 29. aldursári og hefur verið meðlimur í Golfklúbbi Mosfellsbæjar í áraraðir. Heiða varð klúbbmeistari GM árið 2017 og vann með 10 högga forystu og lék frábært golf. Þar að auki keppti hún í fjölmörgum mótum fyrir hönd klúbbsins, en þar má nefna Íslandsmót golfklúbba þar sem Heiða var lykilmaður í liði GM sem endaði í fimmta sæti í fyrstu deild. Heiða er frábær kylfingur og fyrirmynd fyrir alla yngri iðkendur klúbbsins.
Aukin þjónusta í dagvistun barna og lækkun leikskólagjalda um 5%
Mosfellsbær er stækkandi fjölskyldubær þar sem lagður er metnaður í að veita barnafjölskyldum góða þjónustu.
Hreinsum til eftir áramótin
Talsvert rusl fellur til um áramót þegar landsmenn kveikja í mörgum tonnum af flugeldum, skottertum og blysum. Það er algeng sjón að sjá flugeldaleifar, brunnar skottertur, spýtur og prik á víð og dreif um bæinn nú í upphafi árs sem er ekki mikil bæjarprýði.
Þrettándabrenna í Mosfellsbæ 6. janúar 2018
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar fer fram laugardaginn 6. janúar 2018.
Gjaldfrjálsar tannlækningar barna
Öll börn með skráðan heimilistannlækni eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum samkvæmt samningi þar að lútandi. Gjaldfrjálsar tannlækningar barna hafa verið innleiddar í áföngum og lauk inneiðingunni 1. janúar sl. þegar börn yngri en þriggja ára öðluðust rétt samkvæmt samningnum.
Hirðing á jólatrjám 7. - 9. janúar 2018
Félagar í Handknattleiksdeild Aftureldingar munu aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun.
Lækkun á fasteignagjöldum og heitu vatni árið 2018
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi þann 29. nóvember síðastliðinn gerir ráð fyrir um 308 m.kr. rekstrarafgangi.
Áramótabrenna með hefðbundnu sniði árið 2017
Áramótabrenna verður staðsett neðan Holtahverfis við Leirvog. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30.
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ 20. desember 2017
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 20. desember s.l. kl. 14:00 við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ 20. desember 2017
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram miðvikudaginn 20. desember s.l. kl. 14:00 við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Sorphirða um hátíðarnar 2017
Yfir jól og áramót fellur oft til meira sorp frá heimilum en á öðrum tíma ársins.